Missti nánast sjónina þegar sláttuorf skaut steini í annað augað Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 15:00 Veitingamaðurinn segir að slátturorfið hafi skotið stein í augað á honum. Vísir/Vilhelm Óttarr Makuch veitingamaður segist nánast hafa misst sjónina í öðru auganu þegar garðyrkjumaður skaut óvart steini í augað á honum með sláttuorfi. Garðyrkjufyrirtækið harmar að slysið hafi orðið og segist búið að ræða við starfsmanninn. Óttarr segist hafa setið í makindum sínum fyrir utan kaffihúsið sitt, Dæinn í Garðabæ, þegar atvikið gerðist fyrir um tveimur vikum. Hann segir að skyndilega hafi steinn flogið í augað á sér þar sem að starfsmaður Garðlistar hafi verið að slá gras í nokkurri fjarlægð með sláttuorfi. „Ég missti eiginlega sjónina með vinstra auganu,“ segir Óttarr við fréttastofu en hann leitaði hjálpar á slysadeild eftir atvikið. „Ég er farinn að sjá aftur en þetta er enn nokkuð blörrað. Ég er enn með verk í auganu og þetta er komið á þriðju viku.“ Óttarr segir að húsfélagið, sem réð Garðlist til að slá blettinn, hafa upplýst fyrirtækið um slysið en engin svör hafi borist. „Sem er mjög spes,“ segir hann. Í byrjun vikunnar hafi hann sent framkvæmdastjóranum annan póst. Ertu að íhuga réttarstöðu þína? „Nei nei, ég er ekki þannig,“ svarar veitingamaðurinn. „En ég er ekki enn komin með fulla sjón í öðru auga.“ Björn Friðrik Einisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Garðlist, segir við fréttastofu að fyrirtækið harmi að slys hafi orðið. Búið sé að ræða við starfsmanninn sem átti í hlut og fara yfir verkferla. Nýr starfsmaður Björn nefnir þó að fyrirtækið svarað honum í morgun þar sem hann baðst afsökunar og óskaði honum góðs bata. Kemur eitthvað til greina að bæta honum tjóni? Til dæmis borga fyrir læknatíma? „Við erum opnir fyrir öllu,“ svarar Björn og segir að fyrirtækið leiti nú að farsælli lausn í málinu. Garðabær Garðyrkja Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Óttarr segist hafa setið í makindum sínum fyrir utan kaffihúsið sitt, Dæinn í Garðabæ, þegar atvikið gerðist fyrir um tveimur vikum. Hann segir að skyndilega hafi steinn flogið í augað á sér þar sem að starfsmaður Garðlistar hafi verið að slá gras í nokkurri fjarlægð með sláttuorfi. „Ég missti eiginlega sjónina með vinstra auganu,“ segir Óttarr við fréttastofu en hann leitaði hjálpar á slysadeild eftir atvikið. „Ég er farinn að sjá aftur en þetta er enn nokkuð blörrað. Ég er enn með verk í auganu og þetta er komið á þriðju viku.“ Óttarr segir að húsfélagið, sem réð Garðlist til að slá blettinn, hafa upplýst fyrirtækið um slysið en engin svör hafi borist. „Sem er mjög spes,“ segir hann. Í byrjun vikunnar hafi hann sent framkvæmdastjóranum annan póst. Ertu að íhuga réttarstöðu þína? „Nei nei, ég er ekki þannig,“ svarar veitingamaðurinn. „En ég er ekki enn komin með fulla sjón í öðru auga.“ Björn Friðrik Einisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Garðlist, segir við fréttastofu að fyrirtækið harmi að slys hafi orðið. Búið sé að ræða við starfsmanninn sem átti í hlut og fara yfir verkferla. Nýr starfsmaður Björn nefnir þó að fyrirtækið svarað honum í morgun þar sem hann baðst afsökunar og óskaði honum góðs bata. Kemur eitthvað til greina að bæta honum tjóni? Til dæmis borga fyrir læknatíma? „Við erum opnir fyrir öllu,“ svarar Björn og segir að fyrirtækið leiti nú að farsælli lausn í málinu.
Garðabær Garðyrkja Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira