Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. apríl 2025 22:01 Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að lausn Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, sé valdnísðla. Samsett/Vilhelm Rektor, starfsfólk og kennarar Kvikmyndaskóla Íslands er ekki ánægt með tillögu mennta- og barnamálráðherra um að nemendur við skólann gætu lokið námi sínu við Tækniskólann. Rekstrarfélag Kvikmyndaskólans er farið í gjaldþrotameðferð. Í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafi leitað eftir því hjá stjórnendum Tækniskólans að skólinn myndi taka við nemendum Kvikmyndaskólans svo þeir gætu lokið námi sínu. Þá ætti einnig að vinna að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. „Þessi svokallaða lausn barna- og menntamálaráðuneytisins er engin lausn, heldur að okkar mati hrein valdníðsla. Það er erfitt að sjá hvað liggur að baki eða hvert markmið ráðuneytisins er,“ skrifar Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólans, í yfirlýsingu fá kennurum og starfsfólki skólans. Kennarar og starfsfólk hafa lagt mikið á sig til að halda skólanum gangandi, til að mynda greiða sjálf fyrir rafmagnsreikning skólans og vinna launalaust í tvo mánuði. Það er vilji þeirra að skólinn falli undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið í stað mennta- og barnamálaráðuneytið líkt og hann gerir nú. „Við erum komin að þolmörkum. Það verður að höggva á þennan hnút og boltinn er hjá Guðmundi Inga,“ sagði Rúnar Guðbrandsson, fagstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands. „Það er flestum ljóst að eftir undanfarnar vikur að við, kennarar og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að verja hag okkar nemenda og um leið verja þá miklu fagmennsku og 30 ára reynslu sem Kvikmyndaskóli Íslands býr yfir. Það er samdóma mat okkar að sú leið sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur nú kynnt, sé ekki bara illa ígrunduð, heldur endurspegli mikið þekkingarleysi á námi í kvikmyndagerð og beri hag nemenda okkar á engan hátt fyrir brjósti,“ skrifar Hlín í yfirlýsingunni. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992 en greint var frá í lok mars 2025 að rekstrarfélag skólans væri farið í gjaldþrotameðferð. „Skólinn hefur haft á að skipa mörgu af okkar hæfasta kvikmyndagerðarfólki í hópi kennara og stundakennara. Tengingin við íslenskan kvikmyndaiðnað er sterk og það hefur sýnt sig að þörfin fyrir útskrifaða nemendur með þá fagþekkingu sem skólinn veltir er mikill, svo þess að hægt sé að manna íslensk og erlend verkefni,“ stendur í yfirlýsingunni. „Það er okkar einlæga vona að ekki verið farið í þá vegferð sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur boðað í dag.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafi leitað eftir því hjá stjórnendum Tækniskólans að skólinn myndi taka við nemendum Kvikmyndaskólans svo þeir gætu lokið námi sínu. Þá ætti einnig að vinna að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. „Þessi svokallaða lausn barna- og menntamálaráðuneytisins er engin lausn, heldur að okkar mati hrein valdníðsla. Það er erfitt að sjá hvað liggur að baki eða hvert markmið ráðuneytisins er,“ skrifar Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólans, í yfirlýsingu fá kennurum og starfsfólki skólans. Kennarar og starfsfólk hafa lagt mikið á sig til að halda skólanum gangandi, til að mynda greiða sjálf fyrir rafmagnsreikning skólans og vinna launalaust í tvo mánuði. Það er vilji þeirra að skólinn falli undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið í stað mennta- og barnamálaráðuneytið líkt og hann gerir nú. „Við erum komin að þolmörkum. Það verður að höggva á þennan hnút og boltinn er hjá Guðmundi Inga,“ sagði Rúnar Guðbrandsson, fagstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands. „Það er flestum ljóst að eftir undanfarnar vikur að við, kennarar og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að verja hag okkar nemenda og um leið verja þá miklu fagmennsku og 30 ára reynslu sem Kvikmyndaskóli Íslands býr yfir. Það er samdóma mat okkar að sú leið sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur nú kynnt, sé ekki bara illa ígrunduð, heldur endurspegli mikið þekkingarleysi á námi í kvikmyndagerð og beri hag nemenda okkar á engan hátt fyrir brjósti,“ skrifar Hlín í yfirlýsingunni. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992 en greint var frá í lok mars 2025 að rekstrarfélag skólans væri farið í gjaldþrotameðferð. „Skólinn hefur haft á að skipa mörgu af okkar hæfasta kvikmyndagerðarfólki í hópi kennara og stundakennara. Tengingin við íslenskan kvikmyndaiðnað er sterk og það hefur sýnt sig að þörfin fyrir útskrifaða nemendur með þá fagþekkingu sem skólinn veltir er mikill, svo þess að hægt sé að manna íslensk og erlend verkefni,“ stendur í yfirlýsingunni. „Það er okkar einlæga vona að ekki verið farið í þá vegferð sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur boðað í dag.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira