Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Af neyðarstigi og á hættu­stig

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

Skipað í nýja Grindavíkurnefnd

Skipað hefur verið að nýju í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór Sigurðsson sendiherra gegnir áfram formennsku.

Innlent
Fréttamynd

Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að atburðurinn í dag sé sambærilegur kvikuinnskotinu í nóvember 2023 þegar stóri kvikugangurinn myndaðist. Hann segir að gangurinn sé að troða sér í norðaustur og að gosið í dag hafi bara verið „smá leki“ frá ganginum neðanjarðar.

Innlent
Fréttamynd

„Hauga­lygi að ég hafi ógnað ein­hverjum með byssu“

Hermann Ólafsson hobbýbóndi, fyrrverandi sjávarútvegsmaður og Grindvíkingur, er miður sín eftir að hafa fengið að kenna óþyrmilega á því: Handjárnaður, „blásaklaus“, settur í steininn og til að bíta hausinn af skömminni: Talinn hafa ógnað fólki með byssu.

Innlent
Fréttamynd

For­dæmir at­vikið í Grinda­vík

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. 

Innlent
Fréttamynd

Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“

Hjón sem búa í Grindavík tóku fréttum af yfirvofandi eldgosi af mesta jafnaðargeði í morgun. Þau klæddu sig, borðuðu morgunmat og gáfu dýrunum að borða. Þau telja enga hættu á ferð heima hjá sér og neituðu að rýma bæinn í morgun þegar viðbragðsaðilar gáfu skipanir um slíkt.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi staður er á­kaf­lega ó­heppi­legur“

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt.

Innlent
Fréttamynd

„Minni kraftur í þessu saman­borið við fyrri gos“

Gregory Paul De Pascale dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir koma á óvart hve lítill kraftur er í eldgosinu sem hófst í morgun skammt frá Grindavík, samanborið við þrjú síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Það komi nokkuð á óvart og gæti verið til markst um að eldgosið standi yfir í lengri tíma, en erfitt sé þó að spá fyrir um það á þessum tímapunkti.

Innlent
Fréttamynd

Myndir: Eld­gos ógnar Grinda­vík

Eldgos hófst rétt við Grindavík klukkan 09:45 í morgun og ljósmyndarar fréttastofu hafa verið á fullu síðan við að mynda eldgosið. Afraksturinn má sjá í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Snýst allt um að tryggja öryggi fólks

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir stöðuna við Grindavík alvarlega, enda séu eldgos í eðli sínu alvarleg, og biður almenning um að fylgjast með fyrirmælum lögreglu. Eðlilega sé verið að rýma Grindavík og í senn biðja fólk um að fara ekki á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raun­gerast

Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu

Björgunarsveitarfólki sem kom að rýmingu í Grindavík vegna yfirvofandi eldgoss í morgun var ógnað. Samkvæmt heimildum Vísis fengu björgunarsveitarmenn sem lentu í slíkum ógnunum sálrænan stuðning frá fulltrúum Rauða krossins.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið séð úr lofti

Þyrlu Landhelgisgæslunnar er nú flogið yfir Grindavík og nágrenni, þar sem eldgos hófst í morgun. Beina útsendingu úr þyrlunni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að hefja störf í Grinda­vík strax á morgun

Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grindavík segist vonast til þess að hægt verði að halda áfram störfum þar strax á morgun ef eldgosið verður á þægilegum stað. Þetta er í annað skiptið sem stöðva þarf vinnsluna á vinnutíma vegna yfirvofandi eldgoss.

Innlent
Fréttamynd

Sterkari merki en fyrir síðustu eld­gos

Veðurstofan segir að merki frá aflögunarmælum séu sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni í kvikuhlaupinu sem hófst í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Eld­gos hafið nærri Grinda­vík

Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Tala látinna komin yfir þúsund

Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 

Erlent
Fréttamynd

Á annað hundrað látnir í Mjanmar

Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að mörg hundruð séu látin

Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi.

Erlent
Fréttamynd

Grind­víkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA

Fulltrúar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, komu hingað til lands á dögunum til að leggja mat á keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga og ummerki jarðhræringa undanfarinna missera. Til stendur að sækja um styrk frá sambandinu vegna skemmdanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lík­legast að næsta gos verði stærra en fyrri gos

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram en hægt hefur á hraða landriss síðustu vikur. Veðurstofan telur enn líklegast að kvikusöfnunartímabilinu ljúki með kvikuhlaupi eða eldgosi sem komi upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni.

Innlent
Fréttamynd

„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“

Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Hratt vaxandi skjálfta­virkni

Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum.

Innlent