Lífið

Björk sló í gegn í Los Angeles

Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco.

Lífið

Íslensk CrossFit stjarna á forsíðu Women´s Fitness

CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er glæsileg þar sem hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Women´s Fitness . Blaðið er virt og vinsælt rit sem hefur fjölmarga lesendur um allan heim og fjallar um hreyfingu og heilsu kvenna.

Lífið

Opna sig um opin sam­bönd við Wil­son bræður

Í nýjum þætti af spjallþættinum The Drew Barrymore Show ræða leikkonurnar Drew Barrymore og Kate Hudson um sambönd sín við bræðurna Luke Wilson og Owen Wilson. Þær tala frjálslega um það að sambönd þeirra hafi verið opin og rifja þær hlægjandi upp gamlar minningar.

Lífið

Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi

Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971.

Lífið

Vill auka fjölbreytileikann í forritun

Gamithra Marga var fyrsta stelpan sem vann forritunarkeppni framhaldsskólanna og tók þátt fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í keppnisforritun. Hún heldur nú forritunarnámskeið sem er ætlað stelpum, sís og trans, intersex og kynsegin ungmennum.

Lífið

Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu

Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son.

Lífið

Viðtalið sem allir Spider-Man aðdáendur hafa beðið eftir

Aðdáendur Spider-Man myndanna hafa beðið spenntir eftir viðtali þar sem allir leikarnir sem hafa leikið hann koma saman. Draumurinn rættist og komu þeir Tom Holland, Andrew Garfield og Tobey McGuire saman í viðtali hjá Pete Hammond. Viðtalið fór fram í gegnum fjarskiptabúnað og virtust þeir allir vera hæstánægðir með hvorn annan.

Lífið

Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify

Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19.

Lífið

Bónorð í bíó

Rómantíkusinn Mohamed Idries bað Lorudes Luque Vilatoro kærustu sína til nokkurra ára um að giftast sér í Sambíóunum Egilshöll eftir heimagerða stuttmynd.

Lífið

Hugrún Birta í vali dómnefndar fyrir Miss World

Hugrún Birta Egilsdóttir hefur verið valin af dómnefnd í 25 manna hóp í Miss World keppninni og mun hún því keppa til úrslita. Keppnin átti upphaflega að fara fram í Puerto Rico í desember en var frestað vegna Covid. Nú er ljóst að hún muni fara þar fram þann 16. mars næstkomandi og verður það í sjötugasta skiptið sem keppnin er haldin.

Lífið

Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“

Á þessum árstíma eru fjölmargir Íslendingar sem finna fyrir skammdegisþunglyndi, þó í mismiklum mæli. Í ofanálag geisar svo heimsfaraldur með tilheyrandi skerðingu á félagslífi sem einnig hefur áhrif. Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segist finna fyrir því í sínu starfi að það sé þyngra yfir fólki nú en vanalega. Vísir fékk Huldu til þess að deila nokkrum ráðum með lesendum sem gott er að hafa í huga þar til birta tekur á nýjan leik.

Lífið

Stökkið: „Ég er komin með þykkan stór­borgar­skráp“

Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál.

Lífið

Brúðguminn greindist með Covid nokkrum dögum fyrir brúðkaupið

Samfélasmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda giftist Markusi Bande við litla og fallega athöfn í ráðhúsinu í Þýskalandi um helgina þar sem tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi. Ellefu dögum fyrir brúðkaupið greindist Markus með Covid og við tóku taugatrekkjandi dagar í von um að Katrín myndi sleppa við veiruna svo ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu.

Lífið

Ísland mun keppa í fyrri undankeppni Eurovision

Það er komið í ljós að Ísland muni taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision þann 10. maí í Tórínó. Atriði Íslands mun stíga á svið seinnihluta kvöldsins og alls keppa átján lönd í fyrri undankeppninni.

Lífið

„Hárþynning hjá konum er stundum svolítið vanmetin“

„Við vinnum gegn hárþynningu og erum að vinna með vöru sem stuðlar að heilbrigði hársins. Við erum með sérþjálfaða hársérfræðinga sem meta hár fólks hjá þeim sem upplifa hárþynningu ,“ segir Rakel Pálmadóttir framkvæmdarstjóri Harklinikken í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið