Innlent Rebbi lifði hrottalegt banatilræðið af Óhug sló á marga á Instagram þegar snjóruðningsmaður vestur á fjörðum sýndi þegar hann ók yfir ref nokkurn á brú. Refurinn komst ekki undan. Viðkomandi hefur verið tekinn á teppið af Vegagerðinni. Innlent 31.1.2024 14:58 Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 31.1.2024 14:07 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. Innlent 31.1.2024 13:34 Vaktin: Vestan stormur olli truflunum á suðvesturhorninu Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Faxaflóa og á Suðausturlandi. Innlent 31.1.2024 13:04 „Þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst temmilega bjartsýnn fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu í dag klukkan 14:00. Hann segir SA yfirleitt bíða fram á síðustu stundu með sýndan samningsvilja. Innlent 31.1.2024 12:48 Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Innlent 31.1.2024 12:02 Umfangsmikil lögregluaðgerð í Kópavogi Lögregla verst allra frétta af stórri lögregluaðgerð sem átti sér stað við íbúðarhús á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun. Innlent 31.1.2024 11:56 Reykjanesbrautinni gæti verið lokað en ófremdarástand ólíklegt Reykjanesbrautin er á óvissustigi sem þýðir að mögulega gæti þurft að loka henni. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er þó ólíklegt að vandræðaástand myndist þar líkt og hefur gerst áður. Innlent 31.1.2024 11:47 Líðan ökumannsins sögð stöðug Líðan mannsins, sem lenti í árekstri við flutningabíl skammt frá álverinu í Straumsvík í gærkvöldi, er sögð stöðug. Beita þurfti klippum til þess að ná honum út úr fólksbíl sínum og hann var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Innlent 31.1.2024 11:40 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í veðurfræðingi vegna óveðursins sem skellur á eftir hádegið. Innlent 31.1.2024 11:36 Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. Innlent 31.1.2024 11:34 Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. Innlent 31.1.2024 11:22 Pallborðið: Veðurstofan sökuð um að brjóta lög og deila ekki gögnum Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Innlent 31.1.2024 11:03 Segir HS veitur reyna að koma sér undan Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir HS veitur reyna að koma sér undan skyldum sínum gagnvart Eyjamönnum með því að óska eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Innlent 31.1.2024 10:46 Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. Innlent 31.1.2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. Innlent 31.1.2024 10:21 Grunaður skotmaður í Silfratjörn segist hafa mátað hanska útataða púðri Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar næstkomandi vegna skotárásarinnar sem framin var í Silfratjörn í Úlfarsárdal í byrjun nóvembermánaðar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis og birt hann á vef sínum. Innlent 31.1.2024 09:43 Ekkert bendir til að kvika sé að safnast saman undir Brennisteinsfjöllum Engar mælingar benda til þess að kvika sé að safnast saman eða brjóta sér leið undir Brennisteinsfjöllum. Um tuttugu skjálftar mældust um síðustu helgi milli Húsfells og Bláfjalla. Mikilvægt er þó að hafa í huga að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu séu stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann. Innlent 31.1.2024 08:49 Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. Innlent 31.1.2024 08:46 Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. Innlent 31.1.2024 08:30 Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. Innlent 31.1.2024 08:18 Grunaður um að brjóta á táningsstúlku og greiða henni fyrir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot á fjórtán ára gamalli stúlku og fyrir að kaupa af henni vændi. Innlent 31.1.2024 07:01 Umboðsmaður vill svör um símalokun Lyfjastofnunar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá heilbrigðisráðuneytinu um ákvörðun Lyfjastofnunar að svara ekki lengur símtölum með hefðbundnum hætti heldur taka aðeins við beiðnum um símtöl. Innlent 31.1.2024 07:00 Hvalur vill nýtt leyfi til fimm eða tíu ára hið minnsta Hvalur hf. hefur óskað eftir endurnýjun leyfis til veiða á langreyði. Í erindi fyrirtækisins til matvælaráðuneytisins segir að það sé rétt og eðlilegt að leyfið sé til fimm ára og framlengist um ár til viðbótar í lok hvers starfsárs eða verði að öðrum kosti til tíu ára. Innlent 31.1.2024 06:44 Meintur stútur reyndist allsgáður Nokkuð var um slys í umferðinni í höfuðborginni í gær, meðal annars á Reykjanesbraut þar sem fólksbifreið og vöruflutningabifreið lentu saman. Einn var fluttur á slysadeild, alvarlega slasaður, líkt og Vísir greindi frá í gær. Innlent 31.1.2024 06:26 Svín drekka bjór af bestu lyst Svínum þykir bjór góður og er hann meðal annars notaður til að örva mjólkurframleiðslu gyltna þegar þær eru með grísi á spena. Innlent 30.1.2024 20:30 Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. Innlent 30.1.2024 20:01 Komst ekki á samgöngufund vegna samgöngutruflana Íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugaður var í kvöld, hefur verið aflýst. Ástæðan er sú að flugi innviðaráðherra var aflýst. Bæjarstjórinn lætur kaldhæðnina í því ekki fram hjá sér fara. Innlent 30.1.2024 19:50 Gámabíll og fólksbíll lentu saman á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut um klukkan sjö í kvöld, skammt frá Álverinu í Straumsvík. Lokað var fyrir umferð um Reykjanesbrautina um tíma. Innlent 30.1.2024 19:24 Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. Innlent 30.1.2024 19:24 « ‹ 278 279 280 281 282 283 284 285 286 … 334 ›
Rebbi lifði hrottalegt banatilræðið af Óhug sló á marga á Instagram þegar snjóruðningsmaður vestur á fjörðum sýndi þegar hann ók yfir ref nokkurn á brú. Refurinn komst ekki undan. Viðkomandi hefur verið tekinn á teppið af Vegagerðinni. Innlent 31.1.2024 14:58
Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 31.1.2024 14:07
Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. Innlent 31.1.2024 13:34
Vaktin: Vestan stormur olli truflunum á suðvesturhorninu Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Faxaflóa og á Suðausturlandi. Innlent 31.1.2024 13:04
„Þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst temmilega bjartsýnn fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu í dag klukkan 14:00. Hann segir SA yfirleitt bíða fram á síðustu stundu með sýndan samningsvilja. Innlent 31.1.2024 12:48
Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Innlent 31.1.2024 12:02
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Kópavogi Lögregla verst allra frétta af stórri lögregluaðgerð sem átti sér stað við íbúðarhús á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun. Innlent 31.1.2024 11:56
Reykjanesbrautinni gæti verið lokað en ófremdarástand ólíklegt Reykjanesbrautin er á óvissustigi sem þýðir að mögulega gæti þurft að loka henni. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er þó ólíklegt að vandræðaástand myndist þar líkt og hefur gerst áður. Innlent 31.1.2024 11:47
Líðan ökumannsins sögð stöðug Líðan mannsins, sem lenti í árekstri við flutningabíl skammt frá álverinu í Straumsvík í gærkvöldi, er sögð stöðug. Beita þurfti klippum til þess að ná honum út úr fólksbíl sínum og hann var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Innlent 31.1.2024 11:40
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í veðurfræðingi vegna óveðursins sem skellur á eftir hádegið. Innlent 31.1.2024 11:36
Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. Innlent 31.1.2024 11:34
Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. Innlent 31.1.2024 11:22
Pallborðið: Veðurstofan sökuð um að brjóta lög og deila ekki gögnum Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Innlent 31.1.2024 11:03
Segir HS veitur reyna að koma sér undan Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir HS veitur reyna að koma sér undan skyldum sínum gagnvart Eyjamönnum með því að óska eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Innlent 31.1.2024 10:46
Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. Innlent 31.1.2024 10:29
Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. Innlent 31.1.2024 10:21
Grunaður skotmaður í Silfratjörn segist hafa mátað hanska útataða púðri Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar næstkomandi vegna skotárásarinnar sem framin var í Silfratjörn í Úlfarsárdal í byrjun nóvembermánaðar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis og birt hann á vef sínum. Innlent 31.1.2024 09:43
Ekkert bendir til að kvika sé að safnast saman undir Brennisteinsfjöllum Engar mælingar benda til þess að kvika sé að safnast saman eða brjóta sér leið undir Brennisteinsfjöllum. Um tuttugu skjálftar mældust um síðustu helgi milli Húsfells og Bláfjalla. Mikilvægt er þó að hafa í huga að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu séu stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann. Innlent 31.1.2024 08:49
Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. Innlent 31.1.2024 08:46
Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. Innlent 31.1.2024 08:30
Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. Innlent 31.1.2024 08:18
Grunaður um að brjóta á táningsstúlku og greiða henni fyrir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot á fjórtán ára gamalli stúlku og fyrir að kaupa af henni vændi. Innlent 31.1.2024 07:01
Umboðsmaður vill svör um símalokun Lyfjastofnunar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá heilbrigðisráðuneytinu um ákvörðun Lyfjastofnunar að svara ekki lengur símtölum með hefðbundnum hætti heldur taka aðeins við beiðnum um símtöl. Innlent 31.1.2024 07:00
Hvalur vill nýtt leyfi til fimm eða tíu ára hið minnsta Hvalur hf. hefur óskað eftir endurnýjun leyfis til veiða á langreyði. Í erindi fyrirtækisins til matvælaráðuneytisins segir að það sé rétt og eðlilegt að leyfið sé til fimm ára og framlengist um ár til viðbótar í lok hvers starfsárs eða verði að öðrum kosti til tíu ára. Innlent 31.1.2024 06:44
Meintur stútur reyndist allsgáður Nokkuð var um slys í umferðinni í höfuðborginni í gær, meðal annars á Reykjanesbraut þar sem fólksbifreið og vöruflutningabifreið lentu saman. Einn var fluttur á slysadeild, alvarlega slasaður, líkt og Vísir greindi frá í gær. Innlent 31.1.2024 06:26
Svín drekka bjór af bestu lyst Svínum þykir bjór góður og er hann meðal annars notaður til að örva mjólkurframleiðslu gyltna þegar þær eru með grísi á spena. Innlent 30.1.2024 20:30
Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. Innlent 30.1.2024 20:01
Komst ekki á samgöngufund vegna samgöngutruflana Íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugaður var í kvöld, hefur verið aflýst. Ástæðan er sú að flugi innviðaráðherra var aflýst. Bæjarstjórinn lætur kaldhæðnina í því ekki fram hjá sér fara. Innlent 30.1.2024 19:50
Gámabíll og fólksbíll lentu saman á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut um klukkan sjö í kvöld, skammt frá Álverinu í Straumsvík. Lokað var fyrir umferð um Reykjanesbrautina um tíma. Innlent 30.1.2024 19:24
Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. Innlent 30.1.2024 19:24