Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir mun ekki leika með íslenska handboltalandsliðinu á komandi heimsmeistaramóti sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og byrjun desember en hún á von á barni. Handbolti 11.7.2025 23:31
Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Handknattleiksdeild KA hefur samið við georgíska landsliðsmanninn Giorgi Dikhaminjia um að leika með liðinu í vetur. Giorgi, sem er 28 ára gamall og 188 cm á hæð, leikur oftast sem hægri skytta en getur einnig leyst af í horninu. Handbolti 11.7.2025 17:48
Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Íslandsmeistarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram til fjölda ára og landsliðsmaður Finnlands, hefur samið við Sandefjord, nýliða í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 11.7.2025 13:32
Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hafnaði tilboði frá egypska félaginu Zamalek um að gerast þjálfari þess, og það ítrekað. Hann segist opinn fyrir því að þjálfa félagslið samhliða starfi sínu hjá HSÍ. Handbolti 3.7.2025 11:44
Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Alexander Petersson, sem á að baki einn lengsta handboltaferil sem sögur fara af, er hættur. Handbolti 1.7.2025 18:30
Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Færeyingar rifu sig upp eftir grátlegt tap í tvíframlengdum undanúrslitaleik og tryggðu sér í kvöld bronsverðlaunin á heimsmeistaramóti 21 árs landsliðs í handbolta en mótið fer fram í Póllandi. Handbolti 29.6.2025 16:38
Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Valsmenn hafa eignast Evrópumeistara í bæði karla- og kvennaflokki á síðustu árum. Kvennaliðið vann Evrópubikarinn í vetur og fara aftur í Evrópukeppni í vetur en karlarnir sitja aftur á móti heima. Handbolti 29.6.2025 13:58
Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Íslenski handboltamaðurinn Elmar Erlingsson er í öðru sæti á HM 21 árs landsliða yfir þá leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum í mótinu. Handbolti 28.6.2025 17:02
Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Færeyingar verða að sætta sig við að spila um bronsið á HM 21 árs landsliða í handbolta eftir tap á móti Portúgal í undanúrslitaleiknum í kvöld. Handbolti 27.6.2025 21:26
Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ísland varð að sætta sig við svekkjandi 38-35 tap í úrslitaleik gegn Serbíu um Forsetabikarinn, sautjánda sætið, á heimsmeistaramóti undir 21 árs landsliða í handbolta karla í dag. Handbolti 27.6.2025 14:00
Byrjar meðferð vegna brjóstakrabbameins Camilla Herrem, landsliðskona Noregs síðustu átján ár og ein sigursælasta handboltakona allra tíma, mun hefja læknismeðferð í dag vegna brjóstakrabbameins sem hún greindist með. Handbolti 27.6.2025 08:13
Færeyingar í undanúrslitin á HM og gætu mætt Dönum í úrslitaleiknum Færeyska 21 árs landsliðið í handbolta er komið alla leið í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta í Póllandi eftir sigur á Slóvenum í kvöld. Handbolti 26.6.2025 20:45
Norsk handboltastjarna með krabbamein Norska handboltakonan Camilla Herrem sagði frá því í kvöld að hún sé með brjóstakrabbamein. Handbolti 26.6.2025 18:31
Spila um Forsetabikarinn á HM Handboltalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri spilar úrslitaleik næsta laugardag um Forsetabikarinn, sautjánda sætið, á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Póllandi. Strákarnir okkur komust í úrslitaleikinn með öruggum 32-38 sigri gegn heimamönnum. Handbolti 26.6.2025 13:34
Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Eftir að föður hans var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í Þýskalandi, getur íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Andri Már Rúnarsson leikmaður félagsins, virkjað ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að halda annað. Handbolti 26.6.2025 08:01
Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Norðmenn héldu í fyrstu að þeir myndu koma út í mínus við að halda heimsmeistaramót karla í handbolta í janúar á þessu ári en svo var þó ekki eftir nánari skoðun. Handbolti 25.6.2025 17:30
Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Færeyingar eru einum sigri frá því að spila um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta. Gullkynslóðin þeirra sló út eina allra stærstu handboltaþjóðina, Frakka. Þjálfari Færeyinga kom með sínar skýringar á ótrúlegum árangri frænda okkar Íslendinga. Handbolti 25.6.2025 14:45
Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnari Sigtryggssyni var sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir nýafstaðið tímabil. Rúnar starfaði við krefjandi aðstæður hjá Leipzig, barðist fyrir því að halda íslenskum landsliðsmanni innan sinna raða en fékk það ekki í gegn. Handbolti 24.6.2025 07:30
Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Rúnar Kárason hefur framlengt samning sinn við Fram en Rúnar varð bæði bikar- og Íslandsmeistari með Fram á nýafstöðnu tímabili í Olís-deild karla. Handbolti 23.6.2025 18:02
Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri, vann nokkuð öruggan sautján marka sigur á Mexíkó, 41-24, á HM tuttugu og eins árs landsliða í Póllandi í dag. Handbolti 23.6.2025 13:43
Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag að mati handboltaþjálfarans Rúnars Sigtryggssonar sem hefur þjálfað þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig undanfarin ár. Handbolti 23.6.2025 09:01
Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Þetta verður stórt sumar hjá íslenska landsliðsmarkverðinum Viktori Gísla Hallgrímssyni en þetta var líka stórt hjá kappanum. Handbolti 22.6.2025 23:34
Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Frakkar urðu heimsmeistarar í handbolta í fyrsta sinn í Laugardalshöllinni fyrir þrjátíu árum. Nú hefur ein af hetjum þeirra úr þeim leik hvatt þennan heim. Handbolti 22.6.2025 17:47
Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Íslenska U21-landsliðið í handbolta karla fer í Forsetabikarinn svokallaða á HM eftir að hafa endað í 3. sæti F-riðils á HM í Póllandi í dag. Handbolti 21.6.2025 13:40