Öllum sagt upp: „Ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf“ Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 13:05 Starfsfólk lýsir þungum áhyggjum af starfi félagsmiðstöðva á Akureyri. Vísir/Vilhelm Þrettán starfsmönnum á félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar var sagt upp á dögunum þar sem bæjaryfirvöld færðu rekstur þeirra undir skólana. Tíu manns voru boðin störf undir nýju fyrirkomulagi en ekki endilega sömu störf. Starfsfólk lýsir áhyggjum af því að frístundastarf í bænum rýrist. Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri eru einar sinnar tegundar þar sem þær hafa hingað til verið reknar óháð grunnskólunum. FÉLAK rekur þar félagsmiðstöðvar fyrir börn frá 5.-10. bekk en einnig hefur stofnunin haldið utan um félagsstarf fyrir ungmenni allt upp í 30 ára aldur, ef enn má ungmenni kalla. Akureyrarbær hefur nú ákveðið að leggja FÉLAK niður í núverandi mynd og fella félagsmiðstöðvar barna undir grunnskólana. Starfsfólk FÉLAK hefur áhyggjur af því að samþætting félagsmiðstöðvanna við skólakerfið geti dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi á Akureyri, segir að starfsfólk sé gáttað á breytingunum og átti sig ekki á því hverjum þær eiga að gagna. Óvissa sé einnig uppi um hvert félagsstarf fyrir eldri ungmennin muni fara, að sögn Lindu, sem telur þó líklegt að það muni falla undir hatt Félagsmiðstöðva aldraðra. „Og þú getur rétt ímyndað þér það. Það eru ekki margir 16 ára sem samsama sig með öldruðu fólki,“ segir Linda Björk í samtali við fréttastofu. Engin samskipti við starfsfólk Hún segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft í nokkrum samskiptum við fagaðila í æskulýðsgeiranum áður en þau hrintu breytingunum í framkvæmt, heldur aðeins skólafólk og sveitarstjórnarfólk. „Þau vildu ekki að við vissum að þessu,“ heldur Linda fram. Þannig hafi þrettán manns verið sagt upp án áminningar, en tíu verið boðið annað undir nýju fyrirkomulagi, flestum hafi verið boðið „allt annað starf“. Lindu var sjálfri boðið starf sem „félagsmiðstöðvarfulltrúi“ en hún, sem hefur starfað í frístundastarfi í 25 ár, að segist óviss hvort hún þiggi það. Hvers vegna heldurðu að skólinn hafi verið að þessu? Eru þau að spara? „Nei, ég get ekki séð að þetta sé sparnaður í krónum fyrir bæinn,“ segir hún. „Þau ætla sér að ráða sjö nýja deildarstjóra. En við höfum ekki fengið svör.“ Gagnist aðeins skólunum Linda telur líklegt að breytingarnar séu skólamiðaðar. „Þetta er bara skólamiðað. Þetta snýst allt um skólann. Skólabragur, skólaandi, skólareglur, bara skóli skóli skóli,“ segir hún, en það breyti dýnamíkinni milli nemenda og starfsfólks félagsmiðstöðva. Allt í einu er væri ekki lengur starfsmaður félagsmiðstöðvar, heldur starfsmaður skólans, og fyrir vikið beri börnin minna traust til starfsmannanna. Í yfirlýsingu sem starfsfólk FÉLAK sendi út í gær kom fram að Fjármögnun starfsemi FÉLAK hefði verið ófullnægjandi síðustu ár og ítrekað væri óskað eftir frekari stuðningi til að mæta þörfum barna og ungs fólks sem hefðu aukist til muna síðustu misseri. „Ég tel að þessi breyting sé til þess a[ reyna að laga agavandamál í skólum og takast á við vandamál sem tengjast ekki kennslu,“ segir Linda. „Það er ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf.“ Skóla- og menntamál Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri eru einar sinnar tegundar þar sem þær hafa hingað til verið reknar óháð grunnskólunum. FÉLAK rekur þar félagsmiðstöðvar fyrir börn frá 5.-10. bekk en einnig hefur stofnunin haldið utan um félagsstarf fyrir ungmenni allt upp í 30 ára aldur, ef enn má ungmenni kalla. Akureyrarbær hefur nú ákveðið að leggja FÉLAK niður í núverandi mynd og fella félagsmiðstöðvar barna undir grunnskólana. Starfsfólk FÉLAK hefur áhyggjur af því að samþætting félagsmiðstöðvanna við skólakerfið geti dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi á Akureyri, segir að starfsfólk sé gáttað á breytingunum og átti sig ekki á því hverjum þær eiga að gagna. Óvissa sé einnig uppi um hvert félagsstarf fyrir eldri ungmennin muni fara, að sögn Lindu, sem telur þó líklegt að það muni falla undir hatt Félagsmiðstöðva aldraðra. „Og þú getur rétt ímyndað þér það. Það eru ekki margir 16 ára sem samsama sig með öldruðu fólki,“ segir Linda Björk í samtali við fréttastofu. Engin samskipti við starfsfólk Hún segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft í nokkrum samskiptum við fagaðila í æskulýðsgeiranum áður en þau hrintu breytingunum í framkvæmt, heldur aðeins skólafólk og sveitarstjórnarfólk. „Þau vildu ekki að við vissum að þessu,“ heldur Linda fram. Þannig hafi þrettán manns verið sagt upp án áminningar, en tíu verið boðið annað undir nýju fyrirkomulagi, flestum hafi verið boðið „allt annað starf“. Lindu var sjálfri boðið starf sem „félagsmiðstöðvarfulltrúi“ en hún, sem hefur starfað í frístundastarfi í 25 ár, að segist óviss hvort hún þiggi það. Hvers vegna heldurðu að skólinn hafi verið að þessu? Eru þau að spara? „Nei, ég get ekki séð að þetta sé sparnaður í krónum fyrir bæinn,“ segir hún. „Þau ætla sér að ráða sjö nýja deildarstjóra. En við höfum ekki fengið svör.“ Gagnist aðeins skólunum Linda telur líklegt að breytingarnar séu skólamiðaðar. „Þetta er bara skólamiðað. Þetta snýst allt um skólann. Skólabragur, skólaandi, skólareglur, bara skóli skóli skóli,“ segir hún, en það breyti dýnamíkinni milli nemenda og starfsfólks félagsmiðstöðva. Allt í einu er væri ekki lengur starfsmaður félagsmiðstöðvar, heldur starfsmaður skólans, og fyrir vikið beri börnin minna traust til starfsmannanna. Í yfirlýsingu sem starfsfólk FÉLAK sendi út í gær kom fram að Fjármögnun starfsemi FÉLAK hefði verið ófullnægjandi síðustu ár og ítrekað væri óskað eftir frekari stuðningi til að mæta þörfum barna og ungs fólks sem hefðu aukist til muna síðustu misseri. „Ég tel að þessi breyting sé til þess a[ reyna að laga agavandamál í skólum og takast á við vandamál sem tengjast ekki kennslu,“ segir Linda. „Það er ekkert verið að hugsa um félagsmiðstöðvastarf.“
Skóla- og menntamál Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira