Lífið

Dóttir Hildar og Jóns komin með nafn

Yngsta dóttir Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jóns Skaftason, stjórnarformanns Sýnar, er komin með nafn. Stúlkan heitir Hólmfríður Áslaug.

Lífið

Langvían Moli í Vestmannaeyjum heldur að hann sé lundi

Starfsfólk Sea Life Trust safnsins í Vestmannaeyjum eru í vandræðum með langvíu á safninu, sem heldur að hún sé lundi. Ástæðan er sú að starfsfólkið hefur farið með hana átta sinnum út á sjó til að freista þess að sleppa henni en hún kemur alltaf aftur og býður við dyr safnsins þegar starfsfólk mætir til vinnu á morgnana og heimtar að koma inn.

Lífið

Skærasta stjarna landsins á lausu

Söngkonan Bríet Ísis Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo hafa slitið samvistum. Parið ruglaði fyrst saman reytum sumarið 2020 og hafa verið áberandi á listasviðinu síðan.

Lífið

„Þetta lag fjallar um kyn­líf“

Tónlistarfólkið Bríet Ísis Elfar og Ásgeir Trausti Einarsson sameina krafta sína á ný en í dag kemur út lagið þeirra Venus. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem listamennirnir leiða saman hesta sína því í fyrra gaf Bríet út ábreiðu á lagi Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. 

Lífið

Andrés Pírati flytur í næstu götu

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Rúna Vigdís Guðmarsdóttir hafa sett íbúð sína við Rauðalæk 14 í Laugarneshverfi í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 87,9 milljónir. 

Lífið

„Við erum bara venjulegt par“

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir kynntist kærastanum, Alexander Egholm Alexandersyni, fyrir rúmu ári síðan. Fyrsti kossinn átti sér stað í samkvæmi í Garðabæ og segir Svala þau hafa verið óaðskiljanleg síðan.

Lífið

Valdi að verða sex­tug í stað þess að flytja til Eþíópíu

Yrsa Sigurðar­dóttir, glæpa­sagna­drottning og marg­faldur met­sölu­höfundur, fagnar sex­tugs­af­mæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stór­af­mælið með pompi og prakt í febrúar að jóla­bóka­flóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, sam­nefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvik­mynda­hús í næstu viku.

Lífið

Hópurinn byrjaði á álagsprófi

Fræðslu- og skemmtiþættirnir Gerum betur með Gurrý hófu göngu sína á Stöð 2 á mánudagskvöldið en í þeim er fjallað er um heilsu frá ýmsum sjónarhornum.

Lífið

„Lífið mitt er kynlíf“

Kynfræðingurinn Áslaug Kristjánsdóttir var að gefa út sína fyrstu bók, Lífið er kynlíf. Áslaug sem hefur í áraraðir aðstoðað fólk í langtímasamböndum að bæta kynlífið, segir að ef kynlífið detti út, sé ólíklegt að sambandið lifi. Rætt var við hana Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið

Ætlaði ekki að koma nálægt karlmönnum í tvö ár

„Ég var oft búin að kvíða fyrir því að hitta hann. Þetta var miklu verra en ég hélt,“ segir tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þegar hún mætti æskuástinni, Ólafi Friðriki Ólafssyni viðskiptafræðingi og eiganda Pizzunnar.

Lífið

FM Belfast tryllti lýðinn á svölum Halla og Möggu

Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir héldu Menningarnæturboð síðastliðið laugardagskvöld og fögnuðu um leið brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin eru búsett í glæsilegri þakíbúð í miðborginni þar sem gestir fengu stórbrotið útsýni þegar flugeldasýningin fór í gang.

Lífið

Drauma­fríið á Ís­landi breyttist í mar­tröð

Jacqueline Bussie guðfræðingur stendur fyrir áhugaverðum fyrirlestri í Áslandskirkju í kvöld, þriðjudaginn 22. ágúst. Þar fjallar hún um sálgæslu en hún varð fyrir þeirri hræðilegu reynslu að missa eiginmann sinn í göngu um Sólheimajökul.

Lífið

Hlaupaparið á von á tvíburum

Fyrrverandi afrekshlauparinn Kári Steinn Karlsson og eiginkona hans Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslunarsviðs 66° Norðurs, eiga von á eineggja tvíburum í byrjun næsta árs. 

Lífið

Glæsi­legt götu­partý Hildar Yeoman

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði Menningarnótt eins og svo margir síðastliðna helgi en eins og oft áður hélt hún glæsilegt götupartý fyrir utan verslun sína á Laugarveginum. Dansarar klæddust nýjustu línunni og dilluðu sér við iðandi tóna frá Rósu Birgittu sem kallar sig DJ De la Rosa.

Lífið

Mynd­band: Ketti bjargað af þaki í brunanum

Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 

Lífið