Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 09:29 Gunnar Oddur Hafliðason virðist kalla meira eftir spjöldum á varamannabekki liðanna í Bestu deild karla, en aðrir dómarar, samkvæmt Stúkunni. vísir/Diego Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. Gunnar Oddur var fjórði dómari í leik Vals og Stjörnunnar á mánudagskvöld. Dómari í því hlutverki er staðsettur á milli varamannabekkja liðanna og jafnan meira í samskiptum við þjálfara liðanna en aðaldómari leiksins sem er úti á vellinum. Gunnar Oddur kallaði eftir rauðu spjaldi í leiknum, á Kjartan Sturluson markmannsþjálfara Vals, og er Kjartan sjötti maðurinn sem þrátt fyrir að vera utan vallar fær rautt spjald í sumar, á leikjum Gunnars Odds sem fjórða dómara. Spjöldin sem Gunnar Oddur hefur kallað eftir í Bestu deild karla í sumar, sem fjórði dómari.Stöð 2 Sport Inn í yfirlitið hér að ofan vantar rauða spjaldið sem Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk í lok leiks gegn KR 1. september. „Um leið og ég sá þetta gerast hugsaði ég hvort að Gunnar Oddur væri fjórði dómari. Þetta er að gerast dálítið oft,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni, um það þegar Kjartan fékk rauða spjaldið. Nýi Rauði baróninn? Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sagði erfitt að svara því hvers vegna spjöldin færu ítrekað á loft þegar Gunnar Oddur væri á milli varamannabekkjanna: „Annað hvort er hann undir óvenju miklum árásum frá varamannabekkjunum, eða að hann er viðkvæmari en hinir. Ég get ekki svarað því. En þegar hann er á milli varamannabekkjanna þá verða meiri læti,“ sagði Gummi. „Hann er alla vega með yfirburða spjaldatölfræði þegar maður renndi í gegnum alla dómarana í deildinni sem hafa verið fjórði dómari. Svo er hann kominn með fimm rauð í Lengjudeildinni sem aðaldómari. Kannski er hann nýi „Rauði baróninn“?“ sagði Baldur og vísaði í gælunafn dómarans fyrrverandi Garðars Arnar Hinrikssonar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Spjaldaglaður fjórði dómari Besta deild karla Stúkan Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Gunnar Oddur var fjórði dómari í leik Vals og Stjörnunnar á mánudagskvöld. Dómari í því hlutverki er staðsettur á milli varamannabekkja liðanna og jafnan meira í samskiptum við þjálfara liðanna en aðaldómari leiksins sem er úti á vellinum. Gunnar Oddur kallaði eftir rauðu spjaldi í leiknum, á Kjartan Sturluson markmannsþjálfara Vals, og er Kjartan sjötti maðurinn sem þrátt fyrir að vera utan vallar fær rautt spjald í sumar, á leikjum Gunnars Odds sem fjórða dómara. Spjöldin sem Gunnar Oddur hefur kallað eftir í Bestu deild karla í sumar, sem fjórði dómari.Stöð 2 Sport Inn í yfirlitið hér að ofan vantar rauða spjaldið sem Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk í lok leiks gegn KR 1. september. „Um leið og ég sá þetta gerast hugsaði ég hvort að Gunnar Oddur væri fjórði dómari. Þetta er að gerast dálítið oft,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni, um það þegar Kjartan fékk rauða spjaldið. Nýi Rauði baróninn? Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sagði erfitt að svara því hvers vegna spjöldin færu ítrekað á loft þegar Gunnar Oddur væri á milli varamannabekkjanna: „Annað hvort er hann undir óvenju miklum árásum frá varamannabekkjunum, eða að hann er viðkvæmari en hinir. Ég get ekki svarað því. En þegar hann er á milli varamannabekkjanna þá verða meiri læti,“ sagði Gummi. „Hann er alla vega með yfirburða spjaldatölfræði þegar maður renndi í gegnum alla dómarana í deildinni sem hafa verið fjórði dómari. Svo er hann kominn með fimm rauð í Lengjudeildinni sem aðaldómari. Kannski er hann nýi „Rauði baróninn“?“ sagði Baldur og vísaði í gælunafn dómarans fyrrverandi Garðars Arnar Hinrikssonar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Spjaldaglaður fjórði dómari
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira