Fréttir Þýskaland lögleiðir kannabis Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota. Erlent 25.2.2024 23:13 Fjórir létust í snjóflóði Fjórir skíðakappar létu lífið í dag þegar snjóflóð féll um 1600 metrum fyrir ofan þorpið Mont-Dore á svæði sem er kallað Val d'Enfer í Frakklandi. Erlent 25.2.2024 22:38 Blendnar tilfinningar til breytinga hjá sundlaugunum Blendnar tilfinningar eru meðal sundlaugargesta vegna breytinga á opnunartímum sundlauga í borginni. Dögum þar sem laugarnar standa opnar fjölgar svo um munar á árinu - en kvöldsund skerðist hins vegar talsvert. Innlent 25.2.2024 21:12 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. Erlent 25.2.2024 19:49 Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Erlent 25.2.2024 19:25 Fundi lokið og annar boðaður í fyrramálið Samningsfundi breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu lauk fyrir skemmstu og hefur annar verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. Innlent 25.2.2024 18:49 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fer yfir stöðuna í myndveri í beinni útsendingu. Innlent 25.2.2024 18:20 Mygla fannst í stjórnsýsluhúsinu Mygla hefur greinst í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík. Niðurstaða greiningar verkfræðistofunnar Verkís hefur leitt í ljós að myglu er að finna á þremur stöðum en að kjallarinn sé verst farinn. Innlent 25.2.2024 18:11 Forsetahjónin ræddu við Palestínumenn á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og eiginkona hans Eliza Reid ræddu á föstudaginn við Palestínumenn búsetta á Íslandi á Bessastöðum yfir kaffi og kleinum. Þau ræddu um stríðið sem geysar á Gasa og áhrif þess á Palestínumenn hérlendis og annars staðar. Innlent 25.2.2024 17:59 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. Erlent 25.2.2024 16:55 „Oft ansi ljótir hlutir sagðir á meðan maður er að spila“ Ísabella Lindudóttir hefur síðustu ár spilað mikið af tölvuleikjum þar sem margir spila saman. Hún lendir ítrekað í því að talað sé við hana í kynferðislegum tón eða henni jafnvel hótað ofbeldi. Hún segir mikilvægt að þetta sé rætt og reynt að koma í veg fyrir þetta. Innlent 25.2.2024 16:30 „Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. Innlent 25.2.2024 16:26 Skýra hvað gervigreind megi nota: Hemmi Gunn í Áramótaskaupinu sýndi alþjóð möguleg áhrif Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um hvað gervigreind má nota og hvað ekki. Innkoma gervigreindarútgáfu af Hemma Gunn í áramótaskaupinu flýtti fyrir útgáfu frumvarpsins. Innlent 25.2.2024 15:40 Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. Innlent 25.2.2024 15:07 Fagnar því að hálendið sé meira og minna laust við ferðamenn Einn reyndasti landvörður Íslands fagnar því að ferðamönnum sé ekki hleypt á hálendið í miklu magni á sama tíma og það er örtröð á vinsælustu ferðamannastöðunum á láglendi. Innlent 25.2.2024 15:05 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. Innlent 25.2.2024 14:57 Hraðinn á fólksfjölguninni valdi vaxtaverkjum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist hafa verulegar áhyggjur af því að stéttaskipting og ójöfnuður festist í sessi í íslensku samfélagi þegar að komi að innflytjendum. Hann telur innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á landi síðustu ár Innlent 25.2.2024 13:27 Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Erlent 25.2.2024 12:28 Hádegisfréttir Bylgjunnar Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Innlent 25.2.2024 11:55 Piltar taldir hafa verið að verki Ekki er vitað hversu margir gerendur voru að verki þegar pilti var ógnað með hnífi við Laugardalslaug í gær. Tilkynnt var um atvikið um hálftíma eftir að það átti sér stað og talið er að aðrir piltar hafi verið að verki. Innlent 25.2.2024 10:45 Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. Innlent 25.2.2024 10:30 Sprengisandur: Innrásin í Úkraínu, Grindavík og lífeyrismál Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 25.2.2024 09:40 Íslendingar flykkjast í sólina á Tenerife Um tvö þúsund Íslendingar sleikja nú sólina á Tenerife í hverri viku en ferðir til eyjunnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú. Loftslagið þykir mjög gott á eyjunni fyrir Íslendinga og þá er lítið sem ekkert um pöddur þar og yfirleitt mjög hreinlegt. Innlent 25.2.2024 09:30 Lá milli heims og helju eftir mislingasmit Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af. Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. Innlent 25.2.2024 08:00 Bjart og kalt í morgunsárið Nú í morgunsárið er bjart og kalt veður víða á landinu að því sem fram kemur í textalýsingu Veðurstofunnar. Í dag nálgast lægð úr suðvestri og eftir hádegi er búist við að hægt vaxandi suðlægri átt og að það muni hlýna smám saman. Veður 25.2.2024 07:45 Atlaga með hníf í sundlaug til rannsóknar Lögreglunni var í gær tilkynnt um einstaklinga sem veittust að öðrum manni með hníf í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Enginn slasaðist vegna málsins sem er nú í rannsókn hjá lögreglu. Innlent 25.2.2024 07:28 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. Innlent 25.2.2024 07:07 Átök í kókaínpartýi í Þorlákshöfn enduðu fyrir dómi Maður, sem var ákærður fyrir að slá konu með bréfpoka fullum af bjórflöskum, var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Innlent 24.2.2024 23:29 Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. Erlent 24.2.2024 23:21 Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. Erlent 24.2.2024 21:46 « ‹ 324 325 326 327 328 329 330 331 332 … 334 ›
Þýskaland lögleiðir kannabis Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota. Erlent 25.2.2024 23:13
Fjórir létust í snjóflóði Fjórir skíðakappar létu lífið í dag þegar snjóflóð féll um 1600 metrum fyrir ofan þorpið Mont-Dore á svæði sem er kallað Val d'Enfer í Frakklandi. Erlent 25.2.2024 22:38
Blendnar tilfinningar til breytinga hjá sundlaugunum Blendnar tilfinningar eru meðal sundlaugargesta vegna breytinga á opnunartímum sundlauga í borginni. Dögum þar sem laugarnar standa opnar fjölgar svo um munar á árinu - en kvöldsund skerðist hins vegar talsvert. Innlent 25.2.2024 21:12
Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. Erlent 25.2.2024 19:49
Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Erlent 25.2.2024 19:25
Fundi lokið og annar boðaður í fyrramálið Samningsfundi breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu lauk fyrir skemmstu og hefur annar verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. Innlent 25.2.2024 18:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fer yfir stöðuna í myndveri í beinni útsendingu. Innlent 25.2.2024 18:20
Mygla fannst í stjórnsýsluhúsinu Mygla hefur greinst í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík. Niðurstaða greiningar verkfræðistofunnar Verkís hefur leitt í ljós að myglu er að finna á þremur stöðum en að kjallarinn sé verst farinn. Innlent 25.2.2024 18:11
Forsetahjónin ræddu við Palestínumenn á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og eiginkona hans Eliza Reid ræddu á föstudaginn við Palestínumenn búsetta á Íslandi á Bessastöðum yfir kaffi og kleinum. Þau ræddu um stríðið sem geysar á Gasa og áhrif þess á Palestínumenn hérlendis og annars staðar. Innlent 25.2.2024 17:59
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. Erlent 25.2.2024 16:55
„Oft ansi ljótir hlutir sagðir á meðan maður er að spila“ Ísabella Lindudóttir hefur síðustu ár spilað mikið af tölvuleikjum þar sem margir spila saman. Hún lendir ítrekað í því að talað sé við hana í kynferðislegum tón eða henni jafnvel hótað ofbeldi. Hún segir mikilvægt að þetta sé rætt og reynt að koma í veg fyrir þetta. Innlent 25.2.2024 16:30
„Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. Innlent 25.2.2024 16:26
Skýra hvað gervigreind megi nota: Hemmi Gunn í Áramótaskaupinu sýndi alþjóð möguleg áhrif Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um hvað gervigreind má nota og hvað ekki. Innkoma gervigreindarútgáfu af Hemma Gunn í áramótaskaupinu flýtti fyrir útgáfu frumvarpsins. Innlent 25.2.2024 15:40
Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. Innlent 25.2.2024 15:07
Fagnar því að hálendið sé meira og minna laust við ferðamenn Einn reyndasti landvörður Íslands fagnar því að ferðamönnum sé ekki hleypt á hálendið í miklu magni á sama tíma og það er örtröð á vinsælustu ferðamannastöðunum á láglendi. Innlent 25.2.2024 15:05
Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. Innlent 25.2.2024 14:57
Hraðinn á fólksfjölguninni valdi vaxtaverkjum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist hafa verulegar áhyggjur af því að stéttaskipting og ójöfnuður festist í sessi í íslensku samfélagi þegar að komi að innflytjendum. Hann telur innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á landi síðustu ár Innlent 25.2.2024 13:27
Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Erlent 25.2.2024 12:28
Hádegisfréttir Bylgjunnar Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Innlent 25.2.2024 11:55
Piltar taldir hafa verið að verki Ekki er vitað hversu margir gerendur voru að verki þegar pilti var ógnað með hnífi við Laugardalslaug í gær. Tilkynnt var um atvikið um hálftíma eftir að það átti sér stað og talið er að aðrir piltar hafi verið að verki. Innlent 25.2.2024 10:45
Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. Innlent 25.2.2024 10:30
Sprengisandur: Innrásin í Úkraínu, Grindavík og lífeyrismál Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 25.2.2024 09:40
Íslendingar flykkjast í sólina á Tenerife Um tvö þúsund Íslendingar sleikja nú sólina á Tenerife í hverri viku en ferðir til eyjunnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú. Loftslagið þykir mjög gott á eyjunni fyrir Íslendinga og þá er lítið sem ekkert um pöddur þar og yfirleitt mjög hreinlegt. Innlent 25.2.2024 09:30
Lá milli heims og helju eftir mislingasmit Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af. Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. Innlent 25.2.2024 08:00
Bjart og kalt í morgunsárið Nú í morgunsárið er bjart og kalt veður víða á landinu að því sem fram kemur í textalýsingu Veðurstofunnar. Í dag nálgast lægð úr suðvestri og eftir hádegi er búist við að hægt vaxandi suðlægri átt og að það muni hlýna smám saman. Veður 25.2.2024 07:45
Atlaga með hníf í sundlaug til rannsóknar Lögreglunni var í gær tilkynnt um einstaklinga sem veittust að öðrum manni með hníf í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Enginn slasaðist vegna málsins sem er nú í rannsókn hjá lögreglu. Innlent 25.2.2024 07:28
Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. Innlent 25.2.2024 07:07
Átök í kókaínpartýi í Þorlákshöfn enduðu fyrir dómi Maður, sem var ákærður fyrir að slá konu með bréfpoka fullum af bjórflöskum, var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Innlent 24.2.2024 23:29
Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. Erlent 24.2.2024 23:21
Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. Erlent 24.2.2024 21:46