Ferðaþjónusta

Fréttamynd

Ís­land er ekki í tísku frekar en Mó­sambík

Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér.

Skoðun
Fréttamynd

Veru­leg fækkun skemmtiskipa á Vest­fjörðum í sumar

Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Skammtímaleiga í þétt­býli verði af­mörkuð við lög­heimili

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn.

Innlent
Fréttamynd

Sigur­laug selur alla hluti sína í ION Hot­els og fast­eignafélaginu Hengli

Sigurlaug Sverrisdóttir, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ION Hotels undanfarin tólf ár, hefur selt alla hluti sína í félögunum Hengill Fasteignir og ION Hotels. Fyrir söluna átti Sigurlaug um 23 prósenta óbeinan hlut í fasteignafélaginu á meðan hún fór með fjórðungshlut i félaginu sem heldur utan um hótelreksturinn.

Innherji
Fréttamynd

Um fimm­tíu við­burðir í boði á Vetrar­há­tíð við Mý­vatn

Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

Úr­val Út­sýn færir lands­mönnum sól og gleði í 70 ár

Úrval Útsýn býður upp á fjölmarga skemmtilega og spennandi áfangastaði næstu mánuði, hvort sem það eru ferðir í sólina eða borgarferðir. Í mars höfum við lækkað verð á öllum sólarpökkum til Tenerife og Kanaríeyja þar sem sólarstrendur, golfvellir og spennandi útivistarmöguleikar bíða landsmanna. Í tilefni 70 ára afmælis Úrvals Útsýnar í ár býður ferðaskrifstofan 10.000 kr. bókunarafslátt á bókun í leiguflugi með afsláttarkódanum UU70. Afslátturinn gildir frá og með 1. apríl 2025.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Önnur Airbus-þotan væntan­leg á morgun

Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni

Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís

Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli.

Innlent
Fréttamynd

Að­gát skal höfð...

Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti?

Skoðun
Fréttamynd

Al­gengt að rútu­bíl­stjórar keyri á túninu

Rúta sem festist á túni við Höfða í gær olli miklu tjóni. Ökumaðurinn var reynslulítill en rútufyrirtækið ætlar sér að greiða allt tjón. Verkefnastjóri segir algengt að rútubílstjórar keyri á túninu.

Innlent
Fréttamynd

Stórskemmdi grasflötina við Höfða

Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð.

Innlent
Fréttamynd

Skattspor ferða­þjónustunnar 184 milljarðar árið 2023

Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Vekur at­hygli“ að Arion hafi ekki fært upp virði verð­mætra þróunar­eigna

Stærsti einkafjárfestirinn í Arion segir að væntingar sínar hafi staðið til þess að bankinn myndi endurmeta virði eignarhluta bankans í verðmætum þróunareignum, sem eru Blikastaðalandið og Arnarlandið, en „einhverra hluta vegna“ hafi stjórnendur ekki gert það þótt framgangur þeirra verkefna undanfarin misseri sé augljós. Þá segist forstjóri Stoða, sem situr í stjórn Bláa lónsins, að ef ytri þættir verði hagfelldir í rekstrarumhverfi ferðaþjónustufélagsins þá verði mögulega hægt að ráðast í skráningu í Kauphöllina á næsta ári.

Innherji
Fréttamynd

Bundið slit­lag á síðasta kafla Norðausturvegar

Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027.

Innlent