Fréttir

Hefja könnun á nýjum flug­velli fyrir Fær­eyjar

Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja.

Erlent

Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa

Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun.

Erlent

Brjóta rúður í Grafar­vogi vegna Tiktok-æðis

Unglingar í Grafarvogi hafa undanfarnar vikur gert Erlu Ríkharðsdóttur lífið leitt með því að berja og sparka aftur og aftur í útidyrahurð hennar og hlaupa burt. Í fyrrakvöld brutu unglingarnir rúðu í hamaganginum. Athæfið er í tísku á samfélagsmiðlinum Tiktok, þar sem unglingar um heim allan eru að taka upp myndbönd þar sem þeir sparka í hurðir og hlaupa burt.

Innlent

Soda­stream-flaskan sem sprakk í frum­eindir sínar

Steinunn Ólafsdóttir framkvæmdastjóri vill vara fólk við Sodastream-tæki sem keypt var í Elko. Hún hefur staðið í bréfaskriftum við fyrirtækið sem segir engin tæki hættulaus. Mestar líkur séu á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við.

Innlent

Lengsti þingfundurinn fimm­tán klukku­stundir

Þingi var frestað í nótt fram að hausti hafði þá verið að störfum frá 12. september til 16. desember 2023 og frá 22. janúar til 23. júní 2024. Í tilkynningu frá Alþingi kemur fram að alls hafi þingfundir verið 131 og að þeir hafi samtals staðið í rúmar 649 klst. Meðallengd þingfunda var fjórar klukkustundir og 55 mín. Lengsti þingfundur stóð í 15 klukkustundir og 43 mínútur.

Innlent

Eyra bitið af manni í stór­felldri líkams­á­rás í nótt

Tveir voru handteknir í gær eða nótt vegna stórfelldrar líkamsárásar þar sem eyra var bitið af manni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvar eða hvenær árásin átti sér stað en málið er skráð hjá lögreglunni á Hverfisgötu.

Innlent

Suð­vestan­átt með skúrum

Í dag fara skil sem komu með rigningu í gær og í nótt til norðurs frá landinu. Þá snýst vindurinn í suðvestanátt með skúrum, en léttir til á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Hlýjast verður austanlands.

Veður

Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins

Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu.

Innlent

Lagði til breytingar á ræðu­höldum á sau­tjánda júní

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. 

Innlent

Sá ekki fram á að geta lifað annað svona tíma­bil

Ekkja tónlistarmannsins Rafns Jónssonar, sem lést úr MND-sjúkdómnum árið 2004, segir að lyfið Tofersen sé byltingin sem hún hafi beðið eftir í hátt í fjörutíu ár. Það var henni gríðarlegt áfall þegar stjúpdóttir hennar greindist með sama sjúkdóm fyrir þremur árum en Tofersen-lyfið hefur glætt með þeim von um bjartari framtíð.

Innlent

Húnabyggð og Skagabyggð sam­einast

Íbúar Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykktu í dag að sameinast í eitt sveitarfélag í íbúakosningu sem lauk í kvöld. Niðurstöður kosninganna voru birtar á heimasíðum sveitarfélaganna fyrir stuttu. Sameiningin fer formlega fram fyrsta ágúst.

Innlent

Hljóp ber­fætt undan sprengjuregninu

Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum.

Erlent

Ríkis­stjórnin hafi séð um það sjálf að stúta eigin málum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir stjórnarandstöðuna hafa fengið verulega samkeppni í stjórnarandstöðu frá þingliði ríkisstjórnarflokkanna. Hún segir ljóst að ríkisstjórnin hefði ekki getað klárað mörg mál án aðstoðar stjórnarandstöðunnar.

Innlent

Af hættustigi niður á óvissustig

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum.

Innlent

Þing- og goslok

Þingheimur keppist nú við að klára þau mál sem sett hafa verið á dagskrá fyrir sumarþinghlé. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi.

Innlent

„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“

„Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“

Innlent

Auka við lista­manna­laun í fyrsta sinn í fimm­tán ár

Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009.

Innlent