
Fréttir

Manni kastað fram af svölum fyrir norðan
Manni var kastað fram af svölum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra á dögunum. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar, en þar er greint frá mörgum alvarlegum málum sem komu upp í umdæminu.

Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg
Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu.

Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota
Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu.

Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir
Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Rússlandi, segir samkomulag um 30 daga bann gegn árásum á orkuinnviði Úkraínu enn í gildi, þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir.

Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans.

Réttarhöld hafin yfir Depardieu
Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu.

Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins leggur í vikunni fram frumvarp sem skyldar sveitarfélög til að semja við einkarekna leikskóla sé óskað eftir því. Áslaug ræddi leikskólamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og brást einnig við færslu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra, um aðkomu hennar að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra.

Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA
Stjórnvöld hafa lagt fram ný gögn í máli þeirra gegn Mahmoud Khalil, sem var meðal þeirra sem leiddu mótmæli nemenda við Columbia-háskóla gegn hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna á Gasa.

Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts
Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö verkefni skömmu eftir miðnætti í nótt. Annars vegar þurfti að aðstoða tvo menn á vélsleðum á Langjökli og hins vegar þurfti að draga stjórnlausan fiskibát norðan af Hornbjargi til lands.

Tekur við stöðu starfandi forseta á ný
Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins.

Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið
Úrkomusvæði gengur norðaustur yfir landið í dag og fylgir því austan- og suðaustanátt, vindur yfirleitt á bilinu fimm til fimmtán metrar á sekúndu. Hvassast verður við suðvesturströndina.

Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir
Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst.

Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“
Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið.

Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn
Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.

Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar
Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík.

Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist
Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp.

Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna
Minnst þrír voru drepnir og tíu særðust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í nótt. Meðal hinna látnu er fimm ára barn. Úkraínumenn munu á morgun funda um frið með Rússum í Sádí-Arabíu gegnum sendinefnd Bandaríkjanna.

Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix
Formaður Lofstlagsráðs segir liggja mikið á að finna Carbfix - verkefni Coda Terminal - nýjan stað eftir að hætt var við það vegna mótmæla íbúa í Hafnarfirði. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn verkefninu.

Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi
Náttúruvársérfræðingur telur ekkert hægt að lesa í aukna jarðskjáftavirkni við Sundhnúka í dag. Skjálftavirkni hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur sem sé eðlilegt vegna áframhaldandi kvikuinnstreymis undir Svartsengi.

14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi
Það er líf og fjör á heimili á Akranesi alla daga því þar eru fjórtán hundar og þrír kettir. Höfðingi hópsins er tíkin Korka, sem er með níu hvolpa á spena. Sjálf á hún fjórar þeirra en hina fimm tók hún að sér frá annarri tík, sem var svo veik að hún gat ekki hugsað um hvolpana sína.

Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan
Helsti andstæðingur Tyrklandsforseta hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni undanfarnar nætur.

Leit ekki borið árangur
Leit hélt áfram í dag að manni sem er talið að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand í gær. Leitin skilaði ekki árangri.

Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði
Forsætisráðuneytið sendi fjölmiðlum í dag tölvupóstasamskipti ráðuneytisins og Ólafar Björnsdóttur og tímalínu um viðbrögð sín. Þar kemur fram að Ólöfu hafi aldrei verið heitið trúnaði, öfugt við það sem Ólöf hefur sjálf sagt. Aðstoðarmaður Kristrúnar sendi aðstoðarmanni Ásthildar skjáskot af fundarbeiðni Ólafar sem innihélt símanúmer og heimilisfang hennar.

Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti
Guðmundur Ingi Kristinsson tók við sem mennta- og barnamálaráðherra síðdegis í dag af Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Guðmundur Ingi segist reiðubúinn til að takast á við verkefnin í ráðuneytinu þó hann vildi að aðstæðurnar væru öðruvísi. Við förum yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi
Svo virðist sem skjálftavirkni við Sundhnúka fari hratt vaxandi. Ellefu skjálftar hafa mælst þar síðustu klukkustundir, og hafa þeir stærstu verið á bilinu 1 - 1,2 að stærð.

Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir það ekki hafa verið af gleðilegu tilefni sem hún væri mætt á ríkisráðsfund. Hún kveðst ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni undanfarna mánuði.

„Leitt að þetta skuli bera svona að“
Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr barna- og menntamálaráðherra, segir leitt að ráðherraskipan hans skuli bera svona að. Hann muni þó láta verkin tala í ráðherratíð sinni.

Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða.

Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi
Tveir ríkisráðsfundir munu fara fram á Bessastöðum í dag. Fyrirhugað er að fyrri fundurinn muni hefjast klukkan 15 en sá síðari fimmtán mínútum síðar.

Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál.