Ísland í dag

Fréttamynd

Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn

Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu.

Lífið
Fréttamynd

„Það er svo gaman að lifa“

Þúsundir magaerma-og hjáveituaðgerða hafa verið gerðar hér á landi síðustu ár og greinilegt að þörfin er mikil. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð síðustu ár segist hafa verið búin að prófa alla mögulega kúra áður. Hún hugsaði sig lengi um en fékk nóg af aukaþyngdinni þegar hún gat ekki lengur fylgt eiginmanni sínum eftir.

Lífið
Fréttamynd

Hrella starfsfólk matvöruverslana með fáránlegum spurningum

Fjallað var um útgáfu okkar tíma af hinni klassísku földu myndavél í Íslandi í dag á miðvikudag. Þar voru sýnd brot af TikTok-aðgangi íslenskra ungmenna, sem leggja það í vana sinn áhorfendum sínum til gamans að hrella starfsfólk matvöruverslana með óraunhæfum spurningum um staðsetningu ákveðinna vöruflokka.

Lífið
Fréttamynd

„Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi“

Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir of langt gengið í aukinni skattlagningu með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Svo langt gengið raunar, að óhætt væri fyrir sósíalista að segja þetta gott, enda erindið þrotið. Gunnar Smári Egilsson gefur lítið fyrir þetta og segir nú lag að hækka bankaskatt og sækja gróðann sem þar hafi myndast.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir harðlega að opinber stofnun taki þátt í „víkingarugli“

Sviðsett víkingaviðureign var liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt, sem hélt uppi stemningunni bæði við Landnámssýninguna og Þjóðminjasafnið. Þjóðminjasafnið og þetta víkingafélag voru í samstarfi - og þetta gagnrýnir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur harðlega. Í innslaginu hér að ofan má sjá myndefni frá víkingahátíðinni og viðtal við Árna.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju er alltaf svona vandræðalegt að syngja afmælissönginn?

„Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Jónas, hann á afmæli í dag.“ Höldum við áfram núna? er spurning sem vaknar í huga margra einmitt þegar þetta erindi klárast. Væri ekki hægt að komast að samkomulagi um eitt eða tvö erindi íslenska afmælissöngsins?

Menning
Fréttamynd

Rómantískur sumarbústaður Péturs Gauts og Berglindar

Pallar og tréstígar eru um allt sumarbústaðaland listahjónanna Pétur Gauts og Berglindar Guðmundsdóttur. Gras innkeyrsla er við bústaðinn þar sem hægt er að tjalda. Vala Matt fór í heimsókn til þeirra í sveitina og skoðaði bústaðinn.

Lífið
Fréttamynd

Nota blómapott sem grill í garðinum

Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur og landslagsarkitektinn Berglind Guðmundsdóttir búa í Hafnarfirði þar sem nostrað hefur verið við garðinn sem Berglind hannaði sjálf. Í garðinum má með annars finna blómapott sem er notaður sem grill og gólfsíðar hurðar sem þau settu til þess að komast beint út í garð.

Lífið
Fréttamynd

„Voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér“

Litla Hverabúðin er minnsta verslun Íslands, svo smá að ekki er þar að finna nokkurn starfsmann, í stað þess er stólað á heiðarleika viðskiptavina. Verðlaunakokkurinn Ólafur Reynisson og eiginkona hans Anna María Eyjólfsdóttir eru miklir frumkvöðlar þegar kemur að matargerð.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er mjög óþægilegt“

Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Kossasjálfa og bannað að tala um börnin í fríinu

Athafna- og fjölmiðlakonan Guðbjörg Gissurardóttir keypti sér eldgamlan, rauðan húsbíl á Bland sem hún nefndi Runólf og ferðast um landið og ræktar sambandið með eiginmanni sínum Jóni Árnasyni en þau fóru meðal annars í brúðkaupsferðina sína á bílnum. 

Lífið
Fréttamynd

Plöntur sem fæla frá lúsmý

Það eru til ákveðnar plöntur sem hreinlega fæla frá lúsmý og ýmis skordýr. Vala Matt kynnti sér málið í síðustu viku í Íslandi í dag á Stöð 2 en umræddar plöntur eru einnig fallegar.

Lífið