Innlent

Al­þingi komið í páska­frí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi, Inga Sæland og Guðrún Hafsteinsdóttir eru komin í páskafrí.
Sigurður Ingi, Inga Sæland og Guðrún Hafsteinsdóttir eru komin í páskafrí. Vísir/Anton Brink

Forseti Alþingis sendi þingmönnum, starfsfólki þingsins og fjölskyldum þeirra góðar páskakveðjur á þriðja tímanum í gær þegar Alþingi fór í páskafrí.

Meðal mála sem voru til umræðu á síðasta þingfundi fyrir páskafrí voru frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld, gjaldtaka fyrir nýtingu á heitu vatni, útfærsla úrræða í húsnæðiskerfinu fyrir bændur.

Mestur tími fór þó í 1. umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga. Verði frumvarpið að lögum fá stjórnvöld heimild til að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi.

Næsti þingfundur verður mánudaginn 28. apríl. Má reikna með að þingið starfi til miðs júní þegar það fer allajafna í sumarfrí fram í september.


Tengdar fréttir

Veiðigjöldin verði keyrð í gegn

Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×