Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. desember 2024 20:02 Hilmir, Viktor, Kristófer Karl og Jakob Vísir/BJarni Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. Strákarnir Hilmir, Viktor Skúli, Kristófer Karl og Jakob mynda dyggustu stuðningssveit hljómsveitarinnar IceGuys. Þeir vonast til þess að fá að hitta meðlimi strákasveitarinnar einn daginn en einnig vonast þeir til þess að geta einhvern tímann haldið sína eigin tónleika líkt og fyrirmyndirnar. Hver og einn hefur valið sér sinn uppáhalds meðlim í strákasveitinni víðfrægu og tekið upp hlutverk þeirra. Hinn þrettán ára Hilmir er Friðrik Dór, Viktor Skúli, fimmtán ára, er Herra Hnetusmjör, Kristófer Karl sem er einnig fimmtán ára er Jón Jónsson og hinn þrettán ára Jakob er enginn annar en Aron Can. Mikilvægt sé að skipta með sér hlutverkum í hljómsveitinni. Drengirnir ásamt mæðrum sínum.vísir/bjarni Jakob segir að IceGuys séu einfaldlega bestir og tekur fram að hann sé mjög spenntur fyrir því að mæta á tónleikanna hjá hljómsveitinni sem standa nú yfir um helgina. Í raun er um hálfgert ábreiðuband að ræða enda verja þeir miklum tíma í að læra lögin og búa til atriði. Kristófer Karl segir að það sé ávallt skemmtilegt hjá þeim félögunum þegar þeir æfi sig saman sem sé oft og tíðum. Hægt er að sjá viðtalið við drengina og atriði frá þeim í spilaranum hér að neðan. „Mikil gjöf til okkar drengja“ Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, segist vera mjög ánægð með IceGuys líkt og sonur sinn. Hún viðurkennir þó að hún væri til í ný lög frá hljómsveitinni enda séu þau fáu sem bandið hefur gefið út spiluð ótt og títt á heimilinu. „Þeir eiga örugglega helminginn af spilununum á Spotify, svo að velgengnin er mögulega þeim að þakka,“ segir Thelma. Fjóla Helgadóttir, móðir Jakobs, Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, og Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis.Vísir/Bjarni Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis, tekur undir orð Thelmu en ítrekar að auki að IceGuys skipti miklu máli fyrir drengina. „Við erum mjög ánægðar með hljómsveitina, því þeir strákarnir okkar hafa virkilega lært. Þeir læra þessa texta, þessir dansar. Þetta er bara mikil gjöf til okkar drengja.“ Tónlist Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Strákarnir Hilmir, Viktor Skúli, Kristófer Karl og Jakob mynda dyggustu stuðningssveit hljómsveitarinnar IceGuys. Þeir vonast til þess að fá að hitta meðlimi strákasveitarinnar einn daginn en einnig vonast þeir til þess að geta einhvern tímann haldið sína eigin tónleika líkt og fyrirmyndirnar. Hver og einn hefur valið sér sinn uppáhalds meðlim í strákasveitinni víðfrægu og tekið upp hlutverk þeirra. Hinn þrettán ára Hilmir er Friðrik Dór, Viktor Skúli, fimmtán ára, er Herra Hnetusmjör, Kristófer Karl sem er einnig fimmtán ára er Jón Jónsson og hinn þrettán ára Jakob er enginn annar en Aron Can. Mikilvægt sé að skipta með sér hlutverkum í hljómsveitinni. Drengirnir ásamt mæðrum sínum.vísir/bjarni Jakob segir að IceGuys séu einfaldlega bestir og tekur fram að hann sé mjög spenntur fyrir því að mæta á tónleikanna hjá hljómsveitinni sem standa nú yfir um helgina. Í raun er um hálfgert ábreiðuband að ræða enda verja þeir miklum tíma í að læra lögin og búa til atriði. Kristófer Karl segir að það sé ávallt skemmtilegt hjá þeim félögunum þegar þeir æfi sig saman sem sé oft og tíðum. Hægt er að sjá viðtalið við drengina og atriði frá þeim í spilaranum hér að neðan. „Mikil gjöf til okkar drengja“ Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, segist vera mjög ánægð með IceGuys líkt og sonur sinn. Hún viðurkennir þó að hún væri til í ný lög frá hljómsveitinni enda séu þau fáu sem bandið hefur gefið út spiluð ótt og títt á heimilinu. „Þeir eiga örugglega helminginn af spilununum á Spotify, svo að velgengnin er mögulega þeim að þakka,“ segir Thelma. Fjóla Helgadóttir, móðir Jakobs, Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, og Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis.Vísir/Bjarni Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis, tekur undir orð Thelmu en ítrekar að auki að IceGuys skipti miklu máli fyrir drengina. „Við erum mjög ánægðar með hljómsveitina, því þeir strákarnir okkar hafa virkilega lært. Þeir læra þessa texta, þessir dansar. Þetta er bara mikil gjöf til okkar drengja.“
Tónlist Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira