Telur að Valsmenn nenni ekki að dansa tangóinn hans Túfa til lengdar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 11:01 Srdjan Tufegdzic tók við Val um mitt sumar og skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið. vísir/diego Sérfræðingar Stúkunnar voru hneykslaðir á uppleggi Vals í fyrri hálfleik í leiknum gegn Stjörnunni. Þeir efast um að leikmenn liðsins nenni að spila þennan leikstíl. Valur var 2-0 undir í hálfleik gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á mánudaginn en kom til baka og náði jafntefli, 2-2. Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson furðuðu sig á varfærnislegu uppleggi þjálfara Vals, Srdjans Tufegdzic, í leiknum gegn Stjörnunni. „Það var áhugavert að hlusta á Túfa í viðtali eftir leik. Hann talaði um að þeir hefðu gert breytingar í hálfleik sem hefðu gert það að verkum að þeir hefðu unnið seinni boltann og ákefðin hefði aukist. Þá spyr maður sig: Hvernig var upplegg Vals? Það var rosalega, rosalega passívt. Það er augljóst að Túfa er að spila sinn bolta og hann er bara góður í því að stilla upp liðum. Þau eru þétt og það eru þessar hefðbundnu færslur, ekkert nýtt í þessu. Það eru tveir frammi, annar dettur á djúpa miðjumanninn og þetta sem við þekkjum öll,“ sagði Baldur í Stúkunni í gær. „En er réttlætanlegt að vera með þetta Valslið og koma svona varfærið inn í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, með fullri virðingu fyrir þeim? Þú getur ekki mætt með Valslið á heimavelli og verið með það í hálfgerðri handbremsu í heilan hálfleik.“ Klippa: Stúkan - Umræða um upplegg Vals Valsarar voru mun áræðnari í seinni hálfleik, færðu sig framar og það gaf góða raun. Þeir jöfnuðu með mörkum Albins Skoglund og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Atli Viðar tók undir með Baldri og velti því fyrir sér hvort leikmenn Vals sættu sig við að spila jafn varfærnislega og þeir gerðu í fyrri hálfleik. „Mér fannst frammistaða og framganga Vals í fyrri hálfleik segja manni allt. Þeir vilja ekki spila svona. Þeir nenna því ekki og vilja ekki standa fyrir þetta,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst vera komin svo mikil mótsögn og þversögn í öllu. Þetta er fótboltinn hans Túfa en þessi hópur mun ekki dansa þennan tangó með honum mikið lengur.“ Valur er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 39 stig, þrettán stigum á eftir Víkingi og Breiðabliki. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingum á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29 Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59 Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32 Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Valur var 2-0 undir í hálfleik gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á mánudaginn en kom til baka og náði jafntefli, 2-2. Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson furðuðu sig á varfærnislegu uppleggi þjálfara Vals, Srdjans Tufegdzic, í leiknum gegn Stjörnunni. „Það var áhugavert að hlusta á Túfa í viðtali eftir leik. Hann talaði um að þeir hefðu gert breytingar í hálfleik sem hefðu gert það að verkum að þeir hefðu unnið seinni boltann og ákefðin hefði aukist. Þá spyr maður sig: Hvernig var upplegg Vals? Það var rosalega, rosalega passívt. Það er augljóst að Túfa er að spila sinn bolta og hann er bara góður í því að stilla upp liðum. Þau eru þétt og það eru þessar hefðbundnu færslur, ekkert nýtt í þessu. Það eru tveir frammi, annar dettur á djúpa miðjumanninn og þetta sem við þekkjum öll,“ sagði Baldur í Stúkunni í gær. „En er réttlætanlegt að vera með þetta Valslið og koma svona varfærið inn í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, með fullri virðingu fyrir þeim? Þú getur ekki mætt með Valslið á heimavelli og verið með það í hálfgerðri handbremsu í heilan hálfleik.“ Klippa: Stúkan - Umræða um upplegg Vals Valsarar voru mun áræðnari í seinni hálfleik, færðu sig framar og það gaf góða raun. Þeir jöfnuðu með mörkum Albins Skoglund og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Atli Viðar tók undir með Baldri og velti því fyrir sér hvort leikmenn Vals sættu sig við að spila jafn varfærnislega og þeir gerðu í fyrri hálfleik. „Mér fannst frammistaða og framganga Vals í fyrri hálfleik segja manni allt. Þeir vilja ekki spila svona. Þeir nenna því ekki og vilja ekki standa fyrir þetta,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst vera komin svo mikil mótsögn og þversögn í öllu. Þetta er fótboltinn hans Túfa en þessi hópur mun ekki dansa þennan tangó með honum mikið lengur.“ Valur er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 39 stig, þrettán stigum á eftir Víkingi og Breiðabliki. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingum á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29 Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59 Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32 Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29
Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59
Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32
Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31