„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 20:03 Craig hefur spilað um allan heim. Hér er hann að spila á Aquasella hátíðinni á Spáni árið 2018. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. „Carl Craig er að koma fram á sjónarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Það er á sama tíma og PartyZone er að byrja hér heima og dans- og reifsenan er að keyrast í gang. Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd. Eftir það gerir hann hvern underground slagarann á fætur öðrum nánast allan áratuginn,“ segir Helgi Már. Craig kemur frá Detroit í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif á vinsældir teknótónlistar sem uppruninn er þaðan. Ásamt fleiri plötusnúðum eins og Kevin Saunderson, Derek May, and Juan Atkins vann hann svo að því að flytja tónlistina frá Detroit og út um allan heim. Helgi Már segir Craig með einstakt sánd.Aðsend Craig hefur skipulagt fjölda tónlistarhátíða í Detroit og stofnaði Carl Craig Foundation sem styður við tónlistarmenn frá Detroit með skólastyrkjum og öðrum tækifærum. Þá rekur Craig sitt eigið plötufyrirtæki, Planet E Communications, og umboðsskrifstofu fyrir aðra tónlistarmenn. Reunion stemning „Hann kemur frá Detroit og verður fyrir áhrifum frá frumkvöðlum eins og Derrick May og Kevin Saunderson. Sá fyrrnefni var með útvarpsþætti í lok níunda áratugarins þar sem teknó tónlist var áberandi. Carl Craig telst þá til annarrar kynslóðar teknó frumkvöðla Detroit borgar,“ segir Helgi Már og bætir við: „Ef ég á að skilgreina hann tónlistarlega þá má segja að hann sé í klúbbavænni teknóskotinni hús tónlist. Stundum kölluð progressive“ Helgi er spenntur fyrir morgundeginum.Aðsend Hann segir æðislegt að hann sé nú að koma fram á Íslandi. „Það er því geggjað að LP Events séu að flytja kappann inn og má gera ráð fyrir það skapist mikil reunion stemming í Gamla Bíó á föstudaginn. Hann kom hingað fyrst 1996, svo aftur 2002 og svo á PZ kvöld 2008. Þannig að það er orðið ansi langt síðan hann kom síðast. Það má svo geta þess að núverandi topplag PZ listans er lag frá honum og Roger Sanchez. Þar sem Detroit sándið fær að njóta sín vel,“ segir Helgi að lokum. Hægt er að hlusta á sérstakan lagalista tileinkaðan Craig hér að neðan. Tónleikar á Íslandi Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Carl Craig er að koma fram á sjónarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Það er á sama tíma og PartyZone er að byrja hér heima og dans- og reifsenan er að keyrast í gang. Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd. Eftir það gerir hann hvern underground slagarann á fætur öðrum nánast allan áratuginn,“ segir Helgi Már. Craig kemur frá Detroit í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif á vinsældir teknótónlistar sem uppruninn er þaðan. Ásamt fleiri plötusnúðum eins og Kevin Saunderson, Derek May, and Juan Atkins vann hann svo að því að flytja tónlistina frá Detroit og út um allan heim. Helgi Már segir Craig með einstakt sánd.Aðsend Craig hefur skipulagt fjölda tónlistarhátíða í Detroit og stofnaði Carl Craig Foundation sem styður við tónlistarmenn frá Detroit með skólastyrkjum og öðrum tækifærum. Þá rekur Craig sitt eigið plötufyrirtæki, Planet E Communications, og umboðsskrifstofu fyrir aðra tónlistarmenn. Reunion stemning „Hann kemur frá Detroit og verður fyrir áhrifum frá frumkvöðlum eins og Derrick May og Kevin Saunderson. Sá fyrrnefni var með útvarpsþætti í lok níunda áratugarins þar sem teknó tónlist var áberandi. Carl Craig telst þá til annarrar kynslóðar teknó frumkvöðla Detroit borgar,“ segir Helgi Már og bætir við: „Ef ég á að skilgreina hann tónlistarlega þá má segja að hann sé í klúbbavænni teknóskotinni hús tónlist. Stundum kölluð progressive“ Helgi er spenntur fyrir morgundeginum.Aðsend Hann segir æðislegt að hann sé nú að koma fram á Íslandi. „Það er því geggjað að LP Events séu að flytja kappann inn og má gera ráð fyrir það skapist mikil reunion stemming í Gamla Bíó á föstudaginn. Hann kom hingað fyrst 1996, svo aftur 2002 og svo á PZ kvöld 2008. Þannig að það er orðið ansi langt síðan hann kom síðast. Það má svo geta þess að núverandi topplag PZ listans er lag frá honum og Roger Sanchez. Þar sem Detroit sándið fær að njóta sín vel,“ segir Helgi að lokum. Hægt er að hlusta á sérstakan lagalista tileinkaðan Craig hér að neðan.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“