Innlent

Sama rúta olli skemmdum á bann­svæði í há­deginu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rútunni gekk ekki vel að komast leiðar sinnar við Austurvöll í morgun enda ekki gert ráð fyrir rútum á því svæði.
Rútunni gekk ekki vel að komast leiðar sinnar við Austurvöll í morgun enda ekki gert ráð fyrir rútum á því svæði.

Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur.

Um er að ræða rútu með kínverskum ferðamönnum en ökumaðurinn er óreyndur, ung stúlka að sögn Ásmundar Einarssonar, eiganda ME Travel.

Fréttastofu hafa borist myndir frá sömu rútu við Austurvöll í hádeginu í dag. Þar sést hvernig rútunni hefur verið ekið utan í steyptan staur á horni Pósturhússtrætis og Kirkjustrætis.

Rútan er raunar á bannsvæði en rútur lengri en átta metrar mega ekki vera á þessu svæði í miðborginni samkvæmt reglum sem Reykjavíkurborg setti árið 2017.

Unnið er að því að ná rútunni úr blautu grasinu við Höfða og er fylgst með gangi mála í fréttinni að neðan.

Uppfært klukkan 14:45

Búið er að koma rútunni út af grasflötinni með frekari skemmdum á grasinu auk þess sem stuðari aftan á rútunni gaf sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×