Lífið

Hvuttar á kjör­stað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Dýrvinasamtök tóku hundinn Jerry á kjörstað og leyfðu kjósendum að heilsa upp á hann og klappa honum.
Dýrvinasamtök tóku hundinn Jerry á kjörstað og leyfðu kjósendum að heilsa upp á hann og klappa honum. AP

Það er ekki bara mannfólk sem mætir á kjörstað heldur gera bestu vinir mannsins það líka.

AP Fréttastofan hefur tekið saman myndir af hundum sem mættu ásamt eigendum sínum á kjörstað í Bandaríkjunum í gær og í dag.

Myndirnar sýna hundana víðs vegar um Bandaríkin, í Flórída, Kaliforníu, Arizona, Texas og New York.

Hér að neðan má sjá þessar myndir AP-fréttastofunnar.

Hundarnir Bono til hægri og ungfrú Brown bíða eftir eiganda sínum Lynn Brown sem er að kjósa í New York.AP
Hundur bíður eftir húsbónda sínum sem kýs í Arizona.AP
Maður gengur ásamt hundinum sínum að átt að kjörstað í Kaliforníu.AP
Joe Casados heldur á hundinum Daphne og Samantha Sasso heldur á Carly og sýna kjósendum þá við kjörstað í Arizona.AP
Susan Finan tekur myndir af hundinum Daisey á meðan hún bíður eftir dóttur sinni sem er að kjósa í Flórída.AP





Fleiri fréttir

Sjá meira


×