Fréttir

Grunaðir um hópárás með kylfu

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem mun hafa beinst að einum manni á Akureyri árið 2023. Einn þeirra er sagður hafa beitt kylfu við árásina.

Innlent

Vilja stór­efla sam­göngur á Vestur­landi

Samgöngur á Vesturlandi hafa orðið útundan undanfarin ár, að mati Samtaka sveitarfélaga á svæðinu. Forsvarsfólk þeirra krafðist úrbóta á fundi með ríkistjórninni á fimmtudag. Þá þurfi að bæta fjarskiptakerfi, fjölga hjúkrunarrýmum og berjast gegn verndartollum á kísiljárn.

Innlent

Sóttu mann sem féll niður bratta

Björgunarsveitir voru boðaðar út á mesta forgangi á tólfta tímanum í dag vegna ferðamanns sem hafði fallið niður nokkurn bratta á leið að Merkurkeri við Þórsmerkurleið.

Innlent

Ó­keypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“

Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg.

Innlent

Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum

Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum.

Innlent

Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum

Það mun allt iða af lífi og fjöri í Vogunum um helgina því þar eru haldnir fjölskyldudagar með fjölbreytti dagskrá. Væb bræður munu meðal annars skemmta, ásamt Páli Óskari svo eitthvað sé nefnt. Kvöldið í kvöld endar svo með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Skyggnis.

Innlent

Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatns­veður

Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna því að Fjölmiðlanefnd hafi sektað Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu,  sem hafði ekki starfsleyfi hér á landi. Formaður samtakanna segir lítið eftirlit með leyfilegri veðmálastarfsemi hér á landi og því ekki koma á óvart að eftirlit með ólöglegri starfsemi sé engin.

Innlent

Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyði­lagða“

Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð.

Innlent

Selenskí mun funda með Trump

Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti mun eiga fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington-borg á mánudag. Sá fundur mun koma í kjölfar fundar Trump með Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem fór fram í gærkvöldi.

Erlent

Fundi for­setanna lokið: Ekkert sam­komu­lag um vopna­hlé

Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum.

Erlent

„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“

Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós.

Innlent

Kyn­ferðis­brot á leik­skóla og tímamótafundur for­seta

Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskóla sem hann vinnur á. Barnið upplýsti sjálft um brotið. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við lögreglu og forstjóra Barna- og fjölskyldustofu sem segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um mál af þessum toga.

Innlent