Fortíð hittir nútíð Steinar Fjeldsted skrifar 14. desember 2021 16:00 Hljómsveitin ÞAU voru að gefa út tvö ný lög af væntanlegri plötu. Einnig mun sveitin halda tónleika í Bæjarbíó í lok desember. ÞAU eru Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson. (Rakel og Gaddi) Um er að ræða frumsamda tónlist eftir ÞAU við ljóð eftir vestfirsk skáld. Hjörtur Ingvi Jóhannsson spilar með okkur á píanó í þessum tveimur lögum: Glóey (texti e. Ólínu Þorvarðardóttur) Alltaf er einhver sem grætur (texti e. Jakobínu Sigurðardóttur). ÞAU koma fram Bæjarbíói þann 27. desember og flytja ný lög. Tónleikarnir eru framhald af tónleikaröðinni „ÞAU taka Vestfirði“ sem haldin var á Vestfjörðum í sumar, auk þess sem útgáfa efnisins á 12 laga plötu er væntanleg í febrúar. Á tónleikunum koma ÞAU fram ásamt píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni. Lögin eru flutt í eins konar sögumannsstíl þar sem saga ljóðsins fleytir lögunum áfram í rokkuðum, blúsuðum og ljúfum tónum. Lögin og ljóðin veita innsýn í sögu, menningu og líf fólks í landinu okkar á ólíkum tímum. Hér sameinast gamlar raddir og ungar í blóma. Fortíð hittir nútíð og ljóðin öðlast framhaldslíf í vönduðum tónlistarflutningi. Höfundar ljóðanna eru m.a. Eiríkur Örn Norðdahl, Halla skáldkona, Jakobína Sigurðardóttir, Jón úr Vör, Ólína Þorvarðardóttir og Steinn Steinarr. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf
Um er að ræða frumsamda tónlist eftir ÞAU við ljóð eftir vestfirsk skáld. Hjörtur Ingvi Jóhannsson spilar með okkur á píanó í þessum tveimur lögum: Glóey (texti e. Ólínu Þorvarðardóttur) Alltaf er einhver sem grætur (texti e. Jakobínu Sigurðardóttur). ÞAU koma fram Bæjarbíói þann 27. desember og flytja ný lög. Tónleikarnir eru framhald af tónleikaröðinni „ÞAU taka Vestfirði“ sem haldin var á Vestfjörðum í sumar, auk þess sem útgáfa efnisins á 12 laga plötu er væntanleg í febrúar. Á tónleikunum koma ÞAU fram ásamt píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni. Lögin eru flutt í eins konar sögumannsstíl þar sem saga ljóðsins fleytir lögunum áfram í rokkuðum, blúsuðum og ljúfum tónum. Lögin og ljóðin veita innsýn í sögu, menningu og líf fólks í landinu okkar á ólíkum tímum. Hér sameinast gamlar raddir og ungar í blóma. Fortíð hittir nútíð og ljóðin öðlast framhaldslíf í vönduðum tónlistarflutningi. Höfundar ljóðanna eru m.a. Eiríkur Örn Norðdahl, Halla skáldkona, Jakobína Sigurðardóttir, Jón úr Vör, Ólína Þorvarðardóttir og Steinn Steinarr. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf