
María Elísabet Bragadóttir

Hljóðin endalaus
Þú ættir að fjárfesta í djúpsteikingarpotti. Eða eyða Facebook-aðganginum þínum og gróðursetja tré. Eða prófa fitufrystingu.

Musca domestica og ég
Mikilvægast er – ég kem að því á eftir. Fyrst er vert að minnast á hvali. Ég fór í hvalaskoðun nýlega. Komst að því að ég er úr tengslum við náttúruna og veit ekkert um önnur dýr. Vissi ekki að háhyrningar geta náð níræðisaldri. Það er hvalur við Íslandsstrendur sem er jafnaldri ömmu. Hann hefur synt og bylt sér í 79 ár í Norður-Íshafi.

Matseljan eitrar fyrir sér
Þessi pistill er óður til formæðra minna sem hötuðu að elda en líka til þeirra sem höfðu yndi af því.

6. júlí
6. júlí ertu níu ára og fleygir þér ofan í lúpínubreiðu. Liggur með þurrt mólendið í bakinu og kastar mæðinni. Horfir með andakt á himininn milli fjólublárra blómaklasa. Vilt liggja þarna í felum um aldur og ævi og kannski gerirðu það í einhverjum skilningi.

Andstæða hamingjunnar
Andstæða hamingjunnar eru hin hversdagslegu leiðindi. Ekki óhamingjan heldur gráa svæðið. Pirrandi, neyðarlegur sinadráttur í lágkúrulegum afkima sálarinnar.

Nútíminn sem var
Ég var nýorðin 10 ára í maí 2003 og þótti aldurinn farinn að segja til sín. Mér skildist að ómögulegt væri að kortleggja nútímann því kennileitin yrðu ekki augljós fyrr en grafin í fönn og orðin að fortíð. Ég einblíndi þess vegna á framtíðina.

Minn pólitíski óður
Sólin bakaði göturnar um daginn. Túnfífillinn stakk keikur upp kollinum milli hellusteina, vorboðinn ljúfi. Þegar sólin skín breytist göngulag Íslendinga og verður vaggandi eins og við séum óvön föstu landi.

Ráðgáta: Ég flysja epli
Að finna til smæðar sinnar getur aflétt álögum hversdagsins. Ég flysja epli sem er maukkennt, loðir við hnífsblað og klístrast í krikana milli fingra. Velti fyrir mér hvaða þýðingu það hefur að flysja epli.

Formalín
Hef aldrei farið í launkofa með ótta minn við allar breytingar. Hann er yfirþyrmandi þessa dagana. Óðfluga nálgast 23. afmælisdagurinn minn. Síðan er tímaspursmál hvenær ég verð

Fórnarlömb
Slátraðir þú lambi um helgina? Sennilega ekki. Nema þú sért slátrari og það eru náttúrulega einhverjar líkur á því. En snæddirðu lamb á páskadegi? Á því eru talsverðar líkur.

Að eiga er að vera
Ef þér líður illa er þjóðráð að versla. Vinur minn var í ástarsorg um daginn svo ég fór með hann í IKEA til að kaupa pottablóm.

Mikilvægi hins leiðinlega
Senn stíflast bréfalúgur landsmanna af boðskortum í fermingarveislur. Vart finnst betri prófun á manndómi en að vera kyrrsettur í loftlausum veislusal með myntugrænu þema sem manni flökrar við.

Byggt á sannri sögu
Sannsögulegar kvikmyndir höfða til mín. Fyllist lotningu við að horfa á Mark Zuckerberg strunsa um skólalóð Harvard í óða önn að spora út blauta steypu mannkynssögunnar. Stuðandi að sjá Jordan Belfort vaða uppi með sitt snarbilaða gildismat og

Litlu hlutirnir
Lykillinn að lífshamingjunni er að vera ekki of vandfýsinn. Einblína á litlu hlutina. Með slíku hugarfari getum við valhoppað í gegnum lífið. Febrúar er nöturlegur mánuður og kjörinn fyrir drastíska breytingu á sjónarhorni.

Týnt veski í auga hvirfilbyls
Lýsi eftir forljótu peningaveski. Án þess tóri ég við illan leik. Subbulega gráhvítt með appelsínugulum doppum og svörtum rennilás. Inniheldur sund- og greiðslukort. Nemendafélagsskírteini og vitaskuld slatta af inneignarnótum.

Æðruleysi 2016
Hingað til hafa tímamót einkennst af svæsnum aðskilnaðarótta hjá mér. Kaupi hugmyndir um breytingar treglega. Mér fannst gamla árið fínt og ætti því að vera á varðbergi gagnvart 2016. Engin trygging er fyrir því að leiðin liggi ekki niður á við. Lengi getur vont versnað.

Njóta
Fyrir mér eru jólin tími kærleika, friðar, neyslu og síðast en ekki síst nautna. Hátíðarundirbúningur í ys og þys hins frjálsa hagkerfis er alveg himneskur fyrir manneskju eins og mig. Ég hvílist aldrei eins vel og í útsprengdri verslunarmiðstöð.

Ofbeldisbörn
Varð óvart vitni að prívatsamtali tveggja manneskja á götuhorni um daginn. Setningarnar sem flugu á milli voru upp á líf og dauða. – Hvað gerist ef ég sting þessu í hjartað á þér? – Ég dey! Ég dey strax. Þetta voru tvö börn. Annað þeirra þungvopnað. Lúffuklæddar hendur kreistu risavaxið grýlukerti.

Jólasaga
Pabbi trommar glaðlega á stýrið. Feðginin eru á leið í Kringluna að undirbúa jólin. Í bílstólnum situr lítil dúlla. Dúðuð í snjógalla, með gylltar englakrullur og eplakinnarnar gægjast undan lambhúshettu. „Pabbi, ertu nokkuð stressaður?“ spyr sú litla.

Útþrá
Ég hef alltaf verið meðvituð um sjúkdóma. Greindi vinkonu mína tólf ára gamla með heilaæxli sem reyndist vera stíflaður fitukirtill. Í dag er þessi æskuvinkona glæsileg táknmynd heilbrigðis sem þó tekur sveig fram hjá mér þegar við mætumst

Yfirborðslegt spjall
Skiljanlega er ekki til íslenskt orð yfir "small talk“. Það er ekki þáttur í menningunni. Fólk ræðir veðrið en aldrei af léttúð. Enda oft spurning um líf og dauða hvort maður fer fótgangandi í vinnuna. Þegar tvær manneskjur ræða um veðrið sameinast auðmjúkar sálir í vanmætti sínum gagnvart ósigrandi náttúruöflum.