Blomberg-Lippe vann þá ellefu marka sigur á BSV Sachsen Zwickau, 31-20, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10.
Díana var þarna að mæta sínum gömlu félögum en hún spilaði með Zwickau í fjögur ár og var fyrirliði liðsins undir lokin.
Díana klikkaði á fyrstu tveimur skotum sínum en skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum.
Hún kom alls að fjórum mörkum því hún átti einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína.
Blomberg-Lippe hefur unnið tvo fyrstu leiki ársins og er í fjórða sæti deildarinnar með fimmtán stig úr tólf leikjum.