Litlu hlutirnir María Elísabet Bragadóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Lykillinn að lífshamingjunni er að vera ekki of vandfýsinn. Einblína á litlu hlutina. Með slíku hugarfari getum við valhoppað í gegnum lífið. Febrúar er nöturlegur mánuður og kjörinn fyrir drastíska breytingu á sjónarhorni. Með febrúarsólina í hnakkanum skauta ég á milli svellbunka. Götur miðbæjarins eru glerhálar. Himinninn er flennistór, heiðskír og barnaherbergisblár. Ég gref krókloppnar hendur dýpra ofan í úlpuvasana og hugsa með mér að fimbulfrost sé ægifegurðarinnar virði. Greikka sporið og virði hugfangin fyrir mér snævi þakta Esjuna, rammaða inn á milli tveggja bárujárnshúsa. Mér skrikar fótur og ég dett á hálkubletti sem reynist vera frosin æla. Dásamlega sólgult lítið skautasvell! Vafalaust heiðarlegur minnisvarði um lystisemdir gærkvöldsins. Ég hinkra augnablik, sit flötum beinum á klakanum. Loka augunum og ímynda mér eiganda ælunnar kvöldið áður. Kannski stelpa á mínum aldri, heltekin af glaum veislunnar. Á harðaspretti inn um gleðinnar dyr og loks afdráttarlaus hurðarskellur í himnaríki. Á tímum Lúðvíks XIV var til siðs að stinga fjöðurstaf ofan í kokið í lok máltíðar til að geta borðað meira. Sú gæti vel hafa verið raunin í hennar tilviki. Hún hefur þá selt upp ofboðslega ljúffengum hátíðarkvöldverði. Ég gjóa augunum á logagylltan pollinn. Sé hana fyrir mér á hækjum sér með höfuðið ofan í götu og æluna eins og geislabaug í kring. Svo hefur hún reist sig við á einu augabragði og horfið aftur í gleðskapinn og fengið sér annan og veglegri skammt af góðgætinu. Skemmtanalíf á heimsmælikvarða. Ekki þurfti nú stóran ælupoll til að skapa ánægjuleg hughrif hjá mér. Eins og ég segi. Það eru litlu hlutirnir í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Lykillinn að lífshamingjunni er að vera ekki of vandfýsinn. Einblína á litlu hlutina. Með slíku hugarfari getum við valhoppað í gegnum lífið. Febrúar er nöturlegur mánuður og kjörinn fyrir drastíska breytingu á sjónarhorni. Með febrúarsólina í hnakkanum skauta ég á milli svellbunka. Götur miðbæjarins eru glerhálar. Himinninn er flennistór, heiðskír og barnaherbergisblár. Ég gref krókloppnar hendur dýpra ofan í úlpuvasana og hugsa með mér að fimbulfrost sé ægifegurðarinnar virði. Greikka sporið og virði hugfangin fyrir mér snævi þakta Esjuna, rammaða inn á milli tveggja bárujárnshúsa. Mér skrikar fótur og ég dett á hálkubletti sem reynist vera frosin æla. Dásamlega sólgult lítið skautasvell! Vafalaust heiðarlegur minnisvarði um lystisemdir gærkvöldsins. Ég hinkra augnablik, sit flötum beinum á klakanum. Loka augunum og ímynda mér eiganda ælunnar kvöldið áður. Kannski stelpa á mínum aldri, heltekin af glaum veislunnar. Á harðaspretti inn um gleðinnar dyr og loks afdráttarlaus hurðarskellur í himnaríki. Á tímum Lúðvíks XIV var til siðs að stinga fjöðurstaf ofan í kokið í lok máltíðar til að geta borðað meira. Sú gæti vel hafa verið raunin í hennar tilviki. Hún hefur þá selt upp ofboðslega ljúffengum hátíðarkvöldverði. Ég gjóa augunum á logagylltan pollinn. Sé hana fyrir mér á hækjum sér með höfuðið ofan í götu og æluna eins og geislabaug í kring. Svo hefur hún reist sig við á einu augabragði og horfið aftur í gleðskapinn og fengið sér annan og veglegri skammt af góðgætinu. Skemmtanalíf á heimsmælikvarða. Ekki þurfti nú stóran ælupoll til að skapa ánægjuleg hughrif hjá mér. Eins og ég segi. Það eru litlu hlutirnir í lífinu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun