Stórskemmdi grasflötina við Höfða Kolbeinn Tumi Daðason og Kjartan Kjartansson skrifa 20. febrúar 2025 13:19 Rútan er pikkföst. Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni okkar á staðnum er bílstjórinn óreyndur og taldi sig geta snúið rútunni við á túninu. Það gekk ekki og er rútan pikkföst á túninu. Lögregla er mætt á vettvang til að greiða úr málum. Vísir var í beinni frá vettvangi. Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ásmundur Einarson, eigandi ME Travel, segir í samtali við Vísi að rútan og bílstjóri hennar hafi verið á vegum fyrirtækisins með hóp erlendra ferðamanna. Bílstjórinn sé ung stúlka sem var nýbyrjuð að aka rútunni. Hún hafi reynt að snúa rútunni við fyrir framan Höfða en farið upp á kant og rútan þá byrjað að sökkva niður. Ökumaðurinn hafi haldið áfram og fest sig í óðagoti. „Við berum náttúrulega bara fulla ábyrgð á þessu tjóni og bætum fyrir þann skaða sem orðið hefur ,“ segir hann. Kranabílar séu nú á leiðinni til þess að losa rútuna. Ásmundur segir að búið sé að þrengja svo að umferð við Höfða að það sé að verða ótæ kt að fara þar um á rútu. Förin eftir rútuna eru greinileg á túninu. Lögregla er mætt á vettvang.Vísir/Bjarki Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með Höfða, hafði ekki heyrt af uppákomunni þegar fréttamaður náði af henni tali. Hún ætlaði að kanna málið. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir leiðinlegt að sjá farið svo illa með grasið við Höfða og að borgin muni láta kanna tjónið. Gott sé að ekki hafi orðið slys á fólki. Hún segir að passað hafi verið vel upp á grasið við Höfða. Þannig hafi til dæmis verið gætt sérstaklega að því þegar samið var um afnot af Höfða fyrir tökur á bandarískri kvikmynd um leiðtogafundinn í fyrra. Höfði er vinsæll ferðamannastaður enda fór leiðtogafundur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovíetríkjanna fram þar í október 1986. Fleiri myndir af vettvangi má sjá að neðan. Ferðamenn hafa yfirgefið rútuna og fylgjast með gangi mála.vísir/Bjarki Ljóst er að rútan þarf aðstoð til að komast út af grasinu.Vísir/Bjarki Dekkið er djúpt í grasinu.Vísir/Bjarki Uppfært klukkan 14:45 Búið er að koma rútunni út af grasflötinni með frekari skemmdum á grasinu auk þess sem stuðari aftan á rútunni gaf sig. Sjá má upptöku af björgunaraðgerðum í spilaranum að ofan. Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni okkar á staðnum er bílstjórinn óreyndur og taldi sig geta snúið rútunni við á túninu. Það gekk ekki og er rútan pikkföst á túninu. Lögregla er mætt á vettvang til að greiða úr málum. Vísir var í beinni frá vettvangi. Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ásmundur Einarson, eigandi ME Travel, segir í samtali við Vísi að rútan og bílstjóri hennar hafi verið á vegum fyrirtækisins með hóp erlendra ferðamanna. Bílstjórinn sé ung stúlka sem var nýbyrjuð að aka rútunni. Hún hafi reynt að snúa rútunni við fyrir framan Höfða en farið upp á kant og rútan þá byrjað að sökkva niður. Ökumaðurinn hafi haldið áfram og fest sig í óðagoti. „Við berum náttúrulega bara fulla ábyrgð á þessu tjóni og bætum fyrir þann skaða sem orðið hefur ,“ segir hann. Kranabílar séu nú á leiðinni til þess að losa rútuna. Ásmundur segir að búið sé að þrengja svo að umferð við Höfða að það sé að verða ótæ kt að fara þar um á rútu. Förin eftir rútuna eru greinileg á túninu. Lögregla er mætt á vettvang.Vísir/Bjarki Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með Höfða, hafði ekki heyrt af uppákomunni þegar fréttamaður náði af henni tali. Hún ætlaði að kanna málið. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir leiðinlegt að sjá farið svo illa með grasið við Höfða og að borgin muni láta kanna tjónið. Gott sé að ekki hafi orðið slys á fólki. Hún segir að passað hafi verið vel upp á grasið við Höfða. Þannig hafi til dæmis verið gætt sérstaklega að því þegar samið var um afnot af Höfða fyrir tökur á bandarískri kvikmynd um leiðtogafundinn í fyrra. Höfði er vinsæll ferðamannastaður enda fór leiðtogafundur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovíetríkjanna fram þar í október 1986. Fleiri myndir af vettvangi má sjá að neðan. Ferðamenn hafa yfirgefið rútuna og fylgjast með gangi mála.vísir/Bjarki Ljóst er að rútan þarf aðstoð til að komast út af grasinu.Vísir/Bjarki Dekkið er djúpt í grasinu.Vísir/Bjarki Uppfært klukkan 14:45 Búið er að koma rútunni út af grasflötinni með frekari skemmdum á grasinu auk þess sem stuðari aftan á rútunni gaf sig. Sjá má upptöku af björgunaraðgerðum í spilaranum að ofan.
Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent