Margrét Ýr Ingimarsdóttir, kennari, er algjör snillingur í því að föndra og fékk Sindri Sindrason að kynnast því í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Til að mynda er hægt að föndra gjafapappír með börnunum sem sómar sér vel undir trénu. Og ekki skemmir ef börnin búa einnig til merkimiðana sjálfa.
Margrét fer vel yfir þetta í Íslandi í dag í gær en hægt er að sjá brot úr innslaginu hér að neðan.
Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð það í heild sinni á Stöð 2 + og í frelsiskerfi Stöðvar 2.