Íslenski boltinn

Grinda­vík skoraði sjö og felldi Ægi

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna.

Íslenski boltinn

Ritar opið bréf til Vöndu: „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“

Frið­jón Árni Sigur­vins­son, þjálfari fjórða flokks kvenna KF/Dal­víkur í fót­bolta, ritar opið bréf til Vöndu Sigur­geirs­dóttur, formanns KSÍ, og birtir á sam­fé­lags­miðlum. Greinir Frið­jón Árni þar frá raunum liðsins sem fær ekki, sökum reglu­gerðar KSÍ, að taka þátt í úr­slita­keppni Ís­lands­mótsins. Reglu­gerðin sé sem rýtingur í brjóst stelpnanna sem sitji eftir niður­brotnar.

Íslenski boltinn

„Þetta á ekki heima á fót­bolta­vellinum eða neins staðar“

Knattspyrnudeild ÍBV harmar framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Val í Bestu deild kvenna í lok síðasta mánaðar. ÍBV fékk hundrað þúsund króna sekt vegna ókvæðisorða sem nokkrir stuðningsmenn liðsins létu rigna yfir annan aðstoðardómara leiksins. Eyjamenn ætla að endurskoða verkferla hjá sér og vonast til að svona lagað komi ekki fyrir aftur.

Íslenski boltinn

Klara biður aga­nefnd KSÍ að skoða af­skipti Arnars

Klara Bjart­marz, fram­­kvæmda­­stjóri KSÍ hefur óskað eftir því við aga- og úr­­­skurðar­­nefnd sam­bandsins að hún taki til skoðunar af­­skipti Arnars Gunn­laugs­­sonar, þjálfara Víkings Reykja­víkur, af leik liðsins við Val í Bestu deild karla á dögunum.

Íslenski boltinn

„Ég er búinn að vinna þetta allt“

Það var mikilvægt fyrir nýjasta íslenska atvinnumanninn Loga Tómasson að pakka golfsettinu er hann hélt út til Noregs hvar hann samdi við Strömsgodset í vikunni. Hann segir erfitt að yfirgefa Víking en er spenntur fyrir komandi tímum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 0-4 | Víkingar geta farið að setja kampavínið í kælinn eftir stórsigur gegn Val

Víkingur er kominn með 11 stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en Fossvogsliðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. umferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eftir þennan sigur hefur Víkingur 53 stig á toppnum en Valur kemur svo næst með 42 stig.

Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því

Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld.

Íslenski boltinn