Lífið

Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grinda­víkur

Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina.

Lífið

Hjálpaði manni að opna á sam­ræður og „fleira“ á stefnu­móti

Grínistarnir og þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins HæHæ, Hjálmar Örn Jóhannesson og Helga Jean Claessen, segjast miklir spilaáhugamenn og hafa báðir átt sér langþráðan draum um að gefa út íslenskt borðspil sem sameinar fólk og fjölskyldur. Spilið heitir Heita sætið og eru engin takmörk á fjölda þátttakenda.

Lífið

Kjartan Henry og Helga eignuðust stúlku

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt þriðja barn 29. nóvember síðastliðinn. Gleðitíðindunum deilir Helga á Instagram með fallegri mynd af hvítvoðungnum.

Lífið

„Það kemur ekki sá dagur að við hugsum ekki til hennar“

„Í þessu ferli er ég oft búin að vera við þolmörk, við það að gefast upp og geta ekki meira. Þá hugsa ég til hennar, hvað hefði gert hana stolta af mér. Ég minni mig á að ég er að gera þetta fyrir hana. Ég ætla að halda áfram fyrir hana,“ segir Viðar Pétur Styrkársson. 

Lífið

„Mér finnst dauðinn bara fal­leg pæling“

Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 

Lífið

Þarf að fram­reiða fimm kokteila á sjö mínútum

Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 

Lífið

Sebastian Stan mun leika Donald Trump

Bandaríski leikarinn Sebastian Stan mun fara með hlutverk Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í væntanlegri ævisögumynd um milljarðamæringinn. Myndin mun bera heitið The Apprentice, í höfuðið á raunveruleikaþáttum forsetans fyrrverandi.

Lífið

„Fólk er bara sjúkt í stress!“

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir ætlar að ræða stress og allt sem því fylgir í gamanleiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Hún ætlaði bara að halda eina sýningu en hefur orðið að fjölga sýningum, svo mikil er eftirspurn eftir miðum.

Lífið

Ekki lengur bara blá augu í Myndinni hennar Lísu

Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga. 

Lífið

Fjölskyldumeðlimirnir nefndir á nafn í Hollandi

Ný bók breska rithöfundarins Omid Scobie um konungsfjölskylduna hefur verið fjarlægð úr hillum bókaverslanna í Hollandi vegna fregna af því að í bókinni leynist nafn tveggja manneskja sem sagðar eru hafa lýst áhyggjum af húðlit sonar þeirra Meghan og Harry.

Lífið

Sticky Vicky öll

Erótíski dansarinn Victoria María Aragüés Gadea, betur þekkt sem Sticky Vicky, er látin áttatíu ára að aldri. Vicky var skemmtikraftur á sólarströndinni Benidorm um árabil.

Lífið

Skildi ekkert í því af hverju hún væri ekki glöð

Sigríður Hrund Pétursdóttir er atvinnurekandi og fjögurra barna móðir. Hún glímdi við fæðingarþunglyndi í áratug. Sigríður steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sína sögu. Hún vill að aðrir í sömu stöðu átti sig á því að fæðingarþunglyndi sé ekkert til að skammast sín fyrir.

Lífið

Al­gjörir yfir­burðir Haf­dísar Huldar

Hafdís Huld Þrastardóttir er sá tónlistarmaður sem Íslendingar hafa hlustað mest á Spotify á árinu sem nú er að líða. Á eftir henni koma Bubbi Morthens og kanadíski rapparinn Drake. Einn annar Íslendingur kemst á topp tíu lista yfir þá tónlistarmenn sem voru vinsælastir á Íslandi, það er Friðrik Dór Jónsson.

Lífið

Fjallagarpur í fremstu röð á köldum klaka

Bandaríski fjallagarpurinn og leiðsögumaðurinn Garrett Madison kíkti í kaffi til forseta Íslands og í skoðunarferð um íshellana í Kötlujökli í ferð sinni hingað til lands. Hann er á ferð og flugi með hjartalækninum Tómasi Guðbjartssyni.

Lífið

Benni og Eva eiga von á sjötta barninu

Benedikt Brynleifsson trommuleikari og Eva Brink fjármálastjóri eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Þetta er Purrkur Pillnikk

Purrkur Pillnikk, sú goðsagnakennda pönksveit sem margir muna úr kvikmyndinni Rokki í Reykjavík og margir telja reyndar eina bestu hljómsveit þess merka tímabils í tónlistarsögunni, eru að senda frá sér heildarsafn verka sinna og nýtt efni að auki. Þeir stíga á stokk á laugardaginn komandi.

Lífið

Upp­lifði mar­tröð leikarans

Dansarinn og leikstjórinn Unnur Elísabet Gunnarsdóttir upplifði martröð leikarans um helgina sem leið þegar hún þurfti að stíga á svið í aðalhlutverk söngleiksins Deleríum Búbónis.

Lífið

Lítur sáttur um öxl eftir hátt í fjóra ára­tugi á flugi fyrir Gæsluna

Flugmaðurinn Jakob Ólafsson fagnar í dag 65 ára afmæli. Það eru ekki einu tímamótin í lífi hans heldur flaug hann í gær í síðasta sinn fyrir Landhelgisgæsluna, eftir að hafa starfað fyrir hana meiri hluta lífs síns. Jakob segist líta framtíðina björtum augum og á síðustu áratugi með þakklæti efst í huga.

Lífið

Joey Christ og Alma selja bjarta hæð

Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktu sem Joey Christ, og kærasta hans Alma Gytha Huntingdon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 63,8 milljónir.

Lífið