Innlent

Em­bættis­taka for­seta, veðrið um helgina og skrýtnar gistináttatölur

Von er á um þrú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu. Við kynnum okkur málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

Hjól­hýsi sem búið var í að engu orðið

Allar tiltækar slökkviliðsstöðvar voru kallaðar út vegna elds í Mosfellsbæ. Eldur kviknaði í hjólhýsi og læsti sér í nærliggjandi byggingu. Ekki er vitað hversu mikið tjón varð af en búið er að slökkva eldinn að mestu leyti.

Innlent

Skóla­stjóri Rima­skóla í á­falli

Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum.

Innlent

Á­stand vega á Ís­landi mikið á­hyggju­efni

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til opins fundar um vegakerfið og öryggi í húsnæði Colas í Hafnarfirðinum klukkan 19 í kvöld. Á fundinum verður rætt um umferðaröryggi og lagningu vega, en sagt er að ástand vega sé mikið áhyggjuefni. Fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðarslysum var 237 á síðasta ári.

Innlent

Veru­lega hvasst í Eyjum á laugar­daginn

Það er hætt við því að þeir sem eiga ferð með Herjólfi til Vestmannaeyja á laugardaginn fái aðeins í magann yfir veðurspánni. Hún hljóðar upp á 23 m/s í hádeginu en á að lægja með deginum þótt töluvert blási.

Innlent

Rúður brotnar í Rima­skóla

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum.

Innlent

Hneykslast á á­kvörðun ríkis­sak­sóknara

Þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara, um að leggja til við ráðherra að hann taki mál hans til skoðunar, og vísi honum tímabundið frá störfum.

Innlent

Veg­far­endum stafi hætta af aug­lýsinga­skiltum

Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð.

Innlent

Feðgar með 90 ára reynslu á elstu og minnstu rakara­stofu landsins

Ein elsta og minnsta rakarastofa landsins er á Akranesi en sjálft húsið verður hundrað ára á þessu ári. Þar starfa samrýmdir feðgar með samtals níutíu ára starfsreynslu. Þeir eru hvergi nærri hættir að klippa og raka en sá yngri ætlar að minnsta kosti að starfa áfram í húsinu í þrjátíu ár í við viðbót. 

Innlent

Hjól­hýsið fuðraði upp

Hjólhýsi í Löngumýri í Skagafirði brann til kaldra kola í dag. Slökkviliðsstjóri segir milid að ekki hafi farið verr enda enginn í hýsinu þegar eldur kviknaði og engin önnur tjöld eða hjólhýsi í hættu. 

Innlent

Um­deild um­mæli, líkur á gosi og truflandi skilti

Vararíkissaksóknari telur sig ekki hafa farið yfir strikið þegar hann ræddi um dóm yfir brotamanni sem hafði átt í hótunum við hann. Ríkissaksóknari hefur vísað máli hans til ráðherra. Hann gefur lítið fyrir áminningu sem hann fékk fyrir önnur ummæli.

Innlent

Vonar að ráð­herra verði ekki við ósk Sig­ríðar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur ekki að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé til þess bær að veita honum áminningu í starfi. Það vald liggi hjá dómsmálaráðherra. Hann segist vona að dómsmálaráðherra taki ekki til greina ósk Sigríðar um að taka mál hans til skoðunar, og vísa honum tímabundið frá störfum.

Innlent

Ó­eirð á hjúkrunar­heimilum vegna enda­lausra í­þrótta á RÚV

Starfsmaður hjúkrunarheimilis segir síðbúinn kvöldfréttatíma og endalausa íþróttadagskrá RÚV í sumar hafa valdið nokkrum usla á heimilinu. Deilt sé um það hvort horfa eigi á íþróttirnar eða eitthvað annað, og margir séu ósáttir við fréttaleysið. Dóttir eldri konu með eigið sjónvarp segir hana ekki treysta sér í slaginn við fjarstýringuna og hún sé því tilneydd til að glápa á íþróttir.

Innlent

Segja Vöku fara of­fari við að draga burt bíla

Svo virðist sem starfsmenn Vöku séu of duglegir í vinnunni og fari fram úr sér. Sú er í það minnsta skoðun Steinars Agnarssonar sem er smiður en hann hefur staðið í stappi við Vöku vegna húsbíls síns og svo annarra bíla sem hann segir hafa verið dregnir í burtu áður en tilskilinn frestur rann út. Reynir Guðmundsson framkvæmdastjóri Vöku vísar þessu á bug.

Innlent

Kobbi Láki kom stýrisvana skútu til bjargar

Landhelgisgæslunni barst boð frá skútu með tólf manns um borð sem var stödd um fimm kílómetrum norður af Straumnesi á Hornströndum. Gír hafði brotnað og björgunarbáturinn Kobbi Láka frá Bolungarvík tók skútuna í tog.

Innlent

Hátt­semi Helga nái aftur til 2017

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir áminningu sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hlaut árið 2022 hafa snúið að nokkrum tilvikum um tjáningu hans, sem nái aftur til ársins 2017. Sigríður telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þessi tilvik. Hún segir kæru á hendur Helga frá hjálparsamtökum hælisleitenda ekki tilefni þess að hún vísar máli Helga nú til ráðherra. 

Innlent

Sagði móður ekki heila á geði og fær skömm í hattinn

Ummæli Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns, sem gætti hagsmuna föður drengs í forsjármáli, í garð móður drengsins þóttu aðfinnsluverð að mati úrskurðarnefndar lögmanna. Nefndin segir að hún hafi gengið of langt með gífuryrðum um andlega heilsu móðurinnar.

Innlent

Ný­út­skrifuð kona ráðin í stað reynslumikils karls

Landspítalinn braut jafnréttislög þegar ung nýútskrifuð kona var ráðin í starf lyfjafræðings í stað karlmanns um fertugt með áratugsreynslu í faginu. Konan hafði verið með starfsleyfi í sjö mánuði þegar hún var ráðin. Spítalinn mismunaði karlmanninum bæði á grundvelli kyns og aldurs.

Innlent