Í frétt CNN kemur fram að á matseðlinum verði meðal annars réttir sem fram komu í Netflix-þáttunum Chef's Table, Iron Chef og Is It Cake?
Michelin-kokkarnir Dominque Crenn og Curtis Stone munu meðal annarra stjörnukokka sem munu elda ofan í gesti Netflix Bites.
Á vefsíðu veitingastaðarins kemur sérstaklega fram að gestir veitingastaðarins geti ekki fengið að hitta kokkana, sem eru miklar stjörnur í matreiðsluheiminum.