Lífið

Söngvarinn Mark Lanegan er látinn

Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan, sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, er látinn, 57 ára að aldri.

Lífið

Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi

Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim.

Lífið

Ekkert stoltur af ís­bjarnar­drápinu

Stefán Hrafn Magnússon hefur lifað alveg hreint ævintýralegu lífi. Hann hefur síðastliðin þrjátíu og fimm ár verið hreindýrabóndi á jörðinni Isortoq á Suður-Grænlandi þar sem hinn mikli Grænlandsjökull blasir við í bakgarðinum heima hjá honum.

Lífið

„Lífið er ekki alltaf prumpandi glimmer“

Rakel Sigurðardóttir sneri við blaðinu eftir að hún útskrifaðist sem leikkona, skipti um stefnu og lærði að verða andlegur einkaþjálfari. Hún tók þessa ákvörðun eftir að eigin vanlíðan byrjaði að gera vart við sig og sér ekki eftir því í dag. Í náminu felst fyrst og fremst mikil og djúp innri sjálfsvinna sem hefur verið henni dýrmæt. Hún segir lífið ekki alltaf vera prumpandi glimmer en það þurfi heldur ekki að vera þjáning.

Lífið

Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par

Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra.

Lífið

Tilbúin að reyna aftur við barneignir

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur við barneignir eftir að ófæddur sonur þeirra Jack lést árið 2020 eftir tuttugu vikna meðgöngu. Chrissy hefur verið mjög opin með barneignarferlið og missinn hjá þeim hjónum og hefur hún áður gengist undir glasafrjóvgunarmeðferðir til þess að eignast börnin sín.

Lífið

Rak umboðsmanninn og réði pabba sinn

Söngkonan Dua Lipa hefur sagt skilið við umboðsmanninn sinn og réði pabba sinn Dukagjin í staðin en sjálfur var hann í rokkhljómsveit á sínum tíma. Hún er ekki að leita að öðrum umboðsmanni til þess að fylla í stöðuna eins og er svo feðginin munu starfa saman um óákveðin tíma. Áður voru það Ben Mawson og Ed Millet hjá TaP Management sem sáu um hennar  mál.

Lífið

Justin Bieber er með Covid og frestar tónleikum

Söngvarinn Justin Bieber þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Las Vegas í gær með aðeins sólarhrings fyrirvara. Fulltrúi poppstjörnunnar staðfesti í samtali við People að ástæðan væri að Bieber greindist með Covid.

Lífið

Dóra og Egill eru orðin hjón

Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Egill Einarsson gengu í hjónaband þann 12. febrúar síðastliðinn. Dóra birti fallegar brúðkaupsmyndir á samfélagsmiðlum frá stóra deginum.

Lífið

Ætla aldrei að eignast börn og segja fólk af­skipta­samt

Fólk sem hefur tekið ákvörðun um að eignast aldrei börn segir að konur verði fyrir meira aðkasti en karlar þegar kemur að barnleysi. Maður sem ákvað að fara í ófrjósemisaðgerð segir að heilbrigðiskerfið reyni að stýra fólki frá þeirri ákvörðun að fara í aðgerðina.

Lífið

Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel

Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina.

Lífið

Ofurfyrirsætan Adriana Lima á von á barni

Fyrirsætan Adriana Lima birti sitt fyrsta Tik Tok myndband fyrr í dag þar sem hún tilkynnti að lítið barn sé á leiðinni. Í myndbandinu má sjá hvernig kærastinn hennar Andre Lemmers er reglulega að bregða henni og hvernig hún nær að bregða honum til baka með óléttuprófinu.

Lífið

Sýningin er vítamínsprauta fyrir áhorfendur

Samsýningin Í öðru húsi eftir Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dís Whitehead og Steinunni Önnudóttur opnar í Ásmundarsal á laugardaginn. Bjartir litir og léttleiki fylla sýningarrýmið sem er sannkölluð vítamínsprauta fyrir áhorfendur.

Lífið

Kúbulífið: Bónorð, bleikir bílar og sól

Fyrr í vikunni fór í loftið full vél frá Icelandair af Íslendingum sem héldu til Kúbu að fagna fimmtugs afmæli Guðjóns Más Guðjónssonar, eiganda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins OZ. Meðal gesta eru nokkrar af stærstu samfélagmiðlastjörnum Íslands sem hafa verið duglegar að deila myndum úr ferðinni.

Lífið