„Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 17:03 Helena Ólafsdóttir þjálfaði bæði Gígju Valgerði Harðardóttur og Kristrúnu Rut Antonsdóttur en til skamms tíma. stöð 2 sport Þær Gígja Valgerður Harðardóttir, leikmaður Víkings, og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti fyrir næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Gígja og stöllur hennar í Víkingi taka á móti Val í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu á morgun. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en stefna á að komast upp í það þriðja. „Við höfum sagt að við stefnum eins hátt og við getum fyrst við erum ekki að fara að keppa um titilinn. Við stefnum á 3. sætið. Eins höfum við stefnt að því að ná stigum gegn öllum liðunum í sumar og við eigum eftir að ná stigum gegn Val þannig að við eigum eftir að ná því markmiði,“ sagði Gígja. Helena benti á að Gígja hefði sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og í sumar. Hún var sjálf hógvær þegar talið barst að eigin frammistöðu. „Það er engin leyniuppskrift. En þegar maður er með marga bolta á lofti - ég er með tvær dætur heima - þannig að maður vill leggja sig fram þann tíma sem maður eyðir í fótboltann. Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli þegar maður er búinn að taka sér smá pásu og ekki vera á fullu. Fyrir þetta tímabil langaði mig að fara á fullt aftur og spila í efstu deild. Þá leggur maður enn harðar að sér og uppsker samkvæmt því,“ sagði Gígja. Hvaða lið ætti að vilja mig? Þróttur er aftur á móti í 5. sæti deildarinnar og á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Þór/KA. Kristrún gekk í raðir Þróttar frá Selfossi fyrir þetta tímabil. Selfyssingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra og Kristrún viðurkennir að það hafi sviðið. „Maður fær alltaf smá skot á sjálfstraustið þegar liðið manns fellur eða er búið að vera í vandræðum lengi. Maður hugsar alltaf: Maður var að falla, hvaða lið ætti að vilja mig? En ég hafði einhverja trú á sjálfri mér og hef alveg leiki og reynslu til að bakka það upp,“ sagði Kristrún. Klippa: Besta upphitunin - 22. umferð Þróttarar byrjuðu tímabilið illa en náðu sér svo betur á strik eftir því sem á sumarið leið. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson sem er á sínu fyrsta tímabili í kvennaboltanum. „Þetta var svolítið sérstakt því það var búin að vera svo mikil seigla í liðinu á undirbúningstímabilinu og mikill framgangur. Það var svolítið erfitt að taka við þessum höggum því við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera rangt. En það er einhver ákveðinn tími sem það tekur nýjan þjálfara að koma inn, allt er að mótast og smella saman. ,“ sagði Kristrún. „Það sem mér fannst halda okkur öllum saman var að Óli var alltaf þarna til að bakka okkur upp. Hann var alltaf: Ég tek bara ábyrgðina. Við höfðum alltaf trú á hvorri annarri og getu okkar sem liðs því við höfðum fundið það á einhverjum tímapunkti á undirbúningstímabilinu.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Gígja og stöllur hennar í Víkingi taka á móti Val í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu á morgun. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en stefna á að komast upp í það þriðja. „Við höfum sagt að við stefnum eins hátt og við getum fyrst við erum ekki að fara að keppa um titilinn. Við stefnum á 3. sætið. Eins höfum við stefnt að því að ná stigum gegn öllum liðunum í sumar og við eigum eftir að ná stigum gegn Val þannig að við eigum eftir að ná því markmiði,“ sagði Gígja. Helena benti á að Gígja hefði sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og í sumar. Hún var sjálf hógvær þegar talið barst að eigin frammistöðu. „Það er engin leyniuppskrift. En þegar maður er með marga bolta á lofti - ég er með tvær dætur heima - þannig að maður vill leggja sig fram þann tíma sem maður eyðir í fótboltann. Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli þegar maður er búinn að taka sér smá pásu og ekki vera á fullu. Fyrir þetta tímabil langaði mig að fara á fullt aftur og spila í efstu deild. Þá leggur maður enn harðar að sér og uppsker samkvæmt því,“ sagði Gígja. Hvaða lið ætti að vilja mig? Þróttur er aftur á móti í 5. sæti deildarinnar og á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Þór/KA. Kristrún gekk í raðir Þróttar frá Selfossi fyrir þetta tímabil. Selfyssingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra og Kristrún viðurkennir að það hafi sviðið. „Maður fær alltaf smá skot á sjálfstraustið þegar liðið manns fellur eða er búið að vera í vandræðum lengi. Maður hugsar alltaf: Maður var að falla, hvaða lið ætti að vilja mig? En ég hafði einhverja trú á sjálfri mér og hef alveg leiki og reynslu til að bakka það upp,“ sagði Kristrún. Klippa: Besta upphitunin - 22. umferð Þróttarar byrjuðu tímabilið illa en náðu sér svo betur á strik eftir því sem á sumarið leið. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson sem er á sínu fyrsta tímabili í kvennaboltanum. „Þetta var svolítið sérstakt því það var búin að vera svo mikil seigla í liðinu á undirbúningstímabilinu og mikill framgangur. Það var svolítið erfitt að taka við þessum höggum því við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera rangt. En það er einhver ákveðinn tími sem það tekur nýjan þjálfara að koma inn, allt er að mótast og smella saman. ,“ sagði Kristrún. „Það sem mér fannst halda okkur öllum saman var að Óli var alltaf þarna til að bakka okkur upp. Hann var alltaf: Ég tek bara ábyrgðina. Við höfðum alltaf trú á hvorri annarri og getu okkar sem liðs því við höfðum fundið það á einhverjum tímapunkti á undirbúningstímabilinu.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira