Fréttir

Bar­áttan um Fram­sókn muni snúast um sögu­lega stöðu

Fyrsti frambjóðandinn til að tilkynna framboð til formanns Framsóknar steig fram í dag. Tveir til viðbótar liggja undir feldi en flokkurinn velur sér nýjan formann á flokksþingi í febrúar. Stjórnmálafræðingur segir um tímamótaákvörðun að ræða enda hafi flokkurinn aldrei verið í erfiðari stöðu.

Innlent

Telur Trump gera mis­tök

Grænlenska landsstjórnin telur ólíklegt að Bandaríkjamenn beiti hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þurfi þó að vera undirbúin fyrir óvæntar vendingar í samvinnu við aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hótanir Bandaríkjanna um tolla á lönd sem styðja Grænland, mistök.

Erlent

Sverrir Berg­mann hættir í bæjar­stjórn

Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. 

Innlent

Annasamasti dagur á bráða­mót­töku í lækna minnum

Hálfgert hættuástand skapaðist sunnan- og vestanlands fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur vegna flughálku í morgun. Rekja má fjölda umferðaróhappa og slysa til hennar. Á hádegi höfðu þrjátíu manns leitað á bráðamóttöku vegna hálkumeiðsla en í kvöld hafði sú tala hækkað í áttatíu.

Innlent

Kvaðst hafa drepið fjöl­skylduna og ætlað að stinga sig í hjartað

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti franskra feðgina á Edition-hótelinu í júní er lokið. Konan sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana játaði á vettvangi að hafa drepið þau, og sagðist hafa ætlað að svipta sig lífi í leiðinni, en neitar sök í dag. 

Innlent

Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára

Í Kína fæddust 7,92 milljónir barna í fyrra. Það er 1,62 milljónum færri börn en fæddust árið 2024 og markar það um sautján prósenta fækkun. Samkvæmt opinberum tölum í Kína hefur fæddum börnum fækkað á hverju ári mörg ár í röð.

Erlent

Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins

Brynjar Níelsson, fyrrverandi stjórnmálamaður, hefur látið lítið fyrir sér fara á Facebook, sem hafði fram til þess að hann var skipaður tímabundið dómari við héraðsdóm, verið hans helsti skotpallur. En nú er eins og allar flóðgáttir hafi brostið.

Innlent

„Fyrsta ár ríkis­stjórnarinnar hefur mis­tekist“

Formaður Framsóknarflokksins segir það umhugsunarefni fyrir meirihlutann á Alþingi og ríkisstjórnina að verðbólga stefni að öllum líkindum yfir fimm prósent á næstu mánuðum og muni aukast. „Með öðrum orðum, fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist, henni hefur mistekist að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.“

Innlent

Heitt í hamsi vegna Græn­lands

Staða öryggis- og varnarmála og hótanir Bandaríkjaforseta í garð Grænlands voru þingmönnum ofarlega í huga í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Á meðan þingmenn allra flokka sem kvöddu sér hljóðs um alþjóðamálin sögðust styðja Grænlendinga og að hótanir Bandaríkjaforseta væru fráleitar, þá kvað á sama tíma við nokkuð ólíkan tón milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um það hvort Ísland ætti, í ljósi aðstæðna, að horfa meira til Evrópusambandsins.

Innlent

Beiting her­valds ó­lík­leg en ekki úti­lokuð

Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn.

Erlent

Dýr fram­tíðar­lausn að færa þjóð­veginn vegna grjóthruns

Vegagerðin segist hafa skoðað að færa þjóðveg 1 fjær Steinafjalli en telur það framtíðarlausn sem sé töluvert dýrari en hrunvarnir sem bjóða á út á næstunni. Koma þurfi upp hrunvörnum víðar en við Steinafjall þar sem erlend ferðakona lést þegar grjót hrundi á bíl hennar í fyrra.

Innlent

Borgar­stjórn biður vöggustofubörnin af­sökunar

Borgarstjórn samþykkti í dag ályktun þar sem þau sem vistuð voru sem börn á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á árunum 1974 til 1979 og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar á þeirri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar.

Innlent

Ráð­herra Trumps segir Evrópu móður­sjúka

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, dregur í efa að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé treystandi. Hann hafi samþykkt í fyrra að beita meðlimi Evrópusambandsins ekki frekari tollum en ætli sér þrátt fyrir það að setja tolla á nokkur ríki Evrópu í tengslum við hótanir hans í garð Grænlands.

Erlent

Sjö til­kynningar um heimilis­of­beldi að jafnaði á dag

Tilkynningum til lögreglu vegna heimilisofbeldis fjölgaði um tvö prósent í fyrra samanborið við síðustu þrjú ár á undan en alls fékk lögregla 2.485 slíkar tilkynningar á síðasta ári. Það jafngildir að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag en flestar tilkynningar um heimilisofbeldi bárust í desember, eða 138 tilkynningar. Tilkynningum um ofbeldi foreldra gegn börnum hefur fjölgað einna mest á milli ára. Innan við þriðjungur þolenda heimilisofbeldis segist hafa tilkynnt um ofbeldið til lögreglu.

Innlent

Skutu flug­skeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu

Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á orkukerfi Úkraínu þar sem notast var við 372 sjálfsprengidróna og skot- og stýriflaugar. Slíkar árásir hafa verið tíðar að undanförnu en Úkraínumenn eru að ganga í gegnum einn kaldasta veturinn á svæðinu í mörg ár.

Erlent