„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 20:03 Craig hefur spilað um allan heim. Hér er hann að spila á Aquasella hátíðinni á Spáni árið 2018. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. „Carl Craig er að koma fram á sjónarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Það er á sama tíma og PartyZone er að byrja hér heima og dans- og reifsenan er að keyrast í gang. Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd. Eftir það gerir hann hvern underground slagarann á fætur öðrum nánast allan áratuginn,“ segir Helgi Már. Craig kemur frá Detroit í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif á vinsældir teknótónlistar sem uppruninn er þaðan. Ásamt fleiri plötusnúðum eins og Kevin Saunderson, Derek May, and Juan Atkins vann hann svo að því að flytja tónlistina frá Detroit og út um allan heim. Helgi Már segir Craig með einstakt sánd.Aðsend Craig hefur skipulagt fjölda tónlistarhátíða í Detroit og stofnaði Carl Craig Foundation sem styður við tónlistarmenn frá Detroit með skólastyrkjum og öðrum tækifærum. Þá rekur Craig sitt eigið plötufyrirtæki, Planet E Communications, og umboðsskrifstofu fyrir aðra tónlistarmenn. Reunion stemning „Hann kemur frá Detroit og verður fyrir áhrifum frá frumkvöðlum eins og Derrick May og Kevin Saunderson. Sá fyrrnefni var með útvarpsþætti í lok níunda áratugarins þar sem teknó tónlist var áberandi. Carl Craig telst þá til annarrar kynslóðar teknó frumkvöðla Detroit borgar,“ segir Helgi Már og bætir við: „Ef ég á að skilgreina hann tónlistarlega þá má segja að hann sé í klúbbavænni teknóskotinni hús tónlist. Stundum kölluð progressive“ Helgi er spenntur fyrir morgundeginum.Aðsend Hann segir æðislegt að hann sé nú að koma fram á Íslandi. „Það er því geggjað að LP Events séu að flytja kappann inn og má gera ráð fyrir það skapist mikil reunion stemming í Gamla Bíó á föstudaginn. Hann kom hingað fyrst 1996, svo aftur 2002 og svo á PZ kvöld 2008. Þannig að það er orðið ansi langt síðan hann kom síðast. Það má svo geta þess að núverandi topplag PZ listans er lag frá honum og Roger Sanchez. Þar sem Detroit sándið fær að njóta sín vel,“ segir Helgi að lokum. Hægt er að hlusta á sérstakan lagalista tileinkaðan Craig hér að neðan. Tónleikar á Íslandi Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Carl Craig er að koma fram á sjónarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Það er á sama tíma og PartyZone er að byrja hér heima og dans- og reifsenan er að keyrast í gang. Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd. Eftir það gerir hann hvern underground slagarann á fætur öðrum nánast allan áratuginn,“ segir Helgi Már. Craig kemur frá Detroit í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif á vinsældir teknótónlistar sem uppruninn er þaðan. Ásamt fleiri plötusnúðum eins og Kevin Saunderson, Derek May, and Juan Atkins vann hann svo að því að flytja tónlistina frá Detroit og út um allan heim. Helgi Már segir Craig með einstakt sánd.Aðsend Craig hefur skipulagt fjölda tónlistarhátíða í Detroit og stofnaði Carl Craig Foundation sem styður við tónlistarmenn frá Detroit með skólastyrkjum og öðrum tækifærum. Þá rekur Craig sitt eigið plötufyrirtæki, Planet E Communications, og umboðsskrifstofu fyrir aðra tónlistarmenn. Reunion stemning „Hann kemur frá Detroit og verður fyrir áhrifum frá frumkvöðlum eins og Derrick May og Kevin Saunderson. Sá fyrrnefni var með útvarpsþætti í lok níunda áratugarins þar sem teknó tónlist var áberandi. Carl Craig telst þá til annarrar kynslóðar teknó frumkvöðla Detroit borgar,“ segir Helgi Már og bætir við: „Ef ég á að skilgreina hann tónlistarlega þá má segja að hann sé í klúbbavænni teknóskotinni hús tónlist. Stundum kölluð progressive“ Helgi er spenntur fyrir morgundeginum.Aðsend Hann segir æðislegt að hann sé nú að koma fram á Íslandi. „Það er því geggjað að LP Events séu að flytja kappann inn og má gera ráð fyrir það skapist mikil reunion stemming í Gamla Bíó á föstudaginn. Hann kom hingað fyrst 1996, svo aftur 2002 og svo á PZ kvöld 2008. Þannig að það er orðið ansi langt síðan hann kom síðast. Það má svo geta þess að núverandi topplag PZ listans er lag frá honum og Roger Sanchez. Þar sem Detroit sándið fær að njóta sín vel,“ segir Helgi að lokum. Hægt er að hlusta á sérstakan lagalista tileinkaðan Craig hér að neðan.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33