Fréttir Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu. Erlent 27.6.2025 12:52 Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Ríflega 80 prósent foreldra og forráðamanna grunnskólabarna segjast ánægð með gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Aðeins 7 prósent segjast nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart verkefninu. Innlent 27.6.2025 12:47 Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Erlent 27.6.2025 12:19 Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stjórnvöld í Danmörku hyggjast leggja fram frumvarp til breytinga á höfundarréttarlögum, þannig að einstaklingum verði tryggður höfundarrétturinn að eigin persónu og rödd. Erlent 27.6.2025 11:48 Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Í hádegisfréttum fjöllum við um verðbólguna en nýjar tölur frá Hagstofunni benda til þess að hún sé að aukast á ný. Innlent 27.6.2025 11:38 Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Félags- og húsnæðismálaráðuneytið hefur fengið óháðan aðila til að gera úttekt á starfsumhverfi embættis Ríkissáttasemjara. Niðurstaðan var sú að mikil starfsánægja og góður starfsandi væri hjá embættinu. Innlent 27.6.2025 11:23 Enn óvissa um þinglok Algjör óvissa er enn um hvenær Alþingi nær að ljúka störfum. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir mörg mál bíða afgreiðslu en veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur á dagskrá þingsins í dag. Innlent 27.6.2025 11:15 Framlengja gæsluvarðhald í fíkniefnamáli Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur framlengt gæsluvarðhald yfir fimm einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að fíkniefnaframleiðslu til 4. júlí. Allir hafa þeir kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 27.6.2025 10:51 Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. Innlent 27.6.2025 10:22 Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Erlent 27.6.2025 10:18 Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. Innlent 27.6.2025 10:08 Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Framhaldsskólarnir fjölguðu flestir innrituðum nemendum um tíu prósent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skólameistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Innritunarárgangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Íslandi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis. Innlent 27.6.2025 09:17 Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. Innlent 27.6.2025 08:47 Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað. Erlent 27.6.2025 08:13 Hreinsanir hafnar í Íran Hreinsanir eru sagðar standa yfir í Íran og hefur fjöldi manns verið handtekinn og margir teknir af lífi, ásakaðir um tengsl við ísraelsku leyniþjónustuna. Erlent 27.6.2025 07:41 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ Erlent 27.6.2025 07:09 Twitter-morðinginn tekinn af lífi Maður sem hafði verið sakfelldur fyrir að myrða níu í íbúð sinni í Tókýó í Japan var í nótt tekinn af lífi, að því er dómsmálaráðuneytið þar í landi segir. Erlent 27.6.2025 06:57 Þingfundi slitið á miðnætti en umræðan heldur áfram í dag Þingfundi var slitið á miðnætti í nótt, eftir ítrekaðar frestanir vegna fundar þingflokksformanna um möguleg þinglok. Innlent 27.6.2025 06:44 Tveir handteknir í tengslum við líkamsárás Tveir einstaklingar í annarlegu ástandi voru handteknir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt í tengslum við líkamsárás í miðborginni. Innlent 27.6.2025 06:23 Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur. Innlent 26.6.2025 23:55 Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn funda Þingfundi var frestað rétt fyrir átta í kvöld á meðan þingflokksformenn sitja á fundi og ræða þinglok. Fundinum var frestað um hálftíma en hefur ítrekað verið frestað aftur á meðan fundur stendur enn yfir. Innlent 26.6.2025 22:53 Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. Innlent 26.6.2025 22:02 „Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Innlent 26.6.2025 20:24 Ingvar útskrifaður úr meðferð Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, segist vera útskrifaður úr meðferð en hann tók sér hlé frá þingstörfum í síðasta mánuði í von um að sigrast á Bakkusi. Innlent 26.6.2025 20:09 „í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi verkalýðsfélaga og garðyrkjunnar „í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi, sem tók formlega í gildi í dag en kerfið sýnir að vinnustaðir fari eftir kjarasamningum og reglum vinnumarkaðarins. Garðyrkjubændur ríða á vaðið með nýja kerfið í samvinnu við Báruna stéttarfélag, Framsýn stéttarfélag og Sölufélag garðyrkjumanna. Innlent 26.6.2025 20:05 Fínasta grillveður í kortunum Siggi stormur segir að strax í næstu viku sé útlit fyrir þolanlegt veður um sunnan- og vestanvert landið með tilliti til sólar. Vikuna eftir það sé útlit fyrir að hæðarsvæði verði yfir landinu með björtu veðri víða um land. Innlent 26.6.2025 20:00 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. Innlent 26.6.2025 19:57 Sérsveitin handtók vopnaðan mann í Sandgerði Sérsveitin var kölluð að húsi í Sandgerði upp úr hádegi þar sem maður með hníf var handtekinn sagður vera í ójafnvægi. Lögreglan yfirbugaði manninn og lagði hald á hnífinn. Innlent 26.6.2025 19:23 Áhyggjuefni hve Ísland hefur dregist mikið aftur úr Áhyggjuefni er hvað Ísland hefur dregist aftur úr í menntamálum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinn OECD. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og jafnframt að efla þurfi raforkuframleiðslu hér á landi. Innlent 26.6.2025 19:01 Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svipti í dag fimm ökumenn ökuréttindum sínum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði þar sem hámarkshraði var 30 kílómetrar á klukkustund. Innlent 26.6.2025 18:26 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 334 ›
Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu. Erlent 27.6.2025 12:52
Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Ríflega 80 prósent foreldra og forráðamanna grunnskólabarna segjast ánægð með gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Aðeins 7 prósent segjast nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart verkefninu. Innlent 27.6.2025 12:47
Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Erlent 27.6.2025 12:19
Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stjórnvöld í Danmörku hyggjast leggja fram frumvarp til breytinga á höfundarréttarlögum, þannig að einstaklingum verði tryggður höfundarrétturinn að eigin persónu og rödd. Erlent 27.6.2025 11:48
Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Í hádegisfréttum fjöllum við um verðbólguna en nýjar tölur frá Hagstofunni benda til þess að hún sé að aukast á ný. Innlent 27.6.2025 11:38
Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Félags- og húsnæðismálaráðuneytið hefur fengið óháðan aðila til að gera úttekt á starfsumhverfi embættis Ríkissáttasemjara. Niðurstaðan var sú að mikil starfsánægja og góður starfsandi væri hjá embættinu. Innlent 27.6.2025 11:23
Enn óvissa um þinglok Algjör óvissa er enn um hvenær Alþingi nær að ljúka störfum. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir mörg mál bíða afgreiðslu en veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur á dagskrá þingsins í dag. Innlent 27.6.2025 11:15
Framlengja gæsluvarðhald í fíkniefnamáli Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur framlengt gæsluvarðhald yfir fimm einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að fíkniefnaframleiðslu til 4. júlí. Allir hafa þeir kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 27.6.2025 10:51
Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. Innlent 27.6.2025 10:22
Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Erlent 27.6.2025 10:18
Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. Innlent 27.6.2025 10:08
Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Framhaldsskólarnir fjölguðu flestir innrituðum nemendum um tíu prósent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skólameistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Innritunarárgangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Íslandi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis. Innlent 27.6.2025 09:17
Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. Innlent 27.6.2025 08:47
Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað. Erlent 27.6.2025 08:13
Hreinsanir hafnar í Íran Hreinsanir eru sagðar standa yfir í Íran og hefur fjöldi manns verið handtekinn og margir teknir af lífi, ásakaðir um tengsl við ísraelsku leyniþjónustuna. Erlent 27.6.2025 07:41
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ Erlent 27.6.2025 07:09
Twitter-morðinginn tekinn af lífi Maður sem hafði verið sakfelldur fyrir að myrða níu í íbúð sinni í Tókýó í Japan var í nótt tekinn af lífi, að því er dómsmálaráðuneytið þar í landi segir. Erlent 27.6.2025 06:57
Þingfundi slitið á miðnætti en umræðan heldur áfram í dag Þingfundi var slitið á miðnætti í nótt, eftir ítrekaðar frestanir vegna fundar þingflokksformanna um möguleg þinglok. Innlent 27.6.2025 06:44
Tveir handteknir í tengslum við líkamsárás Tveir einstaklingar í annarlegu ástandi voru handteknir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt í tengslum við líkamsárás í miðborginni. Innlent 27.6.2025 06:23
Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur. Innlent 26.6.2025 23:55
Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn funda Þingfundi var frestað rétt fyrir átta í kvöld á meðan þingflokksformenn sitja á fundi og ræða þinglok. Fundinum var frestað um hálftíma en hefur ítrekað verið frestað aftur á meðan fundur stendur enn yfir. Innlent 26.6.2025 22:53
Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. Innlent 26.6.2025 22:02
„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Innlent 26.6.2025 20:24
Ingvar útskrifaður úr meðferð Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, segist vera útskrifaður úr meðferð en hann tók sér hlé frá þingstörfum í síðasta mánuði í von um að sigrast á Bakkusi. Innlent 26.6.2025 20:09
„í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi verkalýðsfélaga og garðyrkjunnar „í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi, sem tók formlega í gildi í dag en kerfið sýnir að vinnustaðir fari eftir kjarasamningum og reglum vinnumarkaðarins. Garðyrkjubændur ríða á vaðið með nýja kerfið í samvinnu við Báruna stéttarfélag, Framsýn stéttarfélag og Sölufélag garðyrkjumanna. Innlent 26.6.2025 20:05
Fínasta grillveður í kortunum Siggi stormur segir að strax í næstu viku sé útlit fyrir þolanlegt veður um sunnan- og vestanvert landið með tilliti til sólar. Vikuna eftir það sé útlit fyrir að hæðarsvæði verði yfir landinu með björtu veðri víða um land. Innlent 26.6.2025 20:00
„Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. Innlent 26.6.2025 19:57
Sérsveitin handtók vopnaðan mann í Sandgerði Sérsveitin var kölluð að húsi í Sandgerði upp úr hádegi þar sem maður með hníf var handtekinn sagður vera í ójafnvægi. Lögreglan yfirbugaði manninn og lagði hald á hnífinn. Innlent 26.6.2025 19:23
Áhyggjuefni hve Ísland hefur dregist mikið aftur úr Áhyggjuefni er hvað Ísland hefur dregist aftur úr í menntamálum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinn OECD. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og jafnframt að efla þurfi raforkuframleiðslu hér á landi. Innlent 26.6.2025 19:01
Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svipti í dag fimm ökumenn ökuréttindum sínum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði þar sem hámarkshraði var 30 kílómetrar á klukkustund. Innlent 26.6.2025 18:26