Linda beindi Sammy Smith til Íslands: „Hugsaði mig ekki tvisvar um“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 10:02 Sammy Smith hefur skorað 29 mörk í 28 leikjum með íslenskum félagsliðum. vísir/sigurjón Árið 2024 hefur verið draumi líkast fyrir Sammy Rose Smith, 23 ára bandaríska fótboltakonu, sem hefur leikið með FHL og Breiðabliki í sumar. Hún er hæstánægð með tímabilið enda gæti hún unnið bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. Sammy hóf sumarið með FHL í Lengjudeildinni og skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem vann deildina. Í síðasta mánuði gekk hún svo í raðir Breiðabliks og hefur þar skorað sjö mörk í fimm deildarleikjum. Þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla gegn Þór/KA á sunnudaginn. Blikar eru með eins stigs forskot á Valskonur á toppi deildarinnar. „Þetta hefur verið súrrealískt. Þetta hefur verið mjög gaman. Ég er mjög glöð að ég sé hérna og þetta hafi farið eins og þetta hefur farið. Þetta byrjaði fyrir austan og núna er ég hérna í bænum. Þetta hefði held ég ekki getað farið betur,“ sagði Sammy í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sem fyrr sagði gæti Sammy náð þeim einstaka áfanga að vinna bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. „Það væri mjög svalt. Það er klárlega markmið hjá mér. En ég tek bara einn leik fyrir í einu. Vonandi get ég hjálpað þessu liði að vinna þessa deild,“ sagði Sammy. Sló bara til Hún er frá Boston og lék með Lindu Líf Boama, leikmanni Víkings, í Boston háskólanum. Linda mælti með því að Sammy kæmi til Íslands ef tækifæri byðist og hún tók hana á orðinu. „Hún sagði alltaf að ef ég vildi spila sem atvinnumaður gæti ég gert það á Íslandi. Þegar umboðsmaðurinn minn sagði að íslenskt lið vildi fá mig hugsaði ég mig ekki tvisvar um og sló bara til. Ég endaði fyrir austan og núna er ég hérna,“ sagði Sammy. Sammy og stöllur hennar í Breiðabliki taka á móti FH á laugardaginn.vísir/sigurjón Hún hefur smellpassað inn í lið Breiðabliks og segist raunar aldrei hafa spilað í jafn góðu liði. „Þetta lið er svo gott og við spilum svona vel saman. Ég veit ekki hvort ég hef verið í liði sem hefur spilað svona vel saman. Það vantar ekkert í liðið okkar. Þetta virkar inni á vellinum og við erum að gera vel,“ sagði Sammy. Hefndarleikur Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í lokaumferð Bestu deildarinnar. Yfirgnæfandi líkur er á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Það væri hefndarleikur fyrir mig því fyrsti leikurinn sem ég spilaði með Breiðabliki var nokkrum dögum eftir að ég kom hingað gegn Val. Þetta er klárlega hefndarleikur fyrir mig,“ sagði Sammy og vísaði til tapsins fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Sammy? „Það er frábær spurning. Ég er að skoða kostina í stöðunni. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram hjá Breiðabliki. Þetta er frábær félag og ég dýrka stelpurnar. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram en ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Sammy að lokum. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Sammy hóf sumarið með FHL í Lengjudeildinni og skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem vann deildina. Í síðasta mánuði gekk hún svo í raðir Breiðabliks og hefur þar skorað sjö mörk í fimm deildarleikjum. Þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla gegn Þór/KA á sunnudaginn. Blikar eru með eins stigs forskot á Valskonur á toppi deildarinnar. „Þetta hefur verið súrrealískt. Þetta hefur verið mjög gaman. Ég er mjög glöð að ég sé hérna og þetta hafi farið eins og þetta hefur farið. Þetta byrjaði fyrir austan og núna er ég hérna í bænum. Þetta hefði held ég ekki getað farið betur,“ sagði Sammy í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sem fyrr sagði gæti Sammy náð þeim einstaka áfanga að vinna bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. „Það væri mjög svalt. Það er klárlega markmið hjá mér. En ég tek bara einn leik fyrir í einu. Vonandi get ég hjálpað þessu liði að vinna þessa deild,“ sagði Sammy. Sló bara til Hún er frá Boston og lék með Lindu Líf Boama, leikmanni Víkings, í Boston háskólanum. Linda mælti með því að Sammy kæmi til Íslands ef tækifæri byðist og hún tók hana á orðinu. „Hún sagði alltaf að ef ég vildi spila sem atvinnumaður gæti ég gert það á Íslandi. Þegar umboðsmaðurinn minn sagði að íslenskt lið vildi fá mig hugsaði ég mig ekki tvisvar um og sló bara til. Ég endaði fyrir austan og núna er ég hérna,“ sagði Sammy. Sammy og stöllur hennar í Breiðabliki taka á móti FH á laugardaginn.vísir/sigurjón Hún hefur smellpassað inn í lið Breiðabliks og segist raunar aldrei hafa spilað í jafn góðu liði. „Þetta lið er svo gott og við spilum svona vel saman. Ég veit ekki hvort ég hef verið í liði sem hefur spilað svona vel saman. Það vantar ekkert í liðið okkar. Þetta virkar inni á vellinum og við erum að gera vel,“ sagði Sammy. Hefndarleikur Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í lokaumferð Bestu deildarinnar. Yfirgnæfandi líkur er á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Það væri hefndarleikur fyrir mig því fyrsti leikurinn sem ég spilaði með Breiðabliki var nokkrum dögum eftir að ég kom hingað gegn Val. Þetta er klárlega hefndarleikur fyrir mig,“ sagði Sammy og vísaði til tapsins fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Sammy? „Það er frábær spurning. Ég er að skoða kostina í stöðunni. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram hjá Breiðabliki. Þetta er frábær félag og ég dýrka stelpurnar. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram en ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Sammy að lokum. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira