Fólk spari tárin þrátt fyrir brotthvarf „drottningar bíóanna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 09:06 Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré. Kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri Klapptré segir það á vissan hátt leitt að kvikmyndasýningum eigi að hætta í Háskólabíó. Hann segir lokunina rifja upp margar minningar en svo, að sjálfsögðu, heldur lífið bara áfram. Fyrr í vikunni var greint frá því Sena hafi ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói í Reykjavík frá og með næstu mánaðamótum. Hafa sýningar verið sýndar þar í 62 ár. Þó mun önnur starfsemi halda áfram í húsinu, svo sem kennsla, ráðstefnur og fundir. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, segir að það að kvikmyndasýningum ljúki í húsnæðinu sé leitt á vissan hátt og rifji upp margar góðar minningar. En eins og eftir flest annað, þá heldur lífið bara áfram. Hann telur að fólk sem hefur vant komur sínar í Háskólabíó muni spara tárin fyrir betra tilefni. „Það mun gráta hástöfum á öxlina á þér. Nei, nei. Ég held nú ekki. Þetta er drottning bíóanna. Þá á ég við stóra salinn en það er langt síðan þeir hættu að nota hann í reglulegar bíósýningar. Hins vegar hefur hann verið hingað til og ég á ekki von á öðru en að það heldur áfram, að þetta er frumsýningarsalur íslenskra bíómynda. Er lang besti salurinn til slíks á landinu. Þetta er náttúrulega einn af mikilfenglegustu kvikmyndasölum sem ég hef komið í og hef ég komið í kvikmyndahús víða um heim þannig hann stendur algjörlega fyrir sínu,“ segir Ásgrímur. Klippa: Saga kvikmyndasýninga í húsnæði Háskólabíós lýkur Háskólabíó er alls ekki fyrsta bíóið sem Íslendingar þekkja sem hefur horfið á brott. Til dæmis er Gamla bíó nú samkomusalur, Austurbæjarbíó nú pílustaður, Tjarnarbíó leikhús og Borgarbíó á Akureyri orðið að leiktækjasal. „Þau voru lang flest hér í miðborginni en svo hafa þau smám saman færst í úthverfin. Nú eru stærstu bíóin þar, í Álfabakka, Egilshöll og Smárabíó,“ segir Ásgrímur. Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tímamót Reykjavík Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því Sena hafi ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói í Reykjavík frá og með næstu mánaðamótum. Hafa sýningar verið sýndar þar í 62 ár. Þó mun önnur starfsemi halda áfram í húsinu, svo sem kennsla, ráðstefnur og fundir. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, segir að það að kvikmyndasýningum ljúki í húsnæðinu sé leitt á vissan hátt og rifji upp margar góðar minningar. En eins og eftir flest annað, þá heldur lífið bara áfram. Hann telur að fólk sem hefur vant komur sínar í Háskólabíó muni spara tárin fyrir betra tilefni. „Það mun gráta hástöfum á öxlina á þér. Nei, nei. Ég held nú ekki. Þetta er drottning bíóanna. Þá á ég við stóra salinn en það er langt síðan þeir hættu að nota hann í reglulegar bíósýningar. Hins vegar hefur hann verið hingað til og ég á ekki von á öðru en að það heldur áfram, að þetta er frumsýningarsalur íslenskra bíómynda. Er lang besti salurinn til slíks á landinu. Þetta er náttúrulega einn af mikilfenglegustu kvikmyndasölum sem ég hef komið í og hef ég komið í kvikmyndahús víða um heim þannig hann stendur algjörlega fyrir sínu,“ segir Ásgrímur. Klippa: Saga kvikmyndasýninga í húsnæði Háskólabíós lýkur Háskólabíó er alls ekki fyrsta bíóið sem Íslendingar þekkja sem hefur horfið á brott. Til dæmis er Gamla bíó nú samkomusalur, Austurbæjarbíó nú pílustaður, Tjarnarbíó leikhús og Borgarbíó á Akureyri orðið að leiktækjasal. „Þau voru lang flest hér í miðborginni en svo hafa þau smám saman færst í úthverfin. Nú eru stærstu bíóin þar, í Álfabakka, Egilshöll og Smárabíó,“ segir Ásgrímur.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tímamót Reykjavík Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira