Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 09:29 Gunnar Oddur Hafliðason virðist kalla meira eftir spjöldum á varamannabekki liðanna í Bestu deild karla, en aðrir dómarar, samkvæmt Stúkunni. vísir/Diego Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. Gunnar Oddur var fjórði dómari í leik Vals og Stjörnunnar á mánudagskvöld. Dómari í því hlutverki er staðsettur á milli varamannabekkja liðanna og jafnan meira í samskiptum við þjálfara liðanna en aðaldómari leiksins sem er úti á vellinum. Gunnar Oddur kallaði eftir rauðu spjaldi í leiknum, á Kjartan Sturluson markmannsþjálfara Vals, og er Kjartan sjötti maðurinn sem þrátt fyrir að vera utan vallar fær rautt spjald í sumar, á leikjum Gunnars Odds sem fjórða dómara. Spjöldin sem Gunnar Oddur hefur kallað eftir í Bestu deild karla í sumar, sem fjórði dómari.Stöð 2 Sport Inn í yfirlitið hér að ofan vantar rauða spjaldið sem Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk í lok leiks gegn KR 1. september. „Um leið og ég sá þetta gerast hugsaði ég hvort að Gunnar Oddur væri fjórði dómari. Þetta er að gerast dálítið oft,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni, um það þegar Kjartan fékk rauða spjaldið. Nýi Rauði baróninn? Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sagði erfitt að svara því hvers vegna spjöldin færu ítrekað á loft þegar Gunnar Oddur væri á milli varamannabekkjanna: „Annað hvort er hann undir óvenju miklum árásum frá varamannabekkjunum, eða að hann er viðkvæmari en hinir. Ég get ekki svarað því. En þegar hann er á milli varamannabekkjanna þá verða meiri læti,“ sagði Gummi. „Hann er alla vega með yfirburða spjaldatölfræði þegar maður renndi í gegnum alla dómarana í deildinni sem hafa verið fjórði dómari. Svo er hann kominn með fimm rauð í Lengjudeildinni sem aðaldómari. Kannski er hann nýi „Rauði baróninn“?“ sagði Baldur og vísaði í gælunafn dómarans fyrrverandi Garðars Arnar Hinrikssonar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Spjaldaglaður fjórði dómari Besta deild karla Stúkan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Gunnar Oddur var fjórði dómari í leik Vals og Stjörnunnar á mánudagskvöld. Dómari í því hlutverki er staðsettur á milli varamannabekkja liðanna og jafnan meira í samskiptum við þjálfara liðanna en aðaldómari leiksins sem er úti á vellinum. Gunnar Oddur kallaði eftir rauðu spjaldi í leiknum, á Kjartan Sturluson markmannsþjálfara Vals, og er Kjartan sjötti maðurinn sem þrátt fyrir að vera utan vallar fær rautt spjald í sumar, á leikjum Gunnars Odds sem fjórða dómara. Spjöldin sem Gunnar Oddur hefur kallað eftir í Bestu deild karla í sumar, sem fjórði dómari.Stöð 2 Sport Inn í yfirlitið hér að ofan vantar rauða spjaldið sem Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk í lok leiks gegn KR 1. september. „Um leið og ég sá þetta gerast hugsaði ég hvort að Gunnar Oddur væri fjórði dómari. Þetta er að gerast dálítið oft,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni, um það þegar Kjartan fékk rauða spjaldið. Nýi Rauði baróninn? Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sagði erfitt að svara því hvers vegna spjöldin færu ítrekað á loft þegar Gunnar Oddur væri á milli varamannabekkjanna: „Annað hvort er hann undir óvenju miklum árásum frá varamannabekkjunum, eða að hann er viðkvæmari en hinir. Ég get ekki svarað því. En þegar hann er á milli varamannabekkjanna þá verða meiri læti,“ sagði Gummi. „Hann er alla vega með yfirburða spjaldatölfræði þegar maður renndi í gegnum alla dómarana í deildinni sem hafa verið fjórði dómari. Svo er hann kominn með fimm rauð í Lengjudeildinni sem aðaldómari. Kannski er hann nýi „Rauði baróninn“?“ sagði Baldur og vísaði í gælunafn dómarans fyrrverandi Garðars Arnar Hinrikssonar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Spjaldaglaður fjórði dómari
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira