Kynntust á Tinder Ritstjórn Albúmm.is skrifar 10. desember 2021 18:00 Höskuldur Ólafsson og Frank Hall eru Kig & Husk. Æskufélagarnir Höskuldur Ólafsson og Frank Hall mynda tvíeykið Kig & Husk. Höskuldur þekkja flestir úr hljómsveitinni Quarashi og Frank úr hljómsveitinni Ske sem Höskuldur var einnig partur af, en vinirnir voru að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu, Kill The Moon. Albumm náði tali af Höskuldi og byrjaði á að spyrja hann út í samstarfið. „Langa sagan er að við Frank hittumst fyrst á lúðrasveitaræfingu tónlistarskóla Seltjarnarness þegar ég var sennilega 11 ára í öftustu röð á 3ja trompet og hann nokkrum árum eldri í fremstu röð á rafmagnsgítar. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar þegar ég gekk til liðs við Ske sem við kynnumst fyrir alvöru og byrjum að semja saman,“ útskýrir hann og bætir við að seinna hafi hann svo farið út í háskólanám í nokkur ár en þegar hann sneri heim tóku þeir hægt og bítandi upp þráðinn og úr varð Kig & Husk. „Stutta sagan: Tinder,“ segir hann og glottir. Þegar Höskuldur er spurður hvernig hann mundi skilgreina tónlistina segir hann að Frank hafi verið í viðtali um daginn og hann hafi skilgreint tónlistina sem Guano-popp. „Ég veit ekki hvað það þýðir en það hljómar kúl,“ segir hann hreinskilningslega. En hvað er platan búin að vera lengi í vinnslu? „Það er lag á plötunni sem ég samdi árið 2010 ef það útskýrir eitthvað. Kill The Moon, hefur verið að fá glimrandi dóma. Komu viðtökurnar ykkur eitthvað á óvart? „Ef ég segi nei væri ég að skrökva. En sko, það sem listamenn óttast mest af öllu er að fá enga dóma. Engar viðtökur. Bara þögn. Þannig að við erum í skýjunum með viðbrögðin sem við höfum fengið,“ segir hann þakklátur og bætir við að þessi tónlist krefst frekar mikils af hlustandanum. „Það var eiginlega það sem við höfðum mestar áhyggjur af, er að fólk gæfi sér ekki tíma eða hefði takmarkaða þolinmæði til að hlusta.“ Erfiðast að semja textana Eitruð karlmennska, franska byltingin, ástarjátningar, epíkúrismi, reykingar er svona eitt af því sem textarnir á plötunni fjalla um, en er auðvelt að fá hugmyndir og púsla saman flottum texta? „Mér finnst ekkert í lífinu eins erfitt og sársaukafullt og að semja texta. Ég get samið lag á hálftíma en það tekur mig margar vikur eða jafnvel mánuði að klára texta. Frank á mjög mikið í þessum textum þó það sé ég sem á endanum safna orðunum saman,“ útskýrir hann. „Það er eins með tónsmíðarnar og innblásturinn – þar sem hann endar tek ég við og öfugt.“ Spurður hvort á að herja á spilamennsku á næstunni og hvort fleiri munu spila með þeim segir hann að þeir séu í viðræðum við lúðrasveit Seltjarnarness en að þetta sé enn á viðkvæmu stigi. Eins og fyrr kemur fram er Höskuldur þekktastur fyrir að hafa verið meðlimur í hljómsveitinni Quarashi en hljómsveitin er með mikla reynslu að baki bæði hér heima og erlendis. Spurður hvort hann eigi eftir að taka eitthvað með sér frá þeirri sveit og nýta í Kig & Husk segir hann að sennilega miklu meira en hann mun gera sér grein fyrir og þá ekki bara tónlistarlega séð, heldur líka hugmyndafræðilega. „Öll list, hvort sem það er tónlist, skáldskapur, myndlist eða teppasaumur er fyrst og fremst performans, í víðasta skilningi þess orðs. Þegar Quarashi var upp á sitt besta bauð hún upp á hinn fullkomna performans,“ segir hann að lokum. Fylgstu með Kig & Husk á Instagram Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið
„Langa sagan er að við Frank hittumst fyrst á lúðrasveitaræfingu tónlistarskóla Seltjarnarness þegar ég var sennilega 11 ára í öftustu röð á 3ja trompet og hann nokkrum árum eldri í fremstu röð á rafmagnsgítar. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar þegar ég gekk til liðs við Ske sem við kynnumst fyrir alvöru og byrjum að semja saman,“ útskýrir hann og bætir við að seinna hafi hann svo farið út í háskólanám í nokkur ár en þegar hann sneri heim tóku þeir hægt og bítandi upp þráðinn og úr varð Kig & Husk. „Stutta sagan: Tinder,“ segir hann og glottir. Þegar Höskuldur er spurður hvernig hann mundi skilgreina tónlistina segir hann að Frank hafi verið í viðtali um daginn og hann hafi skilgreint tónlistina sem Guano-popp. „Ég veit ekki hvað það þýðir en það hljómar kúl,“ segir hann hreinskilningslega. En hvað er platan búin að vera lengi í vinnslu? „Það er lag á plötunni sem ég samdi árið 2010 ef það útskýrir eitthvað. Kill The Moon, hefur verið að fá glimrandi dóma. Komu viðtökurnar ykkur eitthvað á óvart? „Ef ég segi nei væri ég að skrökva. En sko, það sem listamenn óttast mest af öllu er að fá enga dóma. Engar viðtökur. Bara þögn. Þannig að við erum í skýjunum með viðbrögðin sem við höfum fengið,“ segir hann þakklátur og bætir við að þessi tónlist krefst frekar mikils af hlustandanum. „Það var eiginlega það sem við höfðum mestar áhyggjur af, er að fólk gæfi sér ekki tíma eða hefði takmarkaða þolinmæði til að hlusta.“ Erfiðast að semja textana Eitruð karlmennska, franska byltingin, ástarjátningar, epíkúrismi, reykingar er svona eitt af því sem textarnir á plötunni fjalla um, en er auðvelt að fá hugmyndir og púsla saman flottum texta? „Mér finnst ekkert í lífinu eins erfitt og sársaukafullt og að semja texta. Ég get samið lag á hálftíma en það tekur mig margar vikur eða jafnvel mánuði að klára texta. Frank á mjög mikið í þessum textum þó það sé ég sem á endanum safna orðunum saman,“ útskýrir hann. „Það er eins með tónsmíðarnar og innblásturinn – þar sem hann endar tek ég við og öfugt.“ Spurður hvort á að herja á spilamennsku á næstunni og hvort fleiri munu spila með þeim segir hann að þeir séu í viðræðum við lúðrasveit Seltjarnarness en að þetta sé enn á viðkvæmu stigi. Eins og fyrr kemur fram er Höskuldur þekktastur fyrir að hafa verið meðlimur í hljómsveitinni Quarashi en hljómsveitin er með mikla reynslu að baki bæði hér heima og erlendis. Spurður hvort hann eigi eftir að taka eitthvað með sér frá þeirri sveit og nýta í Kig & Husk segir hann að sennilega miklu meira en hann mun gera sér grein fyrir og þá ekki bara tónlistarlega séð, heldur líka hugmyndafræðilega. „Öll list, hvort sem það er tónlist, skáldskapur, myndlist eða teppasaumur er fyrst og fremst performans, í víðasta skilningi þess orðs. Þegar Quarashi var upp á sitt besta bauð hún upp á hinn fullkomna performans,“ segir hann að lokum. Fylgstu með Kig & Husk á Instagram
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið