Fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Flughált er á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn borgarinnar og Vegagerðar í óða önn við að salta göturnar nú í morgunsárið. Innlent 20.1.2026 07:00 Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram ögrunum sínum í nótt og birti nú í morgunsárið mynd af sér, JD Vance varaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra að nema land á Grænlandi. Erlent 20.1.2026 06:29 Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Stéttarfélag lestarstjóra á Spáni varaði í ágúst við bágu ástandi lestarteinanna á kafla þar sem eitt mannskæðasta lestarslys Evrópu í áttatíu ár varð í gær þegar minnst fjörutíu létust. Erlent 19.1.2026 23:57 Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær hættulegar líkamsárásir, önnur þeirra gegn sambýliskonu sinni, og akstur undir áhrifum fíkniefna. Önnur líkamsárásin átti sér stað nokkrum sekúndum eftir að maðurinn varð sjálfur fyrir stunguárás. Innlent 19.1.2026 23:17 Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sænski herinn verður með viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í febrúar og mars til að sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO. Jas 39 Gripen-orrustuþotur verða ræstar út í verkefnið. Innlent 19.1.2026 22:35 Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður. Innlent 19.1.2026 22:20 Deilt um verðhækkanir Veitna Formaður VR gagnrýnir endurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og segir að um dulbúna skattahækkun sé að ræða. Framkvæmdastýra Veitna vill ekki meina að um fimmtíu prósenta hækkun sé að ræða. Innlent 19.1.2026 22:19 Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Um fjórðungur allra heimsókna á bráðamóttöku eru áfengistengdar og innlögum vegna áfengis hefur sömuleiðis fjölgað mikið á síðustu árum. Yfirlæknir öldrunarlækninga segir starfsmenn heimaþjónustu og hjúkrunarheimila óska eftir aðstoð vegna drykkju eldra fólks í hverri viku. Innlent 19.1.2026 22:01 Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann sagðist ekki bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um gerð áætlunarinnar. Innlent 19.1.2026 21:56 Rauð norðurljós vegna kórónugoss Græn og rauð norðurljós skarta nú himininn yfir Suðvesturhorninu. Um er að ræða kröftugt kórónugos samkvæmt stjörnufræðingi. Innlent 19.1.2026 21:32 Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, vonast til þess að ásælni Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi leiði af sér samning milli Grænlands og Bandaríkjanna sem eigi eftir að þoka Grænlendingum nær sjálfstæði. Allt sem Trump vilji fá frá Grænlandi hafi staðið Bandaríkjamönnum til boða áratugum saman. Erlent 19.1.2026 20:34 Hljóp á sig Líf Magneudóttir segist hafa hlaupið á sig þegar hún hélt því fram að ekki hafi verið samþykkt á félagsfundi Vinstri grænna að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Hún styðji tillöguna og áformin en ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti í forvali VG. Innlent 19.1.2026 18:58 Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Vegagerðin hyggst setja upp svokallaðar grjótgrindur við Steinafjall þar sem banaslys varð í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir úrbótum í nýrri skýrslu. Innlent 19.1.2026 18:41 Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Ráðamenn í Evrópu funda stíft vegna stöðunnar sem upp er komin í álfunni eftir að Bandaríkjaforseti boðaði að hann myndi refsa með tollum sumum af þeim Evrópuríkjum sem setja sig upp á móti Grænlandsásælni hans. Innlent 19.1.2026 18:13 Íslendingur handtekinn á EM Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í handbolta hefur verið handtekinn í Svíþjóð. Innlent 19.1.2026 17:09 Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Innviðaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa hrundið af stað átaki til að auka þátttöku almennings í sveitarstjórnarkosningunum sem fram undan eru. Markmiðið er bæði til að fá fleiri til að bjóða sig fram og að fá fleiri til að greiða atkvæði. Innlent 19.1.2026 16:48 Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu áðan en hann hjólaði í Flokk fólksins. Innlent 19.1.2026 15:57 Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nú sögð skoða hvort hægt sé að banna snjallforrit sem byggja á gervigreind sem hægt er að nota til þess að búa til falsaðar nektarmyndir af fólki. Samfélagsmiðlinn X hefur legið undir ámæli fyrir að framleiða slíkar myndir af börnum og konum. Erlent 19.1.2026 15:55 „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Varaformaður stjórnar Vinstri grænna í Reykjavík segir dapurlegt að Líf Magneudóttir núverandi oddviti haldi því fram að ekki hafi verið ákveðið á félagsfundi að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Það hafi verið niðurstaða fundarins í gær. Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að það hafi verið sinn skilningur. Innlent 19.1.2026 14:06 Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu um að brúni hundamítillinn (Rhipicephalus sanguineus) hafi greinst á hundi sem var í skoðun á Dýraspítalanum í Víðidal vegna kláða og útbrota í andliti. Innlent 19.1.2026 13:53 Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa stungið föður barnsmóður sinnar ítrekað eftir að hafa brotist inn til hans að næturlagi í október í fyrra. Innlent 19.1.2026 13:31 Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sex voru handteknir og hald lagt á umtalsvert magn af fíkniefnum, vopnum og fjármunum í lögregluaðgerðum á Akureyri um helgina. Ráðist var í aðgerðirnar í leit að vopni sem grunur er um að notað hafi verið til að beita hótunum, en ráðist var í húsleit og handtökur á fjórum stöðum og eru tveir enn í varðhaldi. Rannsókn málsins beinist þó einkum að fjórum einstaklingum, þar af tveir undir átján ára aldri, eru til rannsóknar. Þá voru fjórir handteknir í sama lögregluumdæmi í tengslum við innbrot og þjófnað. Innlent 19.1.2026 13:04 Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að Vegagerðin vinni þegar í stað að úrbótum á hringveginum við Steinafjall á Suðurlandi eftir að erlend ferðakona lést þegar stærðarinnar grjót féll á bíl hennar. Líkur á slíkum slysum eru sagðar hafa aukist vegna þyngri umferðar um veginn. Innlent 19.1.2026 12:11 Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni Grænlands og hið ótrúlega bréf sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi á forsætisráðherra Noregs. Innlent 19.1.2026 11:38 Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Vegagerðin hefur boðið út lagningu bundins slitlags á 7,4 kílómetra kafla Einholtsvegar í Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu. Þetta er fyrsta framkvæmdaútboð sem auglýst er í vegagerð frá því í júlí síðastliðið sumar, ef frá er talið lítið útboð í gerð hringtorgs í Garðabæ í september. Innlent 19.1.2026 11:34 „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir fulla einurð þar á bæ með að fara í sameiginlegt framboð með Vori til vinstri. Það hafi komið fram á félagsfundi sem haldinn var í gær. Innlent 19.1.2026 11:21 Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Bandaríkjaforseti hefur boðið Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sæti í svonefndu „friðarráði“ sínu um uppbyggingu Gasastrandarinnar. Ekki er ljóst hvort að sömu kröfur verði gerðar til Pútín og til annarra leiðtoga sem eru sagðir hafa fengið slíkt boð. Erlent 19.1.2026 11:15 „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Formaður Starfsgreinasambandsins segir blasa við að launafólk hafi verið svikið með gjaldskrár- og verðlagshækkunum, þvert á gefin loforð í síðustu kjarasamningsviðræðum. Veitur hafa hækkað fastagjald hitaveitu um nærri fimmtíu prósent á einu ári. Innlent 19.1.2026 11:06 Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Tæplega fjörutíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast óánægð með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta Fjarðarheiðargöngum, um tvöfalt fleiri en eru ánægðir. Flestir hafa þó enga skoðun á frestuninni. Innlent 19.1.2026 10:47 Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, líst ekki á blikuna hvað varðar umræðuna um læsi og lestrarkennslu, en hann segist óttast að verið sé að kynda undir „læsisstríði“. Hann telur það meðal annars vera lykilatriði að efla og auka áherslu á læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi, en ekki bara í fyrstu bekkjum grunnskóla. Innlent 19.1.2026 09:11 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Flughált í höfuðborginni og víðar um land Flughált er á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn borgarinnar og Vegagerðar í óða önn við að salta göturnar nú í morgunsárið. Innlent 20.1.2026 07:00
Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram ögrunum sínum í nótt og birti nú í morgunsárið mynd af sér, JD Vance varaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra að nema land á Grænlandi. Erlent 20.1.2026 06:29
Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Stéttarfélag lestarstjóra á Spáni varaði í ágúst við bágu ástandi lestarteinanna á kafla þar sem eitt mannskæðasta lestarslys Evrópu í áttatíu ár varð í gær þegar minnst fjörutíu létust. Erlent 19.1.2026 23:57
Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær hættulegar líkamsárásir, önnur þeirra gegn sambýliskonu sinni, og akstur undir áhrifum fíkniefna. Önnur líkamsárásin átti sér stað nokkrum sekúndum eftir að maðurinn varð sjálfur fyrir stunguárás. Innlent 19.1.2026 23:17
Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sænski herinn verður með viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í febrúar og mars til að sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO. Jas 39 Gripen-orrustuþotur verða ræstar út í verkefnið. Innlent 19.1.2026 22:35
Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður. Innlent 19.1.2026 22:20
Deilt um verðhækkanir Veitna Formaður VR gagnrýnir endurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og segir að um dulbúna skattahækkun sé að ræða. Framkvæmdastýra Veitna vill ekki meina að um fimmtíu prósenta hækkun sé að ræða. Innlent 19.1.2026 22:19
Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Um fjórðungur allra heimsókna á bráðamóttöku eru áfengistengdar og innlögum vegna áfengis hefur sömuleiðis fjölgað mikið á síðustu árum. Yfirlæknir öldrunarlækninga segir starfsmenn heimaþjónustu og hjúkrunarheimila óska eftir aðstoð vegna drykkju eldra fólks í hverri viku. Innlent 19.1.2026 22:01
Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann sagðist ekki bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um gerð áætlunarinnar. Innlent 19.1.2026 21:56
Rauð norðurljós vegna kórónugoss Græn og rauð norðurljós skarta nú himininn yfir Suðvesturhorninu. Um er að ræða kröftugt kórónugos samkvæmt stjörnufræðingi. Innlent 19.1.2026 21:32
Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, vonast til þess að ásælni Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi leiði af sér samning milli Grænlands og Bandaríkjanna sem eigi eftir að þoka Grænlendingum nær sjálfstæði. Allt sem Trump vilji fá frá Grænlandi hafi staðið Bandaríkjamönnum til boða áratugum saman. Erlent 19.1.2026 20:34
Hljóp á sig Líf Magneudóttir segist hafa hlaupið á sig þegar hún hélt því fram að ekki hafi verið samþykkt á félagsfundi Vinstri grænna að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Hún styðji tillöguna og áformin en ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti í forvali VG. Innlent 19.1.2026 18:58
Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Vegagerðin hyggst setja upp svokallaðar grjótgrindur við Steinafjall þar sem banaslys varð í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir úrbótum í nýrri skýrslu. Innlent 19.1.2026 18:41
Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Ráðamenn í Evrópu funda stíft vegna stöðunnar sem upp er komin í álfunni eftir að Bandaríkjaforseti boðaði að hann myndi refsa með tollum sumum af þeim Evrópuríkjum sem setja sig upp á móti Grænlandsásælni hans. Innlent 19.1.2026 18:13
Íslendingur handtekinn á EM Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í handbolta hefur verið handtekinn í Svíþjóð. Innlent 19.1.2026 17:09
Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Innviðaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa hrundið af stað átaki til að auka þátttöku almennings í sveitarstjórnarkosningunum sem fram undan eru. Markmiðið er bæði til að fá fleiri til að bjóða sig fram og að fá fleiri til að greiða atkvæði. Innlent 19.1.2026 16:48
Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu áðan en hann hjólaði í Flokk fólksins. Innlent 19.1.2026 15:57
Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nú sögð skoða hvort hægt sé að banna snjallforrit sem byggja á gervigreind sem hægt er að nota til þess að búa til falsaðar nektarmyndir af fólki. Samfélagsmiðlinn X hefur legið undir ámæli fyrir að framleiða slíkar myndir af börnum og konum. Erlent 19.1.2026 15:55
„Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Varaformaður stjórnar Vinstri grænna í Reykjavík segir dapurlegt að Líf Magneudóttir núverandi oddviti haldi því fram að ekki hafi verið ákveðið á félagsfundi að Vor til vinstri myndi leiða sameiginlegt framboð. Það hafi verið niðurstaða fundarins í gær. Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að það hafi verið sinn skilningur. Innlent 19.1.2026 14:06
Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu um að brúni hundamítillinn (Rhipicephalus sanguineus) hafi greinst á hundi sem var í skoðun á Dýraspítalanum í Víðidal vegna kláða og útbrota í andliti. Innlent 19.1.2026 13:53
Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa stungið föður barnsmóður sinnar ítrekað eftir að hafa brotist inn til hans að næturlagi í október í fyrra. Innlent 19.1.2026 13:31
Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sex voru handteknir og hald lagt á umtalsvert magn af fíkniefnum, vopnum og fjármunum í lögregluaðgerðum á Akureyri um helgina. Ráðist var í aðgerðirnar í leit að vopni sem grunur er um að notað hafi verið til að beita hótunum, en ráðist var í húsleit og handtökur á fjórum stöðum og eru tveir enn í varðhaldi. Rannsókn málsins beinist þó einkum að fjórum einstaklingum, þar af tveir undir átján ára aldri, eru til rannsóknar. Þá voru fjórir handteknir í sama lögregluumdæmi í tengslum við innbrot og þjófnað. Innlent 19.1.2026 13:04
Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að Vegagerðin vinni þegar í stað að úrbótum á hringveginum við Steinafjall á Suðurlandi eftir að erlend ferðakona lést þegar stærðarinnar grjót féll á bíl hennar. Líkur á slíkum slysum eru sagðar hafa aukist vegna þyngri umferðar um veginn. Innlent 19.1.2026 12:11
Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni Grænlands og hið ótrúlega bréf sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi á forsætisráðherra Noregs. Innlent 19.1.2026 11:38
Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Vegagerðin hefur boðið út lagningu bundins slitlags á 7,4 kílómetra kafla Einholtsvegar í Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu. Þetta er fyrsta framkvæmdaútboð sem auglýst er í vegagerð frá því í júlí síðastliðið sumar, ef frá er talið lítið útboð í gerð hringtorgs í Garðabæ í september. Innlent 19.1.2026 11:34
„Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir fulla einurð þar á bæ með að fara í sameiginlegt framboð með Vori til vinstri. Það hafi komið fram á félagsfundi sem haldinn var í gær. Innlent 19.1.2026 11:21
Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Bandaríkjaforseti hefur boðið Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sæti í svonefndu „friðarráði“ sínu um uppbyggingu Gasastrandarinnar. Ekki er ljóst hvort að sömu kröfur verði gerðar til Pútín og til annarra leiðtoga sem eru sagðir hafa fengið slíkt boð. Erlent 19.1.2026 11:15
„Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Formaður Starfsgreinasambandsins segir blasa við að launafólk hafi verið svikið með gjaldskrár- og verðlagshækkunum, þvert á gefin loforð í síðustu kjarasamningsviðræðum. Veitur hafa hækkað fastagjald hitaveitu um nærri fimmtíu prósent á einu ári. Innlent 19.1.2026 11:06
Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Tæplega fjörutíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast óánægð með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta Fjarðarheiðargöngum, um tvöfalt fleiri en eru ánægðir. Flestir hafa þó enga skoðun á frestuninni. Innlent 19.1.2026 10:47
Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, líst ekki á blikuna hvað varðar umræðuna um læsi og lestrarkennslu, en hann segist óttast að verið sé að kynda undir „læsisstríði“. Hann telur það meðal annars vera lykilatriði að efla og auka áherslu á læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi, en ekki bara í fyrstu bekkjum grunnskóla. Innlent 19.1.2026 09:11