Andstæða hamingjunnar María Elísabet Bragadóttir skrifar 8. júní 2016 07:00 Andstæða hamingjunnar eru hin hversdagslegu leiðindi. Ekki óhamingjan heldur gráa svæðið. Pirrandi, neyðarlegur sinadráttur í lágkúrulegum afkima sálarinnar. Áttu leiðinlega minningu? Ekki af dauðsföllum og sambandsslitum eða þegar kettlingurinn þinn fékk æxli í brisið og fleygði sér sjálfviljugur fyrir ljósgráan, reykspólandi BMW. Ég á ekki við þungavigtaratburð eða hátimbraða tilvistarangist. Ég á leiðinlega minningu. Gamlárskvöld og ég var sex ára. Glæstar vonir rifnar niður, rakt veggfóður afhjúpaði nakinn spónavið. Hafði ímyndað mér mögnuð veisluhöld undir himinhvolfi sundurtættu af ljósadýrð. Horfði í öngum mínum á föður minn hagræða einum vesælum flugeldi í gamalli vínflösku sem þaut á augalifandibragði út í geim. Sprakk út með fáfengilegu ýlfri. Yfir mig rigndi örfáum rauðum ljósdropum eins og þegar litli bróðir minn hnerraði matarlit. Himinninn bleksvartur og eyðilegur og ég var send í rúmið klukkan ellefu. Ekkert sex ára barn í víðri veröld var jafnyfirgengilega pirrað, vanþakklátt og vonsvikið og ég. Að standa við frystikistuna í Bónus. Marin undir augunum af svefnleysi. Hungurverkur springur út í kviðarholinu eins og eldrautt blóm. Í silfraðri kerru eymdarleg dolla af tilbúnum hummus. Að vera einsömul og meðaljóna og kreista poka af frosnum soyanöggum. Muna að það eru rykbólstrar undir rúminu mínu og ósonlagið þynnist hratt á minni vakt. Þarna er hún! Andstæða hamingjunnar í allri sinni töfrandi dýrð. Að segja frá leiðinlegum hversdagsleika er svo persónulegt. Neyðir fólk jafnvel til að setja lífið í skáldlegt og upphafið samhengi. Að segja frá andstæðu hamingjunnar er að skoða hamingjuna á röngunni. Spjall um leiðindi er að nálgast hamingjuna bakdyramegin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Andstæða hamingjunnar eru hin hversdagslegu leiðindi. Ekki óhamingjan heldur gráa svæðið. Pirrandi, neyðarlegur sinadráttur í lágkúrulegum afkima sálarinnar. Áttu leiðinlega minningu? Ekki af dauðsföllum og sambandsslitum eða þegar kettlingurinn þinn fékk æxli í brisið og fleygði sér sjálfviljugur fyrir ljósgráan, reykspólandi BMW. Ég á ekki við þungavigtaratburð eða hátimbraða tilvistarangist. Ég á leiðinlega minningu. Gamlárskvöld og ég var sex ára. Glæstar vonir rifnar niður, rakt veggfóður afhjúpaði nakinn spónavið. Hafði ímyndað mér mögnuð veisluhöld undir himinhvolfi sundurtættu af ljósadýrð. Horfði í öngum mínum á föður minn hagræða einum vesælum flugeldi í gamalli vínflösku sem þaut á augalifandibragði út í geim. Sprakk út með fáfengilegu ýlfri. Yfir mig rigndi örfáum rauðum ljósdropum eins og þegar litli bróðir minn hnerraði matarlit. Himinninn bleksvartur og eyðilegur og ég var send í rúmið klukkan ellefu. Ekkert sex ára barn í víðri veröld var jafnyfirgengilega pirrað, vanþakklátt og vonsvikið og ég. Að standa við frystikistuna í Bónus. Marin undir augunum af svefnleysi. Hungurverkur springur út í kviðarholinu eins og eldrautt blóm. Í silfraðri kerru eymdarleg dolla af tilbúnum hummus. Að vera einsömul og meðaljóna og kreista poka af frosnum soyanöggum. Muna að það eru rykbólstrar undir rúminu mínu og ósonlagið þynnist hratt á minni vakt. Þarna er hún! Andstæða hamingjunnar í allri sinni töfrandi dýrð. Að segja frá leiðinlegum hversdagsleika er svo persónulegt. Neyðir fólk jafnvel til að setja lífið í skáldlegt og upphafið samhengi. Að segja frá andstæðu hamingjunnar er að skoða hamingjuna á röngunni. Spjall um leiðindi er að nálgast hamingjuna bakdyramegin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun