Innlent

Á ekki rétt á bótum eftir Hraun­bæjar­málið

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013.

Innlent

Maðurinn með níu líf

Guðmundur Hinrik Hjaltason húsasmíðameistari er sagður vera með níu líf. Í vikunni fór hann inn í logandi bíl, til að losa hann úr handbremsu. Aðgerðin bjargaði líklega húsi Guðmundar frá eldsvoða.

Innlent

„Þetta snýst bara um skyn­semi“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd.

Innlent

Vildu ekki greiða at­kvæði um Euro­vision þátt­töku Ís­lands

Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar.

Innlent

„Verður Grundartangi fal­legri eða ljótari ef við setjum vind­myllur þar?“

Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorkugarðar byggist þar upp og aðeins á að setja upp vindmyllur á svæðum sem teljast þegar röskuð. Þetta er meðal tillaga sem starfshópur hefur skilað til umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir mmikilvægt að byggja upp græna orku en hlífa náttúruperlum.

Innlent

Ekki rætt að stíga inn í deiluna með laga­setningu

Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Mikil röskun verður á flugi þegar verkfall flugumferðarstjóra skellur aftur á nótt. Við ræðum málið í fréttatímanum okkar klukkan 18:30 við Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra sem vill að deiluaðilar leysi málið sem fyrst. Við tölum líka við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um áhrif verkfallsins í beinni útsendingu.

Innlent

Skilur vel ó­sátt smá­ríki sem finna mest fyrir á­hrifunum

Tímamótasamkomulagi var náð á Cop28 loftslagsráðstefnunni í Dúbaí í morgun, þar sem ríki heims eru hvött til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Fjöldi ríkja lýsti því yfir að ekki sé gengið nógu langt með samkomulaginu en formaður íslensku sendinefndarinnar telur það ganga eins langt og mögulegt er á þessari stundu.

Innlent

Fimm erfið starfs­manna­mál litin al­var­legum augum

Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum

Innlent

Bein út­sending: Kynna til­lögur starfs­hóps um vindorku

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í júlí 2022 þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um drög að lögum og reglugerð um vindorku, með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku, jafnframt því að tekið verði tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Starfshópurinn hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum.

Innlent

Flutninga­bíll á hliðina við Fitjar

Flutningabíll fór á hliðina við stóra hringtorgið við Fitjar á Reykjanesbraut við samnefndan bæ á leiðinni vestur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu slasaðist enginn alvarlega.

Innlent

Rýmka reglur fyrir Grind­víkinga

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Rýming fer nú fram eftir kl. 21 á kvöldin.

Innlent

Segir bók Þor­valdar rugl frá upp­hafi til enda

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, mætti í Bítið í morgun til að ræða bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítuna – spillingarsögu. Jón Steinar sagði ekki eitt einasta atriði sem þar er um sig skrifað, í bók ef bók skyldi kalla, halda vatni.

Innlent

Sagði frið ekki nást án rétt­lætis

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Innlent

Birta hættir sem vara­frétta­stjóri

Birta Björnsdóttir varafréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu hefur ákveðið að einbeita sér alfarið að starfi sínu sem yfirmaður erlendra frétta hjá RÚV. Ragnhildur Thorlacius tekur við sem varafréttastjóri ásamt Valgeiri Erni Ragnarssyni um áramótin.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um neyðarfund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í gærkvöldi en þar var ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Innlent

Þver­tekur fyrir kröfu um 25 prósenta launa­hækkun

Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjórar, segir ekkert til í því að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Almenningsálitið hafi aldrei verið með flugumferðarstjórum í liði og meðallaun komi kjaraviðræðum ekkert við.

Innlent