Albumm

„Vegna aðstæðna höfum við haft mikinn tíma í stúdíóinu „

Ritstjórn Albúmm.is skrifar
Dúóið Omotrack

Bræðratvíeykið omotrack hefur gefið út breiðskífuna one of two sem er draumkennd raf-indie plata sem er samin sem ein heild. 

Markús and Birkir skipa sveitina Omotrack en þeim skemmtilegt að finna viðfangsefni sem eru hversdagsleg og lætur lítið fyrir sér fara og nota sem innblástur í tónlistarsköpun sína.

„Sem dæmi var innblásturinn að texta lagsins head over heels lítið atvik þar sem vinir okkar týndu skóhorni, sem er nú ekki mjög merkilegt, en gaf hugmyndir að textanum sem tjáir tilfinningar eins og óvissu sem verður síðar að mikilli gleði.” - Birkir

Allir textarnir hafa meira en eina merkingu. Þeir hafa a.m.k. tvöfalda merkingu segja drengirnir.

„Vegna aðstæðna höfum við haft mikinn tíma í stúdíóinu til að prófa okkur áfram með hljóð og hljóðvinnslu, þannig á þessari plötu eru margar tilraunir í gangi. Við veltum t.d. mikið fyrir okkur trommuhljóðunum, hvar þau ættu heima og hvernig þau ættu að hljóma. Við enduðum á því að búa þau flest til frá grunni með hljóðfærum í kring um okkur sem var skemmtilegt og lærdómsríkt ferli.“ - Birkir

Til að ýta undir enn sterkari upplifun á tónlist Omotrack hentu kapparnir í myndband við hvert og eitt lag plötunnar. Þessi myndbönd eru sjónræn túlkun á lögunum og hluta af þeim er hægt að sjá á heimasíðu sveitarinnar, omotrack.is/oneoftwo

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.