Albumm

Safnplata og nýtt lag
Út er komið lagið Ertu memm? með Ladda. Lagið er eftir Ladda og textinn eftir Braga Valdimar Skúlason. Guðmundur Kristinn Jónsson sá um upptökur, hljóðblöndun og masteringu í Hljóðrita.

Segir fólki til syndanna – USS!
Rapparinn Tiny eða Egill Thorarensen eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem heitir USS.

Þekkir andlega kvilla vel
OCD er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu sem rapparinn Egill Friðrik gefur út undir nafninu Orðljótur.

„Vegna aðstæðna höfum við haft mikinn tíma í stúdíóinu „
Bræðratvíeykið omotrack hefur gefið út breiðskífuna one of two sem er draumkennd raf-indie plata sem er samin sem ein heild.

Hefur náð að frelsa sig úr bældu umhverfi
Hljómsveitin Vök gefur út sitt fyrsta lag á árinu og ber það nafnið Stadium. Lagið verður á væntanlegri hljómplötu sveitarinar sem kemur út seinna á árinu.

Ávarp undan sænginni fáanleg á vínyl
Komin er út vínyl plata af söng plötunni, Ávarp undan sænginni sem kom út í ágúst s.l. Þar er á ferð söngplata með tíu lögum sem Tómas R. Einarsson hefur gert við kvæði ýmissa skálda og er efni ljóðanna ást og söknuður. Ragnhildur Gísladóttir syngur öll lögin en hljóðfæraleikarar eru auk bassaleikarans Tómasar, Ómar Guðjónsson […]

Fyrsta rokklag ársins?
Suð fagnar nýju ári með nýrri smáskífu af væntanlegri plötu. Lagið Freak Out er því líklega eitt fyrsta rokklag ársins á Íslandi en það kom út á nýársdag og fylgir eftir laginu Made sem hefur fengið glimrandi góðar viðtökur.

Tekst á við ástina og efasemdirnar
Álfrún Kolbrúnardóttir og Birgir Örn Magnússoni sem koma fram sem Alyria og Bixxi voru að senda frá sér lagið I´m a Scorpion.

Samdi lagið eftir mótorhjólatúr um langjökul
Fyrir ekki svo löngu sendi tónlistarmaðurinn Freyr Torfason eða Kráka frá sér lagið Regn. Lagið er létt en textinn hefur mikla meiningu, segir Kráka.

Horfðu frítt á jólatónleika Páls Rósinkranz og Ágústu Evu
Ágústa Eva og Páll Rósinkranz buðu öllum landsmönnum á jólatónleika þann annan í jólum kl 20:00.

Stuttmynd byggð á plötu Memfismafíunnar
Sumarið 2020 stóð framleiðslufélagið Helluland fyrir tökum stuttmyndar sem þau höfðu verið að vinna að frá því í byrjun árs. […]

Einar Vilberg með nýtt myndband
Einar Vilberg sendi nýverið frá sér lagið You Weren’t There sem er nýjasta smáskífan sem Einar gefur út af væntanlegri sólóplötu. Í dag kom út tónlistarmyndband við lagið og er það Arnar Gylfason sem á heiðurinn af því.

KALEO í tónleikaferð um heiminn
KALEO er ein vinsælasta hljómsveit sem Ísland hefur af sér alið en í febrúar 2022 leggur svetin af stað í heljarinnar tónleikaferð um heiminn.

Sannur jólaandi, Þau og Quarashi veisla!
Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

Framúrskarandi teknó með miklu flæði
Tónlistarmaðurinn Daníel Þorsteinsson en TRPTYCH er nafnið sem hann notar yfir tónlistarsköpun sína.

„Ég stend í lappirnar enn“
Rapparinn Haukur H var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem heitir 1989 og er óhætt að segja að það sé alger BANGER.

Steinar Fjeldsted spilar glænýja tóna á Le Kock
Það þekkja flestir Steinar Fjeldsted sem meðlim hljómsveitarinnar Quarashi en það vita kannski ekki allir að hann byrjaði sinn tónlistarferil sem plötusnúður.

Fortíð hittir nútíð
Hljómsveitin ÞAU voru að gefa út tvö ný lög af væntanlegri plötu. Einnig mun sveitin halda tónleika í Bæjarbíó í lok desember. ÞAU eru Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson. (Rakel og Gaddi)

Jólalög og strandarfílingur!
Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

Kynntust á Tinder
Æskufélagarnir Höskuldur Ólafsson og Frank Hall mynda tvíeykið Kig & Husk. Höskuldur þekkja flestir úr hljómsveitinni Quarashi og Frank úr hljómsveitinni Ske sem Höskuldur var einnig partur af, en vinirnir voru að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu, Kill The Moon. Albumm náði tali af Höskuldi og byrjaði á að spyrja hann út í samstarfið.

13 ára rappari, bleik jól og Klaki!
Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

Missti fyrrverandi kærustuna sína í hendur bróður síns
Jólablandan Mín er nýtt íslenskt jólalag sem fjallar um mann sem missti fyrrverandi kærustuna sína í hendur bróður síns vegna þess að hann gaf henni svo lélega jólagjöf.

Switchstance með Quarashi kom út fyrir 25 árum
Hljómsveitin Quarashi er ein vinsælasta sveit landsins fyrr og síðar. Sveitin naut gífulegrar velgengni bæði hér á klakanum sem og erlendis. Sveitin gaf út fimm hljóðversplötur en sú fyrsta, Switchstance kom einmitt út á þessum degi, 28. Nóvember 1996 og fagnar því 25 árum í dag!

Sleik um jólin?
Englahár, konfektvíma, steikur og sleikur. Inn í grámygluna og Covid-kvíðann færa The Post Performance Blues Band okkur myndband við harm blítt jólalag sveitarinnar Bleik jól.

„Listin hefur hjálpað mér í gegnum súrt og sætt“
Listamaðurinn KLAKI hefur notið mikilla vinsælda undanfarið en maðurinn á bakvið þetta framúrstefnulega nafn heitir Gísli Brynjarsson og segist lifa fyrir að skapa.

Jól með Jóhönnu fara fram í streymi
Jólatónleikar Jóhönnu Guðrúnar, Jól með Jóhönnu, fara fram í streymi í ár, í beinni frá Háskólabíói 28. nóvember í samstarfi við NovaTV.

Rokk og ról fyrir ljúfar sálir
Baby It’s Love er nýjasta lagið frá Rolf Hausbentner Band og er unnið í samstarfi við Fríðu Dís. Svalur rokkari um neistann sem blossar upp á milli tveggja einstaklinga sem kom út á streymisveitum föstudaginn 12. nóvember 2021.

„Einu sinni máttum við koma saman og hafa gaman“
Einu sinni máttum við koma saman og hafa gaman skrifar Dj Margeir á Facebook.

Fyrsta breiðskífa Kig & Husk er komin út
Fyrsta breiðskífa Kig & Husk sem er skipuð Frank Hall (Ske) og Höskuldi Ólafssyni (Quarashi, Ske), kemur út í dag 11. nóvember. Platan nefnist Kill the Moon og inniheldur 10 frumsamin lög.

Út í geim á svifbretti með grúvið og kúabjölluna
Rokksveitin Volcanova sendi frá sér sína fyrstu plötu Radical Waves á síðasta ári. Plötunni var tekið vel af gagnrýnendum og aðdáendum um allan heim og var henni loksinsfagnað á Húrra þann 1. október síðastliðinn fyrir pakk fullu húsi eftir að sveitin þurfti að fresta tónleikunum í 5 skipti.