Innlent

Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld.

Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes
Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes einkum í átt að Reykjavík. Óvissustig er á veginum og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara.

Stór alda skall á óheppinn myndatökumann
Sjór gengur víða á land og hefur valdið tjóni á Seltjarnarnesi, Granda og við Sörlaskjól vestur í bæ í kvöld. Flætt hefur til að mynda yfir hringtorgið við Eiðsgranda.

Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón
Gjöf frá fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna var seldur á eina og hálfa milljón krónur á uppboði. Samband ungra sjálfstæðismanna stóð að uppboðinu.

„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“
Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig.

Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal
Ný lögreglustöð hefur verið opnuð í Vík í Mýrdal, sem mikil ánægja er með enda tilgangurinn að efla löggæslu á svæðinu og tryggja öryggi íbúa og ferðamanna. Sex lögreglumenn starfa á stöðinni.

Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum
Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins á sögulegum landsfundi og er þar með fyrsti kvenkyns formaður flokksins. Aðeins nítján atkvæðum munaði á Guðrúnu og mótframbjóðanda hennar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Tvær bílveltur með stuttu millibili
Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu. Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður.

„Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“
Allt of fá úrræði eru til staðar fyrir börn í miklum vanda að sögn umboðsmanns barna. Mikil bið er eftir þjónustu sem komi í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í þegar vandinn kemur upp. Barnamálaráðherra tekur undir og boðar úrbætur.

„Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“
Jens Garðar Helgason er nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Við tekur samstarf hans og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, nýkjörins formanns flokksins.

Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, var kjörin formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar í gær.

„Sigur er alltaf sigur“
Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar.

Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú
Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið.

„Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum
Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist.

Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins
Guðrún Hafsteinsdóttir var rétt í þessu kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hún vann formannskjörið gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og verður því tíundi formaður Sjálfstæðisflokksins.

Holtavörðuheiðinni lokað
Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað vegna færðar og veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi á svæðinu í kvöld.

Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum
Kosningum um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins er lokið en mun fljótt liggja fyrir hver mun gegna embættinu. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast um embættið.

Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin
Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun.

Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi
Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Kvikusöfnun heldur áfram
Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga.

Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn
Hinn árlegi Háskóladagur fór fram í gær. Allir háskólar landsins stóðu að viðburðinum og kynntu gesti fyrir þeim námsleiðum sem þeir hafa upp á að bjóða.

Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins
„Þessi er bara númer eitt. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt,“ segir einn reynslumesti flugvirki Icelandair, Kristján Þór Svavarsson, um Boeing 757-þotuna.

Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi
Í gærkvöldi var mikill sjógangur og hvasst á Seltjarnarnesi og bera myndir af ströndinni vott um ægimátt hafsins þegar illa viðrar. Það flæddi ofan í minnst sex kjallara og kröftugar öldurnar lömdust utan í sjávargarðana og dreifði stærðar grjóti um Suðurnesið.

Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV
Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands.

Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé
Úlfar Guðmundsson, prestur og fyrrverandi prófastur í Árnesprófastsdæmi stundar sín áhugamál af miklum krafti komin vel á níræðis aldur en það er snóker og bridds. Það sem meira er, Úlfar er lögblindur en lætur það ekki stoppa sig.

Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur.

Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi
Fordæmalaus staða er komin upp í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu eftir hitafund í Hvíta húsinu í gær. Leiðtogar Evrópuríkja hittast á fundi í Lundúnum á morgun til að þétta raðirnar í öryggis- og varnarmálum.

„Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í framboðsræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði áherslu á sameiningu flokksins í ræðu sinni.

Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst
Guðrún Hafsteinsdóttir kom víða við í framboðsræðu sinni til formanns Sjálfstæðisflokksins. Sem fyrr minnti hún á rætur sínar hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís en auk þess ræddi hún kosningaloforð sín, störf hennar í kjaraviðræðum og orðljóta verkalýðshreyfingu. Þá minntist hún flokksfélaga sem féll frá fyrir aldur fram og er saknað á fundinum.

Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi
Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis er fundarstjóri landsfundar Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni. Hann segir starfið vandasamt þar sem fundurinn er stór.