Handbolti

Sigursteinn Arndal: Vorum í basli í varnarleiknum

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með 34-34 jafntefli FH gegn serbneska liðinu Partizan nú í kvöld. Eftir að hafa verið að elta að mestu í fyrri hálfleik byrjaði liðið seinni hálfleikinn mjög vel og var með þriggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Sigursteinn segir að liðið hafi átt að gera betur í ljósi þess að hver staðan var undir lok leiksins.

Handbolti

Umfjöllun og viðtal: FH - RK Partizan 34-34 | FH glutraði unnum leik niður í jafntefli

Það var heldur betur slegið til veislu í Kaplakrika nú í kvöld þegar FH lék sinn 99. Evrópuleik. Andstæðingur FH var serbneska liðið Partizan frá Belgrad. Leikurinn var í annarri umferð Evrópubikar karla en fyrir þennan leik hafði FH slegið út gríska liðið Diomidis Argous. Eftir afar dramatískar lokamínútur varð 34-34 jafntefli niðurstaðan hér í Kaplakrika.

Handbolti

Elliði með ellefu og Gummersbach kleif upp fyrir Kiel

Elliði Snær Viðarsson var markahæstur með 11 mörk í 37-31 sigri Gummersbach gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Í næstefstu deild hömpuðu Bjarni Ófeigur og Sveinn Jóhannsson sigri með liðsfélögum sínum í Minden. 

Handbolti

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Lúxemborg 32-14 | Öruggur sigur í fyrsta leik undankeppni EM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók á móti Lúxemborg í forkeppni EM 2024 sem haldið verður Austurríki, Ungverjalandi og Sviss á næsta ári. Þetta var fyrsti leikur liðsins í riðlinum en ásamt Íslandi og Lúxemborg eru það Færeyjar og Svíþjóð sem mynda riðilinn. Svo fór að lokum að Ísland vann feikilega öruggan sigur á liði Lúxemborgar. Lokatölur 32-14 fyrir Ísland.

Handbolti

Vals­menn enn ó­sigraðir

Valur lagði Stjörnuna með sex marka mun í eina leik kvöldsins í Olís-deild karla í handbolta, lokatölur 34-28. Valur er með fullt hús stiga að loknum sex umferðum á meðan Stjarnan er í basli.

Handbolti

Viggó með níu mörk í sigri Leipzig

Viggó Kristjánsson varð markahæstur allra með níu mörk í 28-22 sigri liðsins gegn Lemgo. Andri Már Rúnarsson gerði sömuleiðis tvö mörk og faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, stýrði Leipzig liðinu.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-32 | Öruggt hjá gestunum

Fram tók á móti FH í 5. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn var FH í öðru sæti deildarinnar með átta stig á meðan Fram sat í því áttunda með þrjú. Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem unnu sannfærandi átta marka sigur í dag gegn lánlausum Framörum, lokatölur 24-32.

Handbolti

Haukar og Víkingur með sigra

Haukar unnu öruggan 11 marka sigur á Gróttu í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 39-28. Nýliðar Víkings unnu frábæran útisigur á Selfossi, lokatölur 19-21.

Handbolti