Linda beindi Sammy Smith til Íslands: „Hugsaði mig ekki tvisvar um“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 10:02 Sammy Smith hefur skorað 29 mörk í 28 leikjum með íslenskum félagsliðum. vísir/sigurjón Árið 2024 hefur verið draumi líkast fyrir Sammy Rose Smith, 23 ára bandaríska fótboltakonu, sem hefur leikið með FHL og Breiðabliki í sumar. Hún er hæstánægð með tímabilið enda gæti hún unnið bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. Sammy hóf sumarið með FHL í Lengjudeildinni og skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem vann deildina. Í síðasta mánuði gekk hún svo í raðir Breiðabliks og hefur þar skorað sjö mörk í fimm deildarleikjum. Þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla gegn Þór/KA á sunnudaginn. Blikar eru með eins stigs forskot á Valskonur á toppi deildarinnar. „Þetta hefur verið súrrealískt. Þetta hefur verið mjög gaman. Ég er mjög glöð að ég sé hérna og þetta hafi farið eins og þetta hefur farið. Þetta byrjaði fyrir austan og núna er ég hérna í bænum. Þetta hefði held ég ekki getað farið betur,“ sagði Sammy í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sem fyrr sagði gæti Sammy náð þeim einstaka áfanga að vinna bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. „Það væri mjög svalt. Það er klárlega markmið hjá mér. En ég tek bara einn leik fyrir í einu. Vonandi get ég hjálpað þessu liði að vinna þessa deild,“ sagði Sammy. Sló bara til Hún er frá Boston og lék með Lindu Líf Boama, leikmanni Víkings, í Boston háskólanum. Linda mælti með því að Sammy kæmi til Íslands ef tækifæri byðist og hún tók hana á orðinu. „Hún sagði alltaf að ef ég vildi spila sem atvinnumaður gæti ég gert það á Íslandi. Þegar umboðsmaðurinn minn sagði að íslenskt lið vildi fá mig hugsaði ég mig ekki tvisvar um og sló bara til. Ég endaði fyrir austan og núna er ég hérna,“ sagði Sammy. Sammy og stöllur hennar í Breiðabliki taka á móti FH á laugardaginn.vísir/sigurjón Hún hefur smellpassað inn í lið Breiðabliks og segist raunar aldrei hafa spilað í jafn góðu liði. „Þetta lið er svo gott og við spilum svona vel saman. Ég veit ekki hvort ég hef verið í liði sem hefur spilað svona vel saman. Það vantar ekkert í liðið okkar. Þetta virkar inni á vellinum og við erum að gera vel,“ sagði Sammy. Hefndarleikur Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í lokaumferð Bestu deildarinnar. Yfirgnæfandi líkur er á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Það væri hefndarleikur fyrir mig því fyrsti leikurinn sem ég spilaði með Breiðabliki var nokkrum dögum eftir að ég kom hingað gegn Val. Þetta er klárlega hefndarleikur fyrir mig,“ sagði Sammy og vísaði til tapsins fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Sammy? „Það er frábær spurning. Ég er að skoða kostina í stöðunni. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram hjá Breiðabliki. Þetta er frábær félag og ég dýrka stelpurnar. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram en ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Sammy að lokum. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Sammy hóf sumarið með FHL í Lengjudeildinni og skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem vann deildina. Í síðasta mánuði gekk hún svo í raðir Breiðabliks og hefur þar skorað sjö mörk í fimm deildarleikjum. Þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla gegn Þór/KA á sunnudaginn. Blikar eru með eins stigs forskot á Valskonur á toppi deildarinnar. „Þetta hefur verið súrrealískt. Þetta hefur verið mjög gaman. Ég er mjög glöð að ég sé hérna og þetta hafi farið eins og þetta hefur farið. Þetta byrjaði fyrir austan og núna er ég hérna í bænum. Þetta hefði held ég ekki getað farið betur,“ sagði Sammy í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sem fyrr sagði gæti Sammy náð þeim einstaka áfanga að vinna bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. „Það væri mjög svalt. Það er klárlega markmið hjá mér. En ég tek bara einn leik fyrir í einu. Vonandi get ég hjálpað þessu liði að vinna þessa deild,“ sagði Sammy. Sló bara til Hún er frá Boston og lék með Lindu Líf Boama, leikmanni Víkings, í Boston háskólanum. Linda mælti með því að Sammy kæmi til Íslands ef tækifæri byðist og hún tók hana á orðinu. „Hún sagði alltaf að ef ég vildi spila sem atvinnumaður gæti ég gert það á Íslandi. Þegar umboðsmaðurinn minn sagði að íslenskt lið vildi fá mig hugsaði ég mig ekki tvisvar um og sló bara til. Ég endaði fyrir austan og núna er ég hérna,“ sagði Sammy. Sammy og stöllur hennar í Breiðabliki taka á móti FH á laugardaginn.vísir/sigurjón Hún hefur smellpassað inn í lið Breiðabliks og segist raunar aldrei hafa spilað í jafn góðu liði. „Þetta lið er svo gott og við spilum svona vel saman. Ég veit ekki hvort ég hef verið í liði sem hefur spilað svona vel saman. Það vantar ekkert í liðið okkar. Þetta virkar inni á vellinum og við erum að gera vel,“ sagði Sammy. Hefndarleikur Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í lokaumferð Bestu deildarinnar. Yfirgnæfandi líkur er á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Það væri hefndarleikur fyrir mig því fyrsti leikurinn sem ég spilaði með Breiðabliki var nokkrum dögum eftir að ég kom hingað gegn Val. Þetta er klárlega hefndarleikur fyrir mig,“ sagði Sammy og vísaði til tapsins fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Sammy? „Það er frábær spurning. Ég er að skoða kostina í stöðunni. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram hjá Breiðabliki. Þetta er frábær félag og ég dýrka stelpurnar. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram en ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Sammy að lokum. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira