Íbúar leiti réttar síns vegna flautsins: „Þetta er lýðheilsuógn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2025 11:42 Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir blístrið á svipaðri tíðni og barnsgrátur. Vísir Umtalað „djöflablístur“ eða „draugahljóð“ virðist leika íbúa fleiri hverfa en Laugarneshverfis grátt. Hljóðverkfræðingur segir hljóðið lýðheilsuógn og hvetur íbúasamtök til að leita réttar síns. Þreyttir foreldrar í Urriðaholti íhuga að gera nákvæmlega það. Fljótlega eftir að Anna Kristín Árnadóttir flutti í glænýja íbúð við Maríu í Urriðaholti fyrir rúmu ári varð hún vör við sams konar flauthljóð og heyra má á Hallgerðargötu þegar vindur blæs úr norðanátt. Hún segir sömu sögu og íbúar Laugarneshverfis um að hljóðið haldi fyrir henni vöku og sé hreint út sagt ærandi. Verktakinn lofi öllu fögru „Ég hefði viljað vera búin að taka eftir þessu þegar ég flutti inn því þá hefði ég neitað að greiða ÞG verk lokagreiðsluna,“ segir Anna. Blístrið líkist því sem heyrist í Laugarnesinu, líkt og heyra má hér að neðan. Verktakinn ÞG verk hefur séð um byggingu íbúða við Maríugötu og Vinastræti í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Hermannssyni gæðafulltrúa ÞG verks hefur verktakafyrirtækið fengið ábendingar um hljóðið. Ekki sé víst hvar upptökin séu en unnið sé í leiðum til úrbóta í samstarfi við hljóðverkfræðinga og íbúa. „Það er ágætis samtal á milli okkar,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Anna segir málið aftur á móti ekki svo einfalt. „Þeir lofa okkur öllu fögru og segja okkur að það sé að koma verkfræðingur að kíkja á þetta. Segja okkur svo að til þess að hægt sé að laga þetta þá þurfum við að vita hvaðan þetta berst,“ segir Anna. Það liggi þó í augum uppi hvaðan hljóðið komi, svalahandriði í blokk við Maríugötu 15. Þegar hvessir úr norðanátt ómi um götuna. Ekkert í lagi ef svefninn er það ekki Anna og fjölskylda íhugar að fá lögfræðing með sér í lið og leita réttar síns. „Okkur langar bara að flytja en við erum ekki enn búið að finna neitt annað. En svo er maður hræddur af því að ef ég hefði keypt þessa íbúð af annarri manneskju sem hefði búið þarna og vitað af þessu, þá hefði ég farið í mál við hana.“ Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hljóðið á tíðnisviði þar sem mannseyrað er hrikalega næmt. Hann segir tíðnina á sömu tíðni og barnsgrát. Í Reykjavík síðdegis í gær sagðist hann fyrst hafa heyrt hljóð af þessu tagi á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. „Þetta er lýðheilsuógn. Þannig að hverfasamtökin þurfa að taka þetta upp á sína arma, hafa samband við þessa íbúa og þeir verða að sækja rétt sinn gagnvart þeim sem seldu þeim þessar íbúðir. Ég hef reynt það sjálfur, ef svefninn er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.“ Reykjavík Garðabær Húsnæðismál Tengdar fréttir „Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar orð Gísla Marteins og Jóns Gnarrs Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Fljótlega eftir að Anna Kristín Árnadóttir flutti í glænýja íbúð við Maríu í Urriðaholti fyrir rúmu ári varð hún vör við sams konar flauthljóð og heyra má á Hallgerðargötu þegar vindur blæs úr norðanátt. Hún segir sömu sögu og íbúar Laugarneshverfis um að hljóðið haldi fyrir henni vöku og sé hreint út sagt ærandi. Verktakinn lofi öllu fögru „Ég hefði viljað vera búin að taka eftir þessu þegar ég flutti inn því þá hefði ég neitað að greiða ÞG verk lokagreiðsluna,“ segir Anna. Blístrið líkist því sem heyrist í Laugarnesinu, líkt og heyra má hér að neðan. Verktakinn ÞG verk hefur séð um byggingu íbúða við Maríugötu og Vinastræti í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Hermannssyni gæðafulltrúa ÞG verks hefur verktakafyrirtækið fengið ábendingar um hljóðið. Ekki sé víst hvar upptökin séu en unnið sé í leiðum til úrbóta í samstarfi við hljóðverkfræðinga og íbúa. „Það er ágætis samtal á milli okkar,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Anna segir málið aftur á móti ekki svo einfalt. „Þeir lofa okkur öllu fögru og segja okkur að það sé að koma verkfræðingur að kíkja á þetta. Segja okkur svo að til þess að hægt sé að laga þetta þá þurfum við að vita hvaðan þetta berst,“ segir Anna. Það liggi þó í augum uppi hvaðan hljóðið komi, svalahandriði í blokk við Maríugötu 15. Þegar hvessir úr norðanátt ómi um götuna. Ekkert í lagi ef svefninn er það ekki Anna og fjölskylda íhugar að fá lögfræðing með sér í lið og leita réttar síns. „Okkur langar bara að flytja en við erum ekki enn búið að finna neitt annað. En svo er maður hræddur af því að ef ég hefði keypt þessa íbúð af annarri manneskju sem hefði búið þarna og vitað af þessu, þá hefði ég farið í mál við hana.“ Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hljóðið á tíðnisviði þar sem mannseyrað er hrikalega næmt. Hann segir tíðnina á sömu tíðni og barnsgrát. Í Reykjavík síðdegis í gær sagðist hann fyrst hafa heyrt hljóð af þessu tagi á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. „Þetta er lýðheilsuógn. Þannig að hverfasamtökin þurfa að taka þetta upp á sína arma, hafa samband við þessa íbúa og þeir verða að sækja rétt sinn gagnvart þeim sem seldu þeim þessar íbúðir. Ég hef reynt það sjálfur, ef svefninn er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.“
Reykjavík Garðabær Húsnæðismál Tengdar fréttir „Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar orð Gísla Marteins og Jóns Gnarrs Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05
Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum