Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2025 09:32 Ráðstefnan stendur milli klukkan 10 og 17 í dag. „Alþjóðasamvinna á krossgötum – Hvert stefnir Ísland?“ er yfirskrift árlegrar ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins sem fram fer milli 10 og 17 í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi. Í tilkynningu segir að ráðstefnan sé haldin í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og er boðið til samtals þar sem alþjóðamálin eru krufin og þær áskoranir sem blasa við í alþjóðasamfélaginu í dag. Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í spilaranum að neðan. Dagskrá 10:00 – 10:10 Setning ráðstefnu Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands 10:10 – 10:30 Opnunarávarp Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, forseti Íslands, 2016-2024 10:30 – 11:50 Uppbrot alþjóðakerfisins: Utanríkisstefna Íslands á baráttuvettvangi stórveldanna (Íslenska) Pallborðsumræður: Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóða, Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti Lagadeildar við Háskólann á Bifröst, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Stutt erindi: Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki, Marc Lanteigne, prófessor í stjórnmálafræði við UiT, Arctic University of Norway í Tromsø Málstofustjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands 11:50 -12:30 Léttur hádegisverður 12:30 – 13:00 Grafið undan mannréttindum: Er bakslagið tilviljun? Hólmfríður Anna Baldursdóttir, sérfræðingur hjá Þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins ræðir við Neil Datta, framkvæmdastjóra European Parliamentary Forum for Sexual and Reproductive Rights 13:00 – 14:00 Pallborðsumræður Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna ‘78, Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Helen Inga Von Ernst, sérfræðingur á skrifstofu alþjóðapólitískra málefna hjá utanríkisráðuneytinu, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Neil Datta, framkvæmdastjóri European Parliamentary Forum for Sexual and Reproductive Rights Málstofustjóri: Svanhildur Þorvaldsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og formaður Félags stjórnmálafræðinga 14:00 – 14:20 Kaffihlé 14:20 – 15:30 Öryggi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í skugga fjölþáttaógna Erindi: Margarita Šešelgytė, forstöðumaður Institute of International Relations and Political Science við Háskólann í Vilnius, Elżbieta Drążkiewicz, sérfræðingur í mann- og þjóðfræði við Háskólann í Lundi og verkefnastjóri samnorræns netverks um viðnámsþrótt gegn upplýsingaóreiðu Pallborðsumræður: Auðunn Arnórsson, stjórnmálafræðingur við ReykjavíkurAkademíuna, Elżbieta Drążkiewicz, sérfræðingur í mann- og þjóðfræði við Háskólann í Lundi og verkefnastjóri samnorræns netverks um viðnámsþrótt gegn upplýsingaóreiðu, Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur, Finnbogi Jónasson, lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra, Hulda Þórisdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Málstofustjóri: Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, RÚV 15:30 – 15:45 Kaffihlé 15:45 – 16:45 Hvert stefnum við? Fulltrúar stjórnmálaflokka ræða utanríkisstefnu Íslands (Íslenska) Pallborðsumræður: Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar Málstofustjóri: Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni 16:45 – 17:00 Lokaorð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra 17:00 - 18:30 Móttaka og uppistand með Vigdísi Hafliðadóttur Um málstofurnar Uppbrot alþjóðakerfisins: Utanríkisstefna Íslands á baráttuvettvangi stórveldanna Alþjóðastjórnmál samtímans einkennast af hröðum breytingum þar sem stríð og kapphlaup stórveldanna hafa víðtæk áhrif á öryggis - og varnarmál Íslands. Í þessari málstofu verður rætt um áhrif landvinningastefnu og einangrunarhyggju Bandaríkjanna á öryggisumhverfi Evrópu og aukið sjálfstæði í varnarmálum. Hvernig getum við aukið viðnámsþrótt Íslands í öryggis og varnarmálum og viðbúnað til að takast á við þær ógnir sem að okkur steðja? Hverjar eru líkurnar á friði í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs, á hvaða forsendum verður sá friður byggður og hver mun bera ábyrgð á áframhaldandi öryggi á þessum svæðum? Hvert verður hlutverk Kína og Rússlands á alþjóðasviðinu ef fram fer sem horfir með einangrunarstefnu Bandaríkjanna? Grafið undan mannréttindum: Hver borgar brúsann? Í þessari málstofu verður fjallað um hvernig þrengt hefur verið að þróunarsamvinnu á síðustu misserum og sjónum beint að því bakslagi sem á sér stað um þessar mundir í mannréttindabaráttu á heimsvísu. Hvernig getum við tekist á við þá mótstöðu sem hefur myndast við mannréttindi, jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks á undanförnum árum? Hvernig getur Ísland nýtt setu sína í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til þess að bregðast við þessu bakslagi? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að þróunaraðstoð verði notuð sem tæki til að grafa undan mannréttindum? Hvernig ógnar afturhvarf í réttindamálum stoðum alþjóðlegs mannréttindakerfis í heild? Öryggi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í skugga fjölþáttaógna Fjölþáttaógnir í norðanverðri Evrópu hafa aukist á undanförnum árum, ekki síst í kjölfar árásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Varað hefur verið við því að stjórnvöld í Rússlandi, Kína, Norður-Kóreu og Íran beiti fjölbreyttum aðferðum til að grafa undan öryggi og viðnámsþrótti ríkja á svæðinu, meðal annars með netárásum, skipulögðum skemmdarverkum og tilburðum til pólitískrar og efnahagslegrar kúgunar. Í ljósi þessara áskorana vakna áleitnar spurningar um möguleika á aukinni samhæfingu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í aðgerðum gegn fjölþáttaógnum. Hvernig eflum við varnir gegn netógnum, upplýsingaóreiðu, undirróðri og beinum árásum á mikilvæga innviði? Hver er viðbúnaður Íslands gagnvart fjölþáttaógnum samanborið við önnur Norðurlönd og Eystrasaltsríkin? Hvert stefnum við? Fulltrúar stjórnmálaflokka ræða utanríkisstefnu Íslands Líkt og undanfarin ár leiðum við saman fulltrúa stjórnmálaflokka á Alþingi til að ræða um framtíð utanríkisstefnu Íslands og þær áskoranir sem blasa við í öryggis- og varnarmálum. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Í tilkynningu segir að ráðstefnan sé haldin í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og er boðið til samtals þar sem alþjóðamálin eru krufin og þær áskoranir sem blasa við í alþjóðasamfélaginu í dag. Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í spilaranum að neðan. Dagskrá 10:00 – 10:10 Setning ráðstefnu Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands 10:10 – 10:30 Opnunarávarp Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, forseti Íslands, 2016-2024 10:30 – 11:50 Uppbrot alþjóðakerfisins: Utanríkisstefna Íslands á baráttuvettvangi stórveldanna (Íslenska) Pallborðsumræður: Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóða, Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti Lagadeildar við Háskólann á Bifröst, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Stutt erindi: Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki, Marc Lanteigne, prófessor í stjórnmálafræði við UiT, Arctic University of Norway í Tromsø Málstofustjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands 11:50 -12:30 Léttur hádegisverður 12:30 – 13:00 Grafið undan mannréttindum: Er bakslagið tilviljun? Hólmfríður Anna Baldursdóttir, sérfræðingur hjá Þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins ræðir við Neil Datta, framkvæmdastjóra European Parliamentary Forum for Sexual and Reproductive Rights 13:00 – 14:00 Pallborðsumræður Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna ‘78, Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Helen Inga Von Ernst, sérfræðingur á skrifstofu alþjóðapólitískra málefna hjá utanríkisráðuneytinu, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Neil Datta, framkvæmdastjóri European Parliamentary Forum for Sexual and Reproductive Rights Málstofustjóri: Svanhildur Þorvaldsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og formaður Félags stjórnmálafræðinga 14:00 – 14:20 Kaffihlé 14:20 – 15:30 Öryggi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í skugga fjölþáttaógna Erindi: Margarita Šešelgytė, forstöðumaður Institute of International Relations and Political Science við Háskólann í Vilnius, Elżbieta Drążkiewicz, sérfræðingur í mann- og þjóðfræði við Háskólann í Lundi og verkefnastjóri samnorræns netverks um viðnámsþrótt gegn upplýsingaóreiðu Pallborðsumræður: Auðunn Arnórsson, stjórnmálafræðingur við ReykjavíkurAkademíuna, Elżbieta Drążkiewicz, sérfræðingur í mann- og þjóðfræði við Háskólann í Lundi og verkefnastjóri samnorræns netverks um viðnámsþrótt gegn upplýsingaóreiðu, Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur, Finnbogi Jónasson, lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra, Hulda Þórisdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Málstofustjóri: Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, RÚV 15:30 – 15:45 Kaffihlé 15:45 – 16:45 Hvert stefnum við? Fulltrúar stjórnmálaflokka ræða utanríkisstefnu Íslands (Íslenska) Pallborðsumræður: Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar Málstofustjóri: Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni 16:45 – 17:00 Lokaorð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra 17:00 - 18:30 Móttaka og uppistand með Vigdísi Hafliðadóttur Um málstofurnar Uppbrot alþjóðakerfisins: Utanríkisstefna Íslands á baráttuvettvangi stórveldanna Alþjóðastjórnmál samtímans einkennast af hröðum breytingum þar sem stríð og kapphlaup stórveldanna hafa víðtæk áhrif á öryggis - og varnarmál Íslands. Í þessari málstofu verður rætt um áhrif landvinningastefnu og einangrunarhyggju Bandaríkjanna á öryggisumhverfi Evrópu og aukið sjálfstæði í varnarmálum. Hvernig getum við aukið viðnámsþrótt Íslands í öryggis og varnarmálum og viðbúnað til að takast á við þær ógnir sem að okkur steðja? Hverjar eru líkurnar á friði í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs, á hvaða forsendum verður sá friður byggður og hver mun bera ábyrgð á áframhaldandi öryggi á þessum svæðum? Hvert verður hlutverk Kína og Rússlands á alþjóðasviðinu ef fram fer sem horfir með einangrunarstefnu Bandaríkjanna? Grafið undan mannréttindum: Hver borgar brúsann? Í þessari málstofu verður fjallað um hvernig þrengt hefur verið að þróunarsamvinnu á síðustu misserum og sjónum beint að því bakslagi sem á sér stað um þessar mundir í mannréttindabaráttu á heimsvísu. Hvernig getum við tekist á við þá mótstöðu sem hefur myndast við mannréttindi, jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks á undanförnum árum? Hvernig getur Ísland nýtt setu sína í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til þess að bregðast við þessu bakslagi? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að þróunaraðstoð verði notuð sem tæki til að grafa undan mannréttindum? Hvernig ógnar afturhvarf í réttindamálum stoðum alþjóðlegs mannréttindakerfis í heild? Öryggi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í skugga fjölþáttaógna Fjölþáttaógnir í norðanverðri Evrópu hafa aukist á undanförnum árum, ekki síst í kjölfar árásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Varað hefur verið við því að stjórnvöld í Rússlandi, Kína, Norður-Kóreu og Íran beiti fjölbreyttum aðferðum til að grafa undan öryggi og viðnámsþrótti ríkja á svæðinu, meðal annars með netárásum, skipulögðum skemmdarverkum og tilburðum til pólitískrar og efnahagslegrar kúgunar. Í ljósi þessara áskorana vakna áleitnar spurningar um möguleika á aukinni samhæfingu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í aðgerðum gegn fjölþáttaógnum. Hvernig eflum við varnir gegn netógnum, upplýsingaóreiðu, undirróðri og beinum árásum á mikilvæga innviði? Hver er viðbúnaður Íslands gagnvart fjölþáttaógnum samanborið við önnur Norðurlönd og Eystrasaltsríkin? Hvert stefnum við? Fulltrúar stjórnmálaflokka ræða utanríkisstefnu Íslands Líkt og undanfarin ár leiðum við saman fulltrúa stjórnmálaflokka á Alþingi til að ræða um framtíð utanríkisstefnu Íslands og þær áskoranir sem blasa við í öryggis- og varnarmálum.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira