Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. apríl 2025 22:01 Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að lausn Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, sé valdnísðla. Samsett/Vilhelm Rektor, starfsfólk og kennarar Kvikmyndaskóla Íslands er ekki ánægt með tillögu mennta- og barnamálráðherra um að nemendur við skólann gætu lokið námi sínu við Tækniskólann. Rekstrarfélag Kvikmyndaskólans er farið í gjaldþrotameðferð. Í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafi leitað eftir því hjá stjórnendum Tækniskólans að skólinn myndi taka við nemendum Kvikmyndaskólans svo þeir gætu lokið námi sínu. Þá ætti einnig að vinna að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. „Þessi svokallaða lausn barna- og menntamálaráðuneytisins er engin lausn, heldur að okkar mati hrein valdníðsla. Það er erfitt að sjá hvað liggur að baki eða hvert markmið ráðuneytisins er,“ skrifar Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólans, í yfirlýsingu fá kennurum og starfsfólki skólans. Kennarar og starfsfólk hafa lagt mikið á sig til að halda skólanum gangandi, til að mynda greiða sjálf fyrir rafmagnsreikning skólans og vinna launalaust í tvo mánuði. Það er vilji þeirra að skólinn falli undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið í stað mennta- og barnamálaráðuneytið líkt og hann gerir nú. „Við erum komin að þolmörkum. Það verður að höggva á þennan hnút og boltinn er hjá Guðmundi Inga,“ sagði Rúnar Guðbrandsson, fagstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands. „Það er flestum ljóst að eftir undanfarnar vikur að við, kennarar og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að verja hag okkar nemenda og um leið verja þá miklu fagmennsku og 30 ára reynslu sem Kvikmyndaskóli Íslands býr yfir. Það er samdóma mat okkar að sú leið sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur nú kynnt, sé ekki bara illa ígrunduð, heldur endurspegli mikið þekkingarleysi á námi í kvikmyndagerð og beri hag nemenda okkar á engan hátt fyrir brjósti,“ skrifar Hlín í yfirlýsingunni. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992 en greint var frá í lok mars 2025 að rekstrarfélag skólans væri farið í gjaldþrotameðferð. „Skólinn hefur haft á að skipa mörgu af okkar hæfasta kvikmyndagerðarfólki í hópi kennara og stundakennara. Tengingin við íslenskan kvikmyndaiðnað er sterk og það hefur sýnt sig að þörfin fyrir útskrifaða nemendur með þá fagþekkingu sem skólinn veltir er mikill, svo þess að hægt sé að manna íslensk og erlend verkefni,“ stendur í yfirlýsingunni. „Það er okkar einlæga vona að ekki verið farið í þá vegferð sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur boðað í dag.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafi leitað eftir því hjá stjórnendum Tækniskólans að skólinn myndi taka við nemendum Kvikmyndaskólans svo þeir gætu lokið námi sínu. Þá ætti einnig að vinna að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. „Þessi svokallaða lausn barna- og menntamálaráðuneytisins er engin lausn, heldur að okkar mati hrein valdníðsla. Það er erfitt að sjá hvað liggur að baki eða hvert markmið ráðuneytisins er,“ skrifar Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólans, í yfirlýsingu fá kennurum og starfsfólki skólans. Kennarar og starfsfólk hafa lagt mikið á sig til að halda skólanum gangandi, til að mynda greiða sjálf fyrir rafmagnsreikning skólans og vinna launalaust í tvo mánuði. Það er vilji þeirra að skólinn falli undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið í stað mennta- og barnamálaráðuneytið líkt og hann gerir nú. „Við erum komin að þolmörkum. Það verður að höggva á þennan hnút og boltinn er hjá Guðmundi Inga,“ sagði Rúnar Guðbrandsson, fagstjóri leiklistardeildar Kvikmyndaskóla Íslands. „Það er flestum ljóst að eftir undanfarnar vikur að við, kennarar og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að verja hag okkar nemenda og um leið verja þá miklu fagmennsku og 30 ára reynslu sem Kvikmyndaskóli Íslands býr yfir. Það er samdóma mat okkar að sú leið sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur nú kynnt, sé ekki bara illa ígrunduð, heldur endurspegli mikið þekkingarleysi á námi í kvikmyndagerð og beri hag nemenda okkar á engan hátt fyrir brjósti,“ skrifar Hlín í yfirlýsingunni. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992 en greint var frá í lok mars 2025 að rekstrarfélag skólans væri farið í gjaldþrotameðferð. „Skólinn hefur haft á að skipa mörgu af okkar hæfasta kvikmyndagerðarfólki í hópi kennara og stundakennara. Tengingin við íslenskan kvikmyndaiðnað er sterk og það hefur sýnt sig að þörfin fyrir útskrifaða nemendur með þá fagþekkingu sem skólinn veltir er mikill, svo þess að hægt sé að manna íslensk og erlend verkefni,“ stendur í yfirlýsingunni. „Það er okkar einlæga vona að ekki verið farið í þá vegferð sem barna- og menningarmálaráðuneytið hefur boðað í dag.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira