Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 10:45 Elvar Örn Jónsson var mættur á æfingu í Víkinni á föstudag en gat ekki tekið fullan þátt vegna meiðsla. vísir/Ívar Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen. Elvar er að jafna sig af meiðslum og hefur ekki tekið fullan þátt í fyrstu æfingum landsliðsins sem kom saman til æfinga á Íslandi fyrir þremur dögum. Hann ræddi við Vísi í Víkinni á föstudaginn og má sjá viðtalið í spilaranum hér að neðan. Klippa: Elvar Örn gæti orðið meistari í Þýskalandi Ísland byrjar HM á leik við Grænhöfðaeyjar eftir ellefu daga, fimmtudagskvöldið 16. janúar, og þá ætti Elvar að vera klár í slaginn. Hann vonast meira að segja til að geta spilað vináttulandsleikina við Svíþjóð ytra, 9. og 11. janúar. Stefnir á leikina við Svíþjóð „Það kom smávægileg tognun í rassvöðvann í næstsíðasta leiknum [með Melsungen í desember]. Ég þurfti að hætta í þeim leik og spilaði ekki síðasta leikinn. Svo kom í ljós að þetta var fyrstu gráðu tognun, sem þýðir 2-3 vikur. Vonandi verð ég kominn í bolta [í vikunni sem hófst í dag],“ sagði Elvar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég tel HM ekki vera í hættu. Ég ætla að reyna að ná þessum Svíaleikjum til að komast í gang,“ bætti hann við en fyrri leikurinn við Svía er í Kristianstad á fimmtudaginn og sá seinni í Malmö næsta laugardag. Lið Elvars komið mörgum á óvart Elvar er ekki bara lykilmaður í landsliðinu heldur einnig hjá Melsungen sem er með fjögurra stiga forskot í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Elvar ætti því að mæta fullur sjálfstrausts á HM: „Já klárlega. Okkur hefur gengið gríðarlega vel. Spilað frábærlega og komið svolítið mörgum á óvart. Mér líður mjög vel í líkamanum og kem gríðarlega klár í þetta mót.“ En er hann bjartsýnn á að landa titli í vor? „Það er erfið spurning. En það er búið að ganga mjög vel og það hefur allt gengið upp, sérstaklega á móti stóru liðunum. Við þurfum bara að taka stöðuna í mars-apríl og sjá hvar við stöndum þá.“ Gísli, Ómar og Janus gefið góða innsýn Ljóst er að Elvar yfirgefur Melsungen í sumar því hann hefur samið við Magdeburg og er spenntur fyrir komunni þangað: „Gísli og Ómar eru þarna nú þegar og það er alltaf gott að vera með Íslendinga í liðinu. Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er heimsklassaklúbbur og ég er spenntur að fara þangað og gera eitthvað gott,“ sagði Elvar sem hefur að sjálfsögðu rætt við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon og Janus Daða Smárason um reynslu þeirra af Melsungen: „Maður er búinn að fá innsýn í hvernig klúbburinn er og það hljómar allt mjög vel.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Tengdar fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. 4. janúar 2025 11:02 Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00 Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31 „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00 „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Fleiri fréttir Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Sjá meira
Elvar er að jafna sig af meiðslum og hefur ekki tekið fullan þátt í fyrstu æfingum landsliðsins sem kom saman til æfinga á Íslandi fyrir þremur dögum. Hann ræddi við Vísi í Víkinni á föstudaginn og má sjá viðtalið í spilaranum hér að neðan. Klippa: Elvar Örn gæti orðið meistari í Þýskalandi Ísland byrjar HM á leik við Grænhöfðaeyjar eftir ellefu daga, fimmtudagskvöldið 16. janúar, og þá ætti Elvar að vera klár í slaginn. Hann vonast meira að segja til að geta spilað vináttulandsleikina við Svíþjóð ytra, 9. og 11. janúar. Stefnir á leikina við Svíþjóð „Það kom smávægileg tognun í rassvöðvann í næstsíðasta leiknum [með Melsungen í desember]. Ég þurfti að hætta í þeim leik og spilaði ekki síðasta leikinn. Svo kom í ljós að þetta var fyrstu gráðu tognun, sem þýðir 2-3 vikur. Vonandi verð ég kominn í bolta [í vikunni sem hófst í dag],“ sagði Elvar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég tel HM ekki vera í hættu. Ég ætla að reyna að ná þessum Svíaleikjum til að komast í gang,“ bætti hann við en fyrri leikurinn við Svía er í Kristianstad á fimmtudaginn og sá seinni í Malmö næsta laugardag. Lið Elvars komið mörgum á óvart Elvar er ekki bara lykilmaður í landsliðinu heldur einnig hjá Melsungen sem er með fjögurra stiga forskot í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Elvar ætti því að mæta fullur sjálfstrausts á HM: „Já klárlega. Okkur hefur gengið gríðarlega vel. Spilað frábærlega og komið svolítið mörgum á óvart. Mér líður mjög vel í líkamanum og kem gríðarlega klár í þetta mót.“ En er hann bjartsýnn á að landa titli í vor? „Það er erfið spurning. En það er búið að ganga mjög vel og það hefur allt gengið upp, sérstaklega á móti stóru liðunum. Við þurfum bara að taka stöðuna í mars-apríl og sjá hvar við stöndum þá.“ Gísli, Ómar og Janus gefið góða innsýn Ljóst er að Elvar yfirgefur Melsungen í sumar því hann hefur samið við Magdeburg og er spenntur fyrir komunni þangað: „Gísli og Ómar eru þarna nú þegar og það er alltaf gott að vera með Íslendinga í liðinu. Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er heimsklassaklúbbur og ég er spenntur að fara þangað og gera eitthvað gott,“ sagði Elvar sem hefur að sjálfsögðu rætt við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon og Janus Daða Smárason um reynslu þeirra af Melsungen: „Maður er búinn að fá innsýn í hvernig klúbburinn er og það hljómar allt mjög vel.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Tengdar fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. 4. janúar 2025 11:02 Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00 Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31 „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00 „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Fleiri fréttir Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Sjá meira
„Við eigum okkur allir drauma“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. 4. janúar 2025 11:02
Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00
Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31
„Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00
„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54