Það sauð upp úr í leiknum þegar Katarbúar voru í sókn og aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum.
Brotið var á Katarbúanum Frankis Marzo og hann var mjög ósáttur við móttökur mótherjanna. Hann virtist sparka til leikmanna Slóveníu og slóvensku leikmennirnir brugðust mjög illa við því.
Bæði leikmennirnir sem voru inn á vellinum sem og þeir sem voru á bekknum hlupu í átt að Marzo og úr urðu átök á milli manna. Liðsfélagar Marzo reyndu að stíga á milli og koma sínum manni undan. Það var tekist á um tíma áður en tókst að leysa málin.
Marzo endaði á því að fá blátt spjald, það er rautt spjald með skýrslu. Ekki oft sem við sjáum slíkt i æfingaleik.
Slóvenar voru fjórum mörkum yfir í leiknum þegar ativkið gerðist, 31-27. Slóvenar unnu leikinn á endanum með átta marka mun 38-30.
Ísland mætir Slóveníu í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu en strákarnir okkar spila áður við Grænhöfðaeyjar og Kúbu.
Danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen sagði frá látunum og birti myndband af slagsmálum leikmanna sem sjá má hér fyrir neðan.
Here we go😳🤯
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 7, 2025
It’s just escalated in the friendly between Slovenia and Qatar. Blue card for Frankis Marzo.
📹: RTV Slovenija #handball pic.twitter.com/70UvNcVicF