Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eld­flaugina

Framkvæmdastjóri Kjöríss segir ísflaugar fyrirtækisins ekki hafa verið minnkaðar. Hins vegar hafi Lúxus karamellupinnar verið minnkaðir um tíu millilítra fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann gat ekki svarað því hvort verð hafi lækkað samhliða minnkuninni.

Neytendur
Fréttamynd

Spotify liggur niðri

Þjónusta Spotify hefur ekki verið aðgengileg síðan í hádeginu. Tónlistarstreymisveitan segist meðvituð um vandamálið sem unnið sé að því að leysa.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­sáttur við aukna gjald­töku við flug­völlinn fyrir leigu­bíl­stjóra

Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 

Neytendur
Fréttamynd

Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur

Play hefur verið gert að greiða konu, sem neitað var um far með flugi félagsins, tæplega sextíu þúsund krónur og endurgreiða henni fargjaldið. Að sögn félagsins sýndi konan af sér hegðun sem ógnaði öryggi flugsins.

Neytendur
Fréttamynd

Páska­egg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra

Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 

Neytendur
Fréttamynd

Tvö apó­tek sögðu pass við verð­lags­eftir­litið

Rima apótek er ódýrasta apótekið í nýjum samanburði verðlagseftirlits ASÍ. Til skoðunar voru aðrar vörur en lyf, þær vörur sem finna má frammi í versluninni. Borgar apótek og Lyfjabúrið höfnuðu þátttöku, en á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað eru þau annað og þriðja dýrasta apótek landsins. Dæmi eru um að vörur kosti sex sinnum meira í apóteki en í stóru matvöruverslununum.

Neytendur
Fréttamynd

Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga

Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðs Apple-úrs, sem hann keypti á raðgreiðslum af Símanum aðfaranótt fimmtudags í desember árið 2023. Maðurinn kvaðst ekkert kannast við að hafa keypt úrið og hafa greitt af láninu fyrir misskilning. Maðurinn situr uppi með rúma milljón króna í málskostnað.

Neytendur
Fréttamynd

Plasttappamálið flaug í gegnum þingið

Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða.

Neytendur
Fréttamynd

Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjóla­verslunum

Neytendastofa hefur slegið á putta sjö verslana sem selja reiðhjól fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um vörur á íslenskri tungu í netverslunum sínum. Reiðhjólaverslunin Örninn á yfir höfði sér 25 þúsund króna dagsektir verði ekki gerðar úrbætur á heimasíðunni á næstu dögum.

Neytendur
Fréttamynd

Þrjú hundruð á bið­lista og hækkuð áskriftargjöld

Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni. 

Neytendur
Fréttamynd

Indó ríður aftur á vaðið

Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­skiljan­legt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfis­verslun

Verslunarstjóri Melabúðarinnar segir verðsamanburð án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals draga upp skakka mynd og ekki taka tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Því sé óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ hnýti í verslunina frekar en þá sem öllu ráða á dagvörumarkaði.

Neytendur
Fréttamynd

Meina verðlags­eftir­litsmönnum inn­göngu

Melabúðin hefur hafnað þátttöku í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins. Áður en sú afstaða varð ljós hafði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun var Melabúðin 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar.

Neytendur