„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 20:03 Craig hefur spilað um allan heim. Hér er hann að spila á Aquasella hátíðinni á Spáni árið 2018. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. „Carl Craig er að koma fram á sjónarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Það er á sama tíma og PartyZone er að byrja hér heima og dans- og reifsenan er að keyrast í gang. Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd. Eftir það gerir hann hvern underground slagarann á fætur öðrum nánast allan áratuginn,“ segir Helgi Már. Craig kemur frá Detroit í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif á vinsældir teknótónlistar sem uppruninn er þaðan. Ásamt fleiri plötusnúðum eins og Kevin Saunderson, Derek May, and Juan Atkins vann hann svo að því að flytja tónlistina frá Detroit og út um allan heim. Helgi Már segir Craig með einstakt sánd.Aðsend Craig hefur skipulagt fjölda tónlistarhátíða í Detroit og stofnaði Carl Craig Foundation sem styður við tónlistarmenn frá Detroit með skólastyrkjum og öðrum tækifærum. Þá rekur Craig sitt eigið plötufyrirtæki, Planet E Communications, og umboðsskrifstofu fyrir aðra tónlistarmenn. Reunion stemning „Hann kemur frá Detroit og verður fyrir áhrifum frá frumkvöðlum eins og Derrick May og Kevin Saunderson. Sá fyrrnefni var með útvarpsþætti í lok níunda áratugarins þar sem teknó tónlist var áberandi. Carl Craig telst þá til annarrar kynslóðar teknó frumkvöðla Detroit borgar,“ segir Helgi Már og bætir við: „Ef ég á að skilgreina hann tónlistarlega þá má segja að hann sé í klúbbavænni teknóskotinni hús tónlist. Stundum kölluð progressive“ Helgi er spenntur fyrir morgundeginum.Aðsend Hann segir æðislegt að hann sé nú að koma fram á Íslandi. „Það er því geggjað að LP Events séu að flytja kappann inn og má gera ráð fyrir það skapist mikil reunion stemming í Gamla Bíó á föstudaginn. Hann kom hingað fyrst 1996, svo aftur 2002 og svo á PZ kvöld 2008. Þannig að það er orðið ansi langt síðan hann kom síðast. Það má svo geta þess að núverandi topplag PZ listans er lag frá honum og Roger Sanchez. Þar sem Detroit sándið fær að njóta sín vel,“ segir Helgi að lokum. Hægt er að hlusta á sérstakan lagalista tileinkaðan Craig hér að neðan. Tónleikar á Íslandi Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Lífið Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Lífið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Sjá meira
„Carl Craig er að koma fram á sjónarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Það er á sama tíma og PartyZone er að byrja hér heima og dans- og reifsenan er að keyrast í gang. Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd. Eftir það gerir hann hvern underground slagarann á fætur öðrum nánast allan áratuginn,“ segir Helgi Már. Craig kemur frá Detroit í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif á vinsældir teknótónlistar sem uppruninn er þaðan. Ásamt fleiri plötusnúðum eins og Kevin Saunderson, Derek May, and Juan Atkins vann hann svo að því að flytja tónlistina frá Detroit og út um allan heim. Helgi Már segir Craig með einstakt sánd.Aðsend Craig hefur skipulagt fjölda tónlistarhátíða í Detroit og stofnaði Carl Craig Foundation sem styður við tónlistarmenn frá Detroit með skólastyrkjum og öðrum tækifærum. Þá rekur Craig sitt eigið plötufyrirtæki, Planet E Communications, og umboðsskrifstofu fyrir aðra tónlistarmenn. Reunion stemning „Hann kemur frá Detroit og verður fyrir áhrifum frá frumkvöðlum eins og Derrick May og Kevin Saunderson. Sá fyrrnefni var með útvarpsþætti í lok níunda áratugarins þar sem teknó tónlist var áberandi. Carl Craig telst þá til annarrar kynslóðar teknó frumkvöðla Detroit borgar,“ segir Helgi Már og bætir við: „Ef ég á að skilgreina hann tónlistarlega þá má segja að hann sé í klúbbavænni teknóskotinni hús tónlist. Stundum kölluð progressive“ Helgi er spenntur fyrir morgundeginum.Aðsend Hann segir æðislegt að hann sé nú að koma fram á Íslandi. „Það er því geggjað að LP Events séu að flytja kappann inn og má gera ráð fyrir það skapist mikil reunion stemming í Gamla Bíó á föstudaginn. Hann kom hingað fyrst 1996, svo aftur 2002 og svo á PZ kvöld 2008. Þannig að það er orðið ansi langt síðan hann kom síðast. Það má svo geta þess að núverandi topplag PZ listans er lag frá honum og Roger Sanchez. Þar sem Detroit sándið fær að njóta sín vel,“ segir Helgi að lokum. Hægt er að hlusta á sérstakan lagalista tileinkaðan Craig hér að neðan.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Lífið Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Lífið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Sjá meira
Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33